Valsblaðið - 01.05.1991, Qupperneq 35

Valsblaðið - 01.05.1991, Qupperneq 35
Old-boys lið Vals sem lék til úrslita um íslandsmeistaratitilinn: Aftari röð frá vinstri: Úlfar Hróarsson, Þorsteinn Sigurðsson, Sigurður Þór Jónsson, Dýri Guðmundsson, Guðmundur „Fairclough“, Brynjar Níelsson, Óttar Sveinsson, Haildór Einarsson „manager“. Fremri röð frá vinstri: Kristján Asgeirsson, Sigurður Haraldsson, Hilmir Elísson, Jóhann Donni Jakobsson, Úlfar Másson og Grímur Sæmundsen. Old-boys punktar Árangur Old-boys knattspyrnumanna síðastliðið sumar verður að teljast nokk- uð góður þegar á heildina er litið. Æfing- ar hófust strax í byrjun maí en þótt fáir hafi byrjað á þeim tíma var hugur í mönn- um. Fyrsta mótið, sem leikmenn Old- boys tóku þátt í, var Reykjavíkurmótið og stóðu Valsmenn uppi sem sigurvegar- ar í því. „Pollamót" knattspyrnumanna 30 ára og eldri fór fram á Akureyri í annað sinn og vitanlega mættu Valspollarnir á svæð- ið. Alls mættu 28 lið til leiks og gistu flestir á tjaldsvæðinu í blíðskaparveðri. Að sögn gömlu jálkanna var þessi ferð mjög vel heppnuð í alla staði og eftir- minnileg þeim sem í hana fóru. Valsliðið hafnaði í 7. sæti á Pollamótinu. íslandsmótið hófst í byrjun júlí og um það leyti fjölgaði verulega í hópi Old- boys. Þótt menn létu ekki alltaf sjá sig á æfingum voru þeir yfirleitt klárir í slaginn á leikdegi. Fyrstu leikina á mótinu sigraði Valur með töluverðum markamun og þegar leið á mótið var ljóst að Valur léki til úrslita um íslandsmeistaratitilinn. Leikið var gegn ÍBV og fór leikurinn fram í Vestmannaeyjum. Þrátt fyrir góð tilþrif leikmanna Vals fóru Eyjapeyjarnir með sigur af hólmi, 3:2, og hafnaði Valur því í 2. sæti. Síðla sumars tók liðið þátt í Rafveitu- mótinu á Akranesi en um innanhússmót var að ræða. Til að gera langa sögu stutta sigraði Valur á mótinu og vann þar með sitt annað mót á árinu. Uppistaðan í liði íslandsmeistarar ÍBV ásamt Valsliðinu eftir úrslitaleikinn í Eyjum. Old-boys í sumar voru fyrrverandi leik- menn 1. flokks Vals en vitanlega létu hin „þekktu" andlit sitt ekki eftir liggja þegar þess þurfti með. Úlfar Hróarsson, fyrrum leikmaður meistaraflokks, hélt utan um Old-boys liðið í sumar og sagði að hópurinn hefði verið samstíga og skemmtilegur. Hann bætti því við að leikmenn Old-boys hefðu þegar hafið æfingar innanhúss, klukkan tíu mínútur yfir tíu á fimmtudagskvöldum og sagðist vonast til þess að sem flestir létu sjá sig. ÚR GÖMLU VALSBLAÐI Leiðbeiningar um þátttöku í keppni. 1. Allar erfiðar æfingar hætti 2 dög- um áður en keppnin hefst. 2. Enginn ætti að fá að taka þátt í erfiðri íþróttakeppni, nema að hann hafi æft sig sómasamlega. 3. íþróttamaðurinn má ekki taka þátt í mörgum erfiðum æfingum sama daginn, nema að nægileg hvíld fáist á milli. 4. Ef kalt er í veðri, er nauðsynlegt að halda á sér hita, unz keppnin byrj- ar. Er því ekki vert að fara úr skjólföt- unum fyrr en í síðustu lög, og hreyfa sig eftir þörfum. 5. Hiti og sólskin lama líka íþrótta- manninn. I sterku sólskini er gott að hafa hvítan klút um höfuðið til hlífðar. 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.