Valsblaðið - 01.05.1991, Síða 47
Gothia Cup fararnir! Aftasta röð f.v.: Ingvar þ.jálfari, Signý, Katrín, Elísabet, María, Bergljót, Sigfríður, Gunnhildur, Jóna, Guðjón
Birgir, liðsstjórarnir Þóra og Erla og Brynja fararstjóri. Miðröð f.v.: Lovísa, Dóra, Guðrún, Helga Ósk, Guðbjörg, Svala, Berglind og
Ella. Fremsta röð f.v.: Erla, Anna Sigga, Kolbrún, íris fyrirliði, Birna, Helga Rut, Anna Rún og ÚHa.
okkur í morgunmatinn. Seinna um dag-
inn kepptum við við norsku stelpurnar og
fór sá leikur með markalausu jafntefli.
Um kvöldið var diskótek og létum við
okkur ekki vanta á staðinn og dönsuðum
okkur máttlausar. En því miður þurftum
við að vera komnar upp í skóla fyrir
kl.21:00 að íslenskum tíma, annars yrði
okkur ekki hleypt inn og var vörður fyrir
utan til þess að sjá um að farið væri eftir
því. (Við náðum allar inn í tæka tíð, svo
enginn þurfti að sofa úti).
17. júlí.
Eins og vanalega vöknuðum við
snemma og núna til þess að kveðja Ingvar
þjálfara sem því miður þurfti að fara heim
til íslands vegna vinnu sinnar. Svo var
farið í bæinn og peningunum eytt í hitt og
þetta. Við héldum svo í glaða sólskini á
leikvöllinn þar sem við áttum að keppa
við amerískar stelpur og unnum þær 2-0,
og við þennan sigur tókum við gleði okk-
ar aftur. Um kvöldið fóru sumar í tívolíið
eða á diskótekið en aðrar fóru í fótbolta
eða í bæinn með Israelunum. En auðvit-
að leið tíminn of fljótt og klukkan virtist
alltaf vera orðin háttatími!
Slakað á fyrir „slaginn“. Kolbrún, Guðjón Birgir og Ingvar þjálfari.
47