Melkorka - 01.06.1949, Side 36

Melkorka - 01.06.1949, Side 36
stríðs kæmi. En það er ekki nóg. Hvers- vegna? Það skyldi þó ekki vera, að sjálfræði Islendinga verði minna en seinni hluti yfir- lýsingarinnar segir til um? Því miður bend. ir allt til þess. íslandi mun líka ætlað allt annað og meira hlutverk í næstu styrjöld. Það er ekki siður stórvelda að fórna sínum löndum fyrst, heldur fá smáþjóðirnar þá náð að taka við fyrstu skellunum. ísland er þeg- ar merkt sem útvarðstöð á öllum yfirlits- kortum, sem Bandaríkjamenn birta um tafl- stöðuna gagnvart Sovétríkjunum. Þeir fara ekki í neina launkofa með það, enda af öll- um álitið svo, nema formælendum Kefla- víkursamningsins hér á íslandi; þ. e. a. s. þeir síðastnefndu vita betur, en kjósendur þeirra mega ekki vita annað. Útvarðstöð er beitt, bæði til sóknar og varnar og er alltaf aðalskotmark andstæðingsins, þangað til þaggað hefur verið niðri í henni. Það er eftirtektarvert í þessu sambandi, að ráðherr- arnir, sem vestur fóru, vilja þátttöku í bandalaginu ,til að tryggja öryggi íslands, en jafnframt taka þeir fram, að ísland undir- gangist engar skuldbindingar með samn- ingnum framar en það kýs sjálft. Því verður að álykta, að aðrir aðiljar sáttmálans taki heldur ekki á sig neinar skuldbindingar, og hvar er þá öryggi íslands með aðildinni? Því er líka skemmst frá að segja, að hvergi gefur sáttmálinn í skyn, aukin heldur meira, að aðiljarnir skuli sjálfráðir um, hvað þeir leggi af mörkum og hvenær. Hins vegar eru í honum ótvíræð fyrirmæli um það, hvaða atburðir í heiminum krefjast fram- lags af þátttökuríkjunum, án undantekning- ar. Enda mun ráðinu, sem 9. gr. sáttmálans segir um, ætlað það hlutverk að ákveða um framlag hvers ríkis og hvenær það er veitt. Maður verður að hafa það í huga, að þeg- ar Bandaríkin sækjast eftir þátttöku okkar í bandalaginu, eru þau fyrst og fremst að hugsa um eigin hag. Bandaríski utanríkis- ráðherrann er fulltrúi sinnar þjóðar og eng- inn láir honum, þó að hann seilist eins langt og mögulegt er til hagsbóta fyrir Bandarík- in. En hvernig á því stendur, að íslenzkir menn ljá honum liðsinni sitt, „það gengur allt lakar að skilja.“ Aðrar yfirlýsingar, sem greinargerðin flutti, voru þessar: „Að allir aðrir samningsaðilar hefðu full- an skilning á sérstöðu íslands.“ ,,Að viðurkennt væri, að ísland hefði eng- an her og ætlaði ekki að stofna her.“ „Að ekki kæmi til mála, að erlendur her og herstöðvar yrðu á íslandi á friðar- tímum.“ Um síðasta atriðið er óþarft að fjölyrða frekar en gert hefur verið hér að framan. Það verður á engan veg hægt að komast hjá erlendum lier og herstöðvum, eins og allt er í pottinn búið. Jafnvel það, „að ísland hefði engan her og ætlaði ekki að stofna her“, er ekki útilokað að eigi eftir að snúast við. Bæði Sjálfstæðis- flokkurinn og Framsóknarflokkurinn gerðu samþykktir um, að þeir væru andvígir her- skyldu íslenzkra manna. Þessar samþykktir komu flestum á óvart, en þær sýna, að flokk- arnir telja herskyldu hugsanlegan mögu- leika, þó að okkur finnist það fráleitt. En allur er varinn góður, og það er betra að liafa það bak við eyrað, að svo margt undar- legt hefur skeð á íslandi undanfarið, að her- skyldu er ekki ráðlegt að vísa á bug sem fjarstæðu. „Að allir aðrir samningsaðilar hefðu full- an skilning á sérstöðu íslands" er auðvitað aðeins staðhæfing, sem ekki fæst skriflega staðfest frekar en aðrar yfirlýsingar í grein- argerð ráðherranna. Hefði þó átt að vera út- látalaust að fá þann fyrirvara samþykktan, þar sem ísland hefur óumdeilanlega algera sérstöðu í hernaðarbandalagi. Helztu atriðin í greinargerð ráðherranna hafa verið tekin hér til athugunar, ekki af því, að þau skipti neinu máli fyrir okkur og aðild okkar að samningnum, heldur vegna þess, að það er rétt að gera sér þess grein hvað vont mál þarf lélega málsvörn, til þess 34 MELKORKA

x

Melkorka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.