Valsblaðið - 01.05.1991, Síða 35

Valsblaðið - 01.05.1991, Síða 35
Old-boys lið Vals sem lék til úrslita um íslandsmeistaratitilinn: Aftari röð frá vinstri: Úlfar Hróarsson, Þorsteinn Sigurðsson, Sigurður Þór Jónsson, Dýri Guðmundsson, Guðmundur „Fairclough“, Brynjar Níelsson, Óttar Sveinsson, Haildór Einarsson „manager“. Fremri röð frá vinstri: Kristján Asgeirsson, Sigurður Haraldsson, Hilmir Elísson, Jóhann Donni Jakobsson, Úlfar Másson og Grímur Sæmundsen. Old-boys punktar Árangur Old-boys knattspyrnumanna síðastliðið sumar verður að teljast nokk- uð góður þegar á heildina er litið. Æfing- ar hófust strax í byrjun maí en þótt fáir hafi byrjað á þeim tíma var hugur í mönn- um. Fyrsta mótið, sem leikmenn Old- boys tóku þátt í, var Reykjavíkurmótið og stóðu Valsmenn uppi sem sigurvegar- ar í því. „Pollamót" knattspyrnumanna 30 ára og eldri fór fram á Akureyri í annað sinn og vitanlega mættu Valspollarnir á svæð- ið. Alls mættu 28 lið til leiks og gistu flestir á tjaldsvæðinu í blíðskaparveðri. Að sögn gömlu jálkanna var þessi ferð mjög vel heppnuð í alla staði og eftir- minnileg þeim sem í hana fóru. Valsliðið hafnaði í 7. sæti á Pollamótinu. íslandsmótið hófst í byrjun júlí og um það leyti fjölgaði verulega í hópi Old- boys. Þótt menn létu ekki alltaf sjá sig á æfingum voru þeir yfirleitt klárir í slaginn á leikdegi. Fyrstu leikina á mótinu sigraði Valur með töluverðum markamun og þegar leið á mótið var ljóst að Valur léki til úrslita um íslandsmeistaratitilinn. Leikið var gegn ÍBV og fór leikurinn fram í Vestmannaeyjum. Þrátt fyrir góð tilþrif leikmanna Vals fóru Eyjapeyjarnir með sigur af hólmi, 3:2, og hafnaði Valur því í 2. sæti. Síðla sumars tók liðið þátt í Rafveitu- mótinu á Akranesi en um innanhússmót var að ræða. Til að gera langa sögu stutta sigraði Valur á mótinu og vann þar með sitt annað mót á árinu. Uppistaðan í liði íslandsmeistarar ÍBV ásamt Valsliðinu eftir úrslitaleikinn í Eyjum. Old-boys í sumar voru fyrrverandi leik- menn 1. flokks Vals en vitanlega létu hin „þekktu" andlit sitt ekki eftir liggja þegar þess þurfti með. Úlfar Hróarsson, fyrrum leikmaður meistaraflokks, hélt utan um Old-boys liðið í sumar og sagði að hópurinn hefði verið samstíga og skemmtilegur. Hann bætti því við að leikmenn Old-boys hefðu þegar hafið æfingar innanhúss, klukkan tíu mínútur yfir tíu á fimmtudagskvöldum og sagðist vonast til þess að sem flestir létu sjá sig. ÚR GÖMLU VALSBLAÐI Leiðbeiningar um þátttöku í keppni. 1. Allar erfiðar æfingar hætti 2 dög- um áður en keppnin hefst. 2. Enginn ætti að fá að taka þátt í erfiðri íþróttakeppni, nema að hann hafi æft sig sómasamlega. 3. íþróttamaðurinn má ekki taka þátt í mörgum erfiðum æfingum sama daginn, nema að nægileg hvíld fáist á milli. 4. Ef kalt er í veðri, er nauðsynlegt að halda á sér hita, unz keppnin byrj- ar. Er því ekki vert að fara úr skjólföt- unum fyrr en í síðustu lög, og hreyfa sig eftir þörfum. 5. Hiti og sólskin lama líka íþrótta- manninn. I sterku sólskini er gott að hafa hvítan klút um höfuðið til hlífðar. 35

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.