Valsblaðið - 01.05.1991, Síða 15

Valsblaðið - 01.05.1991, Síða 15
íslandsmeistarar 4. flokks kvenna 1991 ásamt Ragnhildi Skúladóttur þjálfara. sjón með starfinu hafði Þorvaldur Mawby. Teiknistofan Arko annaðist teiknivinnu fyrir bygginganefnd Reykja- víkurborgar en Arko var þá í stöðugri vinnu fyrir Byggung. Knattspyrnudeildin seldi þriggja her- bergja íbúð til þess að standa undir grunngreftrinum, sökklinum og veggjun- um en átti fyrir skemmunni í sjóði sínum. Þegar þessu lauk tók aðalstjórn félagsins við af okkur og lauk byggingu íþrótta- hússins á nokkrum árum undir styrkri stjórn Péturs Sveinbjarnarsonar, þáver- andi formanns Vals. Fyrsta skóflustung- an að húsinu var tekin 10. maí 1981 en í september 1985 var hafist handa við að gera húsið fokhelt. Árið 1986 gátu knatt- spyrnumenn æft þar að vetrarlagi, á steynsteyptu gólfinu við flóðlýsingu en húsið var síðan fullklárað og vígt árið 1987.“ Þess má geta, áður en sagt er skilið við byggingarsögu íþróttahússins, að Andr- eas Bergmann, Sigurður Olafsson og Úlf- ar Þórðarson, gáfu fyrstu sendinguna með bolta í nýja íþróttahúsi Vals — „í fang framtíðar Vals“ eins og Pétur Sveinbjarnarson, þáverandi formaður Vals orðaði það. Þann 14. mars 1983 var skíðaskáli skíðadeildar Vals sýndur en hann var endurreistur á árunum 1980-’81. Undir- búningur endurbyggingarinnar hófst á ár- inu 1979 en Sigurður Guðmundsson hafði veg og vanda að endurbyggingunni og á heiður skilinn fyrir framlag sitt. Á árinu 1983 mörkuðu tveir atburðir einkum þáttaskil í sögu Hlíðarenda. Fyrstu opinberu heimaleikir Vals í knatt- spyrnu voru leiknir að Hlíðarenda en væntanlega vilja Valsmenn gleyma vígsluleiknum sem fyrst því Þróttur Reykjavík sigraði Val með fjórum mörk- um gegn einu. Valur var þar með fyrsta reykvíska félagið til þess að leika 1. deild- arleik á eigin félagssvæði. Þess má geta að á níunda áratugnum var Valur fyrsta liðið í Reykjavík til þess að leika alla sína heimaleiki á eigin heimavelli — þ.e.a.s. í fótbolta, handbolta og körfubolta og braut þar með blað íþróttasögu Reykja- víkurborgar. Hinn atburðurinn árið 1983 var sá að lokið var við að reisa þakgrind nýja íþróttahússins. Það sem bar hæst á árinu 1984 var að ráðist var í að endurbyggja félagsheimilið og íbúðarhúsið. Ástand húsanna var orð- ið svo slæmt að það var vart hæft til not- kunar. Aðalstjórn tók þá ákvörðun að endurbyggja húsin þótt skoðanir væru uppi um að rífa þau. Forystu um fram- kvæmd verksins höfðu Bjarni Bjarnason, varaformaður og Hrólfur Jónsson, for- maður badmintondeildar. Sigurður Hall- grímsson og Bjarni Jónsson sáu um teiknivinnu. Sjálfboðaliðarfengust m.a. í málningarvinnu, raflögn og fleira. End- urvígsla félagsheinrilisins fór fram 15. febrúar 1985. Árið 1988 var neðra grassvæðið að Hlíðarenda formlega tekið í notkun. Séra Jón Dalbú Hróbjartsson fór með bæn og ritningarorð. Að því loknu lék meistara- flokkur kvenna í knattspyrnu vígsluleik. Þess má geta að Jón G. Zoega, formaður Vals, tók fyrstu spyrnuna að vígslu lok- inni. Hann spyrnti boltanum til Lolla sem spyrnti áfram til Sigtryggs Jónssonar, for- manns vallarnefndar. Árið 1988 var tréstúka byggð við knatt- spyrnuvöll félagsins. Hún fauk í miklu óveðri, sem geisaði í febrúar 1991, en var endurreist hinum megin vallarins fyrir keppnistímabilið 1991. Árið 1988 var gengið til samninga við Reykjavíkurborg vegna lagningu nýs Bústaðavegar. Félagið lét af hendi u.þ.b. hálfan hektara úr erfðafestu landi sínu undir hinn nýja veg en fékk í staðinn flug- vallarveginn gamla og hefur nú til um- ráða samfellt svæði í vesturátt. Upphaf- legt landrými Vals að Hlíðarenda var 55.000 fermetrar en félagið hefur smám saman fengið meira land til umráða og að loknum samningnum við Reykjavíkur- borg er það 85.500 fermetrar. Vorið 1988 var tekin upp sú nýbreytni að halda íþróttanámskeið fyrir börn und- ir nafninu „Sumarbúðir í borg“. Sumar- búðirnar eru starfræktar í tvo og hálfan mánuð og eftir fjögurra ára starfsemi hef- ur þetta framtak tekist einstaklega vel. Foreldrum gefst tækifæri á að koma með börnin sín eldsnemma að morgni að Hlíð- arenda og fela þau í umsjón íþróttakenn- ara og fóstra — sem sagt koma þeim í A-, B-, og C-lið 6. flokks Vals sem stóðu sig svo vel á Shell-mótinu í Vestmannaeyjum 1991. Þjálfari strákanna er Gunnar Baldursson. 15

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.