Melkorka - 01.06.1949, Page 39

Melkorka - 01.06.1949, Page 39
Því er haldið fram af formælendum aðild. ar okkar í hernaðarbandalagi, að ísland muni dragast inn í næstu styrjöld þegar á fyrsta degi hennar, og því sé nauðsynlegt að vera viðbúin og fá samning við vestrænar lýðræðisþjóðir um varnir landsins, þó án allra skuldbindinga af íslands hálfu (og væntanlega þá annarra líka, eins og minnzt hefur verið á). Þar að auki sé slíkur samn- ingur nokkurs konar siðferðisvottorð um, að við séum lýðræðisþjóð. Málatilbúnaður þeirra er að mestu innifalinn í greinargerð vesturfaranna og vísast í hana. Þó verður ekki hjá því komizt að spyrja: Hvernig má sameina að liafa lier og vígbúnað til taks á fyrsta degi styrjaldar og „engan her og her- stöðvar á friðartímum“? Einnig hitt, livort framferði okkar sé ekki öruggari sönnun um lýðræðisást okkar en undirskrift á samning — þó að ekki sé minnst á gjaldið, sem koma skal fyrir vottorðið. Aftur á móti álíta andstæðingar banda- lagsþátttöku, að ef til styrjaldar kemur, sé hættan fyrir okkur íslendinga því meiri, sem ísland væri mikilvægara sem herstöð. Mikil- vægi lierstöðvar fer eftir því, hve vel hún er sett landfræðilega, og live vel hún er útbúin til varnar og sóknar, og þar af leiðandi, hve skeinuhætt hún er hinum styrjaldaraðilan- um. Eftir því fer það, hvað hann vill leggja mikla orku í að eyðileggja þessa herstöð. Við höfum yfirlýsingar, bæði innlendar og erlendar, um gildi ísland í stríði, vegna legu landsins. Ef á þessum hagkvæma bletti væri stórfelldur vígbúnaður að auki, má geta nærri hve kappsamlega yrði gengið fram í því að tortíma þessu víghreiðri. Á íslandi býr um helmingur þjóðarinnar á næsta leiti við tvo stóra flugvelli, tilvonandi bækistöðv- ar stærstu sprengjuflugvéla. Heldur þú, les. andi góður, að íslenzkir menn þurfi að vilja eyðingu liálfrar þjóðarinnar, þó að þeir bendi á liættuna, sem augijós er? Hættan fyr- ir þennan fólksfjölda, um 70 þús. íslend- inga, er því meiri, sem óvinir bandalagsins þurfa meira sprengjumagn til eyðingar þess- um herstöðvum hér. Af þessum sökum er talið ákjósanlegra að leyfa engu stórveldi að búast um í landinu með lier sinn. En það er líka til önnur hlið á þessu máli, að ekkert stríð verði á þeim 20 árum, sem sáttmálinn gildir. Það hefur verið sýnt fram á, að hvernig sem málinu er velt fyrir sér, ber allt að sama brunni; við getum átt von á erlendum her og herstöðvum, án þess að fá að gert, vegna þess, að við höfum með sátt- málanum undirgengizt að vígbúast til þess að mæta vopnaðri árás. Hvenær von væri vopnaðrar árásaf höfum við engan mögu- leika til að dæma um. í þeim málum eru stórveldin ein um vitneskju. Löng dvöl fjölda erlendra manna í landinu er bein hætta á útþurrkun íslenzkrar tungu og þjóð- ernis. Við þekkjum hersetu af reynslu og enginn óskar eftir henni aftur. Jafnvel liið fámenna lið á Keflavíkurflugvelli er okkur skapraun að minnast á, livað þá meira. Það er því ekki úr vegi að renna huganum að því, hvernig ástandið yrði hér eftir 15—20 ára hersetu. Andstaðan gegn þátttöku íslands í At- lanzhafsbandalaginu hefur verið mjög liörð. Óttinn við erlend ítök í landinu á sér djúp- ar rætur í hugum íslendinga vegna óslit- innar sögu eymdar og niðurlægingar undir erlendu valdi. Það er því ekki nema eðlilegt, að risið sé til andmæla, þegar erlendum þjóðum er veitt ótakmarkað vald um afdrif lands og þjóðar. Réttlætið er ekki þungt á metunum lijá stórveldunum, þegar hags- munir þeirra eru annars vegar og því liefn- ir sín alltaf að rétta þeim litla fingurinn. Linkindin við Bandaríkjainenn haustið 1946, þegar Keflavíkursamningurinn var gerður, hefur nú leitt til þess að sjálfsfor- ræði um utanríkis- og jafnvel innanríkismál höfum við glatað. Hvernig við fáum unnið það aftur verður mál komandi ára. Við höfum ekkert á móti Bandaríkja- mönnum, nema síður sé — þegar þeir eru í hæfilegri fjarlægð. En þegar þeir sýna okkur jafn augljósa ágengni, eins og þeir hafa gert MELICORKA 37

x

Melkorka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.