Valsblaðið - 01.05.1991, Page 39
UR VALSBLAÐINU 1985
- FÓR NÆRRI BERRASSAÐUR ÚT í GÓÐA VEÐRIÐ
Úr viðtali við Berg Guðnason
Fór nærri berrassaður út í góða veðrið
Á þessum tíma var orðið erfitt að vera í
báðum íþróttagreinunum því knatt-
spyrnumennirnir voru farnir að undirbúa
sig með vetraræfingum fyrir kejDpnistíma-
bilið. Karl Guðmundsson og Oli B. Jóns-
son komu sem þjálfarar og datt þeim í hug
að skynsamlegt væri að undirbúa liðið
fyrir sumarið. Fyrir bragðið kom ég seint
inn í þetta og náði ekki að festa mig í
liðinu fyrr en langt var liðið á mót. Þá var
komin upp sú staða að ég varð að velja á
milli handboltans og fótboltans. Pað
verður að viðurkennast að ég hafði miklu
meira gaman af fótboltanum og því ákvað
ég 1964 að láta mig hafa það að taka einu
sinni þátt í undirbúningnum fyrir fótbolt-
ann. Sumarið ’64 er því eina tímabilið
sem ég lék að staðaldri í meistaraflokki.
Ég lék alla leiki sumarsins í deildinni — 10
að tölu og skoraði 6 mörk. Hermann
Gunnarsson skoraði þá 8 mörk. Síðan
gerðist það 1965 þegar ég ætlaði að taka
þetta með trompi að ég fór nærri berrass-
aður út í góða veðrið í mars og tognaði
svona hrikalega í nára — sem er orðið
margfrægt. Ég segi ekki að ég sé fyrsti
náramaðurinn en meiðslin voru það slæm
að ég gafst upp á miðju sumri eftir að hafa
verið að rembast við að æfa. Læknar
sögðu mér einfaldlega að hætta. Ég snéri
mér því alfarið að handboltanum því
þetta háði mér ekki í honum. Ferillinn
var því styttri en ella. Þetta var þó orðið
þannig að ég gat ekki stundað hvoru-
tveggja því ég var í háskólanum og kom-
inn með fjölskyldu. Ég gifti mig 1964 og
eignaðist fyrsta soninn 1965. Toppurinn á
mínum ferli í fótboltanum var að ég náði
að komast í pressuliðið. Gamlir félagar
mínir myndu reyndar segja að pressuleik-
ir hafi verið mín sérgrein í gegnum árin.
Ég spilaði sennilega 300 pressuleiki og þá
flesta í handboltanum.
Bergi Guðnasyni er margt til Iista lagt.
Hér er hann í spjótkasti.
// œ r r
e x t i r
s k a t t a f s l á t t u
r é t t i n d i
. /á%c JL,
Með reglulegum sparnaði, 'hsestu vöxtum, W /•
skattafslætti og lánsrétti leggurðu Grunn
sem er sniðinn að þínum þörfum.
évtvJTltl'ljy Grunnur er húsnæðisreikningur
XTi lWlHlll Landsbankans. Hann er bundinn í
3 - 10 ár og nýtur ávallt bestu ávöxtunarkjara sem
bankinn býöur á almennum innlánsreikningum sínum.
Leggja þarf inn á Grunn reglulega og hámarksinnlegg
á ári er nú rúm 360.000,- eöa 90.000,- ársfjóröungs-
lega. Þannig gefur til dæmis 360.000 króna innlegg
90.000 krónur í skattafslátt. Grunni fylgir sjálfkrafa
lánsréttur vegna húsnæðis að sparnaðartímanum
loknum.Hámarkslán er nú 1,8 milljónir króna.
Grunnur er þannig bæði góð sparnaðarleib fyrir þá
sem hyggja á húsnæðiskaup eða byggingu og
kjörinn lífeyrissjóður jv LandSbankÍ
fyrir sparifjáreigendur. m l jg|ancjs
Banki allra landsmanna
39