Valsblaðið - 01.05.1991, Qupperneq 42

Valsblaðið - 01.05.1991, Qupperneq 42
Úrvalsdeildarlið Vals í körfuboita 1991-1992. Aftari röð frá vinstri: Sveinn Zoega, Matthías Matthíasson, Símon Ólafsson, Magnús Matthíasson, Arnar Guðmundsson, Svali Björgvinsson, Vladimir Obokov, fyrrum þjálfari. Fremri röð frá vinstri: Tómas Holton, þjálfari, Ragnar Jónsson, Skúli Skúlason, Frank Booker, Ari Gunnarsson, Guðni Hafsteinsson. menn sem sýna störfum sínum mikinn áhuga og ég held að það sé engin spurning að það skilar sér í betra uppbyggingar- starfi.“ — Eru fleiri í yngri flokkunum núna, heldur en voru þegar þú varst þar? „Nei, ég er ekki viss um það. Þegar ég var í yngri flokkunum var körfuboltinn í mikilli uppsveiflu og naut hylli, m.a. sök- um þess að þá voru útlendingar farnir að leika með úrvalsdeildarliðunum. Það kann þó að vera að iðkendafjöldinn sé eitthvað að aukast, en ég er ekki maður til að segja til um það vegna þess að ég hef lítið fylgst með þessu sökum dvalar minn- ar í Bandaríkjunum. Ég held þó að körfuboltinn hérna sé í uppsveiflu. Deildarkeppnin er orðin ntun betri en hún hefur verið og fólk er farið að hafa gaman af því að fara og sjá góða körfuboltaleiki. Einnig held ég að aukinn áhugi sjónvarpsstöðvanna á körfubolta skili sér í því að áhorfendur mæta á áhorf- endapallana og t.d. eru margir sem fylg- ast með sýningum Stöðvar 2 á NBA- körfuboltanum." — Hvað má fara betur í þjálfun yngri flokkanna? ___ „Að mínu mati mætti leggja meiri áherslu á varnarleik, í þjálfun yngri flokk- anna. Ég held að munurinn á íslenskum körfubolta og þeim, sem ég sá í Banda- ríkjunum, sé fyrst og fremst sá að varnar- leikurinn hér á landi er mun slakari. Hér á landi eru leikmenn sem eru ágætar skyttur en góðir varnarleikmenn eru aft- ur á móti vandfundnir." — Er íslenskur körfubolti á réttri leið? „Já, ég held að svo sé. Við eigum marga góða leikmenn um þessar mundir og ég fæ ekki betur séð en að margir efnilegir leikmenn séu að koma inn í bolt- ann. Ég held að þjálfunin sé einnig sífellt að færast í betra form og því held ég að segja megi að körfuboltinn sé á réttri leið." — Heldurðu að það myndi auka vegs- emd íslenska körfuknattleiksins hér á landi, ef tveir erlendir leikmenn mættu leika með sama liðinu? „Ég er ekki viss um það. Þegar tveir erlendir leikmenn eru farnir að leika með liði, kann það að taka eitthvað frá ís- lensku leikmönnunum. Annars er erfitt að segja nákvæmlega til um það fyrr en rnaður hefur séð þetta að eigin raun.“ — Höfum við verið heppnir með val á útlendingum? „Ég held að þeir hafi verið jafn mis- jafnir og þeir hafa verið margir. Sumir þeirra hafa verið mjög góðir og aðrir hafa alls ekki staðið undir væntingum. Það er svo mikið happdrætti þegar lið eru að fá til sín erlenda leikmenn, þar sem farið er eftir umsögnum um leikmennina og menn geta ekki metið þá með eigin aug- um. Þó svo að flestir þessara manna séu mjög færir einstaklingar, er ekki þar með sagt að þeir falli inn í liðsheildir — það sem körfuboltinn gengur mest út á. Ef ég ætti að nefna einhverja sem mér finnst hafa staðið sig myndi ég benda á Rondey Robertson, sém lék með Njarð- víkingum í fyrra, en þar er frábær leik- maður á ferð. Einnig finnst mér Frank Booker, sem lék með ÍR í fyrra og nú með okkur, góður leikmaður. Hanh hef- ur enda vakið gríðarlega athygli fyrir ótrúlega góða hittni — miklu betri en við eigum að venjast." — Nú varstu valinn besti leikmaður úrvalsdeildarinnar í fyrra. Kom það þér á óvart? „Já, ég get ekki sagt að ég hafi búist við því að vera valinn besti leikmaðurinn. Ég gerði mér vissar vonir um það að verða valinn besti nýliðinn, en þessi viðurkenn- ing, sem ég fékk, finnst mér ómetanleg. Það er góð tilfinning að sjá þá uppskeru eftir erfiðan vetur að vera valinn besti leikmaður úrvalsdeildarinnar, af leik- mönnum úrvalsdeildarinnar. Ég reiknaði frekar með því að sá sem hlyti nafnbótina kæmi frá einhverju þeirra liða sem unnu til titla á síðasta ári og voru með betri útkomu úr leikjum vetrarins en við Vals- menn." Magnús er ekki laus við meiðsli, þótt þau hái honum lítið í leik hans. „Ég leik með spelkur á báðum ökklunum og finn það að annar ökklinn er laus í sér. Ég hef vanist að spila með spelkurnar og þær há mér ekki svo að teljandi sé.“ — Hvað er til ráða til að auka aðsókn áhorfenda að Hlíðarenda á körfubolt- ann? „Við þurfum einfaldlega að standa okkur betur. Valsmenn hafa úr góðum liðum að velja í fótboltanum og handbolt- anum og það er staðreynd að Valsmenn eru kröfuharðir. Ég er nokkuð viss um það að þegar við förum að vinna fleiri leiki og standa okkur betur fara fleiri að styðja við bakið á okkur hér á Hlíðar- 42
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.