Valsblaðið - 01.05.1991, Side 27

Valsblaðið - 01.05.1991, Side 27
A-liðið. Efri frá vinstri: Birgir þjálfari, Egill, Jóhannes, Jóhann, Svanur. Neðri frá vinstri: Árni Viðar, Stefán, Kjartan, Sigurður, Matthías. B-Iiðið. Efri frá vinstri: Guðmar, Ágúst, Hannes, Jóhannes, Jóhann. Neðri frá vinstri: Hlynur, Mikael, Kristinn, Atli, Ólafur. C-liðið. Efri frá vinstri: Sigurður, Smári, Óttar, Eggert, Orri, Benedikt, Sveinn. Neðri frá vinstri: Valgeir, Pálmi, Þórður, Pétur, Bjarni, Jón Þröstur. notalegt að vera lausir úr stressi móts- leikjanna á Akureyri og komnir út af fyrir sig enda léku menn á alls oddi. Þreyttir leikmenn sofnuðu snemma en fararstjórn skemmti sér fram eftir kvöldi við að rifja upp skemmtileg atvik. „GEÐVEIKISLEGA FLOTT“ Þau voru ófá lýsingarorðin sem heyrð- ust í rútunni þegar við ókum í gegnum Ólafsfjarðargöngin. Göngin voru hreint og beint „geðveik“, „sjúkleg“, „trufluð“ og ég veit ekki hvað. Mánudagurinn var tekinn snemma og brunað frá Dalvík tii Ólafsfjarðar. Við lékum tvo leiki við Leiftursmenn áður en við héldum ferð- inni áfram. Breyting varð á fyrirhugaðri áætlun. Siglfirðingar höfðu frétt af ferð okkar og tóku ekki annað í mál en við kæmum við. Að sjálfsögðu þáðum við heimboðið og lékum við KS. Koma okk- ar var vel auglýst og sáum við nafn Vals á plakötum hér og þar í bænum. Eftir að hafa m.a. leikið við skemmtilegan sjötta flokk Siglfirðinga, var okkur boðið upp á veitingar. ÞRUMUR OG ELDINGAR Síðasti viðkomustaðurinn í þessari reisu um Norðurlandið var Sauðárkrók- ur. Þar gistum við aðfaranótt þriðjudags- ins 9.júlí. Við sváfum mismikið um nótt- ina því við urðum vitni að gífurlegum þrumum og eldingum. Daginn eftir voru leiknir síðustu leikirnir í ferðinni gegn Tindastól. Þess má til gamans geta að samtals, á þessari sex daga ferð, lékum við 31 leik. Það var þreyttur en ánægður hðpur sem hélt heirn á leið, margs fróðari um Norðurlandið. Strákarnir höfðu kynnst nýjum stöðum, aukið þekkingu sína á landinu og ekki síst notið saman tæprar viku samvistar. Ég tel mig mæla fyrir munn allra sem tóku þátt í þessari ferð að ég hefði ekki viljað missa af henni. Strák- arnir stóðu sig vel bæði innan vallar sem utan og rná félagið vera stolt af þeim. liirgir Össurarson, þjálfari ÚR GÖMLU VALSBLAÐI Hvað kostar knötturinn? Ef knetti er spyrnt langt út fyrir æf- ingasvæðið svo hann týnist, glatast verðmæti, sem nema frá 300-400 krón- um, og því meira, sem knötturinn er vandaðri. Auk þess tapast mikilsvert leiktæki. Minnist þess að það þarf mörg árstillög til þess að greiða annan knött, í stað þess, sem týndist. Hafið þið gert ykkur það ljóst, að þegar 10 knettir eru í notkun á æfing- um, og það er oft, þá spyrnið þið á milli ykkar hlutum, sem eru á milli 4 og 5 þúsund króna virði? Gætið þess vegna knattanna vand- lega og skilið þeim þegar í hendur um- sjónarmannsins, að notkun lokinni." 27

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.