Valsblaðið - 01.05.1991, Síða 17

Valsblaðið - 01.05.1991, Síða 17
Texti: Ellen Sigurður Lárus Hólm fyrrum formaður körfu- knattleiksdeildar Vals og varaformaður félagsins Ingvadóttur r í HVER ER VALSMAÐURINN? „SÁ VAL FYRST í GEGNUM STRIGASKÓNA“ Valsmaðurinn að þessu sinni kemur frá Stykkishólmi. Hann er Hólmari sem kom til Reykjavíkur í framhaldsskólanám og til að spila körfubolta. Hann gerði meira en það vegna þess að þegar keppnisferlin- um lauk tóku við viðamikil stjórnunar- störf í körfuboltadeildinni og síðan í aðal- stjórn Vals. Hann var varaformaður fé- lagsins starfsárið 1990 til 1991. Hann heitir Sigurður Lárus Hólm, kallaður Lárus. TILVILJUN AÐ ÉG FÓR í VAL „Ég fæddist árið 1955 í Stykkishólmi," segir Lárus, þegar við höfum komið okk- ur fyrir á fallegu heimili hans og konu hans, Jóhönnu Bárðardóttur, á Lang- holtsveginum. „Ég ólst upp í Hólminum hjá móður minni. ömmu og afa, gekk þar í barna- og gagnfræðaskóla og fékk snemma áhuga á íþróttum. Leiðin lá beint í körfuna. “ Er það vegna hæðarinn- ar? Hann hlær dátt en kannast ekki beint við það. Lárus segir að í Stykkishólmi sé körfu- boltinn mjög vinsæll. Það helgast af því að karfan krefst ekki jafn mikils húsnæðis og aðrar boltaíþróttir. „Þegar ég var að alast upp í Hólminum var ekki óalgengt að strákar færu í körfuna um svipað leyti og þeir byrjuðu í skóla. Þarna hafa verið margir góðir íþróttakennarar og sumir mjög körfuboltasinnaðir." Við spyrjum Lárus hvenær hann hafi byrjað að keppa í körfunni fyrir alvöru. „Það var reyndar ekki fyrr en ég kom í Val. Auðvitað keppti ég áður, en alvaran kom fyrst í spilið þegar ég gekk í Val.“ Lárus segir að innganga hans í Val hafi verið nokkuð háð tilviljunum. „Þegar ég kom til Reykjavíkur, um haustið 1971, til að fara í Menntaskólann í Reykjavík lenti ég í bekk með tveimur Valsmönnum. Annar er Torfi Magnússon körfubolta- maður og hinn er Grímur Sæmundsen sem var í fótboltanum. Þetta eru prýðis- drengir og með okkur tókst fljótlega vin- átta. Eitt leiddi af öðru og áður en ég vissi af var ég farinn að æfa körfu með Val. Auðvitað hafði ég hugsað um önnur félög þegar ég kom til Reykjavíkur en vináttan við Torfa og Grím réði því að ég fór í Val." Lárus rifjar einnig upp að hann bjó nálægt Grími í Norðurmýrinni á skólaár- unum og var því Grímur fyrsti félagi hans í Val utan körfuboltadeildarinnar. „Þeir eru orðnir margir félagarnir síðan en sem fyrstu kynningu af Val er vart hægt að hugsa sér betri drengi en Torfa og Grím. „Ég byrjaði í þriðja flokki,“ segir hann, Lárus Hólm ásamt samstarfsmanni á Verkfræðistofunni Línuhönnun. „en árið 1972 fór ég að spila með meist- araflokki Vals. Þetta voru skemmtileg og lærdómsrík ár. Ég spilaði með meistara- flokknum á menntaskólaárunum og einn- ig á meðan ég var í Háskóla íslands. Nú, ég hætti síðan að spila vorið 1979 vegna 17

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.