Valsblaðið - 01.05.1991, Síða 37

Valsblaðið - 01.05.1991, Síða 37
íris Andrésdóttir, fyrirliði 4. flokks og leikmaður ársins í þeim flokki, er ein efni- legasta knattspyrnustúlka Vals. Anna Björg Björnsdóttir, 5. flokki A-liðs, var kjörin besti leikmaður Gull- og silfur- mótsins. Hún sigraði líka í því að halda bolta á lofti — gerði það alls 506 sinnum. „Three amigos“ — Sigurreifir leikmenn 6. flokks eftir frægðarför til Vestmanna- eyja. Framtíðarleikmenn Vals — stórgóður 3. flokkur 1991. þarna eigum við mjög sterka árganga sem eiga væntanlega eftir að skila sér upp í meistaraflokk áður en langt um líður. Þjálfari var Gunnar Baldursson. Þeir yngstu, í 7. flokki, skemmtu sér konunglega í sumar. Þar var leikgleðin í fyrirrúmi og litlu andlitin geisla bara við það að fá að vera með. Helgi Loftsson, sá gamli Valsrefur, þjálfaði 7. flokk í sumar. Mjög öflugt starf er í kvennaknatt- spyrnunni í Val og erum við Valsmenn stoltir af fríðum hópi Valsmeyja. Meist- araflokkur kvenna náði hvorki meistara- titli né bikarmeistaratitli í ár og er það í fyrsta skipti í langan tíma sem það gerist. Stelpurnar voru þó hársbreidd frá því að krækja í annan bikarinn. Þjálfari þeirra Sigurbergur Sigsteinsson. 2. flokkur kvenna fór í mjög góða ferð til Svíþjóðar í sumar og stóð sig vel. Því miður náðist ekki eins góður árangur á mótum hér heima og vonir stóðu til en úr því verður bætt næsta sumar. Þjálfari var Valsmaðurinn Ingvar Guðmundsson. 3. flokkur kvenna stóð sig allvel í sum- ar. Allar stelpurnar sýndu miklar fram- farir og búast Valsmenn við miklu af þeim í framtíðinni. Þjálfari var Gunnhild- ur Gunnarsdóttir. Síðastliðinn vetur tók stjórn knatt- spyrnudeildar þá ákvörðun að stofna 5. flokk kvenna. Mikill áhugi virðist vera hjá þessum ungu stúlkum enda sigraði bæði 4. og 5. flokkur á hraðmótum sem haldin voru fyrir þessa flokka. Þjálfari var Ragnhildur Skúladóttir. Það er ljóst að mikið og gott uppbygg- ingarstarf er unnið hjá yngri flokkum fé- lagsins undir öruggri forsjá unglingaráðs sem hefur unnið gríðarlega gott starf fyrir félagið. Við Valsmenn lítum björtum augum til framtíðarinnar. Guðmundur Kjartansson Blömastofa Friöfmns Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld tll kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. 37

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.