Melkorka - 01.06.1949, Blaðsíða 41

Melkorka - 01.06.1949, Blaðsíða 41
Veikara kynið — hæfileikamaður Eftir Malvina Lindsay Formaður: Stelpur, sendinefnd karl- manna bíður eftir að fá áheyrn. Þeir fara fram á að einn maður, að minnsta kosti, fái sæti í Framfaranefndinni. Frú Tildursleg: Eru þeir laglegir? Formaður: Hvað skal segja .. . Þeir eru velnærðir að sjá. Frú Tildursleg: Átti ég ekki á von. Frú Hégómleg: Hvers vegna senda þeir alltaf ýstrumagana? Formaður: Uss-ss Dr. Rökvís: Við erum önnur kafnar í dag. Láttu þá koma aftur seinna. Formaður: Við höfum þrívegis rekið þá til baka áður, og nú hafa þeir beðið í hálfan annan tíma. Eftir á að hyggja, þeir gætu gert bölvaðan hávaða. Fi'ú Tildursleg: Það er bezt fyrir okkur að hlusta á þá og þá er því lokið. Formaður: Gjörið þið svo vel, herrar mínir. Hr. Gljáfægður: Við erum ákaflega þakk- látir fyrir velvild ykkar, frúr mínar . . . Hr. Héri. Já! Já! Formaður: Það er okkur alltaf óblandin ánægja að hitta lierrana. Við teljum okkur heiður að þessum smáheimsóknum. Fáið ykkur sæti. Fer vel um ykkur? Finnst ykkur ekki gott veður í dag? Hr. Uppstökkur: Frúr mínar, það er bezt að komast að efninu. Við álítum að þær 28 milljónir karlmanna, sem eru í þessu landi, eigi að eiga fulltrúa í Framfaranefndinni. Karlmenn vilja taka framförum eins og kon- ur . . . Hr. Gljáfægður: Heyrið mig! Það, sem við auðvitað meinum, er að við karlmenn viljum hjálpa ykkur konum að taka fram- förum. Hr. Héri: Já, einmitt. Það var það, sem við vildum. Bara samvinnu. Formaður: Það var ákaflega vingjarnlegt af ykkur. Ég fyrir mitt leyti, já persónulega er ég mjög hlynt karlmönnum. Það, sem ég er í dag, á ég manninum mínum að þakka. Þið ættuð að kynnast honum. Flr. Uppstökkur: Svo að við snúum okk- ur aftur að efninu . . . Frú Hégómleg: Faðir minn var yndisleg- ur maður . . . Hr. Gljáfægður: Já, einmitt sem feður bjóðum við aðstoð okkar í Framfaranefnd- inni Formaður: Eins og ég sagði áðan, þá virði ég karlmenn. Og við mundum fúslega lrafa þá í nefndinni ef — já, ef þeir hefðu bara hæfileika til þess. Hr. Uppstökkur: Hafa allar nefndarkon- urnar fengið góðan undirbúning? Hr. Gljáfægður: Það sem við vildum sagt hafa Cr að við liöfum nokkra nrjög vel hæfa menn. Hr. Uppstökkur: Já, við erum hér með lista. Dr. Rökvís: Karlmenn vantar undirbún- ing til þessa starfs. Þeir hafa ekki starfað í neinum Framfaranefndum. Hr. Héri: Auðvitað er okkur ljóst að okk- ur vantar reynslu, en . . . Hr. Uppstökkur: En það sama rná segja um margar konur! Dr. Rökvís: Karlmenn liafa enga reynslu í framförum. Lítið á heiminn hvernig hann er í þeiria liöndum. MELKORKA 39

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.