Valsblaðið - 01.05.1991, Side 55

Valsblaðið - 01.05.1991, Side 55
Bjarki Sigurðsson — besti leik- Stefán Þ. Hannesson — efnileg- maður 6. flokks 1991. astur í 6. flokki 1991. Grétar Þorsteinsson fékk viður- kenningu fyrir bestu ástundun í 6. flokki 1991. Bræðurnir Bjarki og Dagur Sigurðssynir — verðlaunahaf- ar og framtíðarleikmenn. Jón Gunnar Zoéga, formaður Vals og Jóhannes Bergsteinsson nýkjörinn heiðursfé- lagi Vals. JÓHANNES BERGSTEINSSON OG JÓN EIRÍKSSON NÝ KJÖRNIR HEIÐURSFÉLAG- ARí VAL Fyrr á árinu var Jóhannes Berg- steinsson, leikmaður í fyrsta Islands- meistaraliði Vals og einn af þeim sem stóðu fyrir kaupunum á Hlíðarenda. gerður að heiðursfélaga í Val. Jóhann- es varð sjö sinnum Islandsmeistari á tólf ára ferli sínum með meistaraflokki og í viðtali, sem birtist við Jóhannes í Valsblaðinu í fyrra, kom fram að hann starfaði mikið að félagsmálum í Val eftir að knattspyrnuferli hans iauk. Hann var einn þeirra sem stóðu fyrir kaupunum á Hlíðarenda og tók þátt í uppbyggingu félagsins á allan hátt. Hann var einnig í fyrstu landsliðsnefnd íslands og tók þátt í vali á fyrsta lands- liðinu. „Eg fór út í félagsstörfin vegna þess að félagið þurfti á mér að halda. Ég var ólatur eins og margir á þessum árum. Félagsskapurinn var góður að Hlíðarenda. Ég var á Hlíðarenda fram undir 1960 en varð þá að láta staðar numið. Þá fór ég að byggja og hafði ekki meiri tíma aflögu." í viðtalinu var Jóhannes inntur eftir því hvort hann bæri mikinn hlýhug til Hlíðarenda sökum þess að hann hefði átt svona mikin þátt í uppbyggingu svæðisins? „Vitaskuld geri ég það. Eitt sinn vildi ég kaupa land í Laugardalnum og stofna útibú Vals. Þetta svæði er völl- urinn fyrir neðan Langholtsskóla. Gatan heitir Sunnubraut og liggur fyrir neðan Laugarásveginn. Þar hefðu yngri iðkendur Vals getað verið og fé- lagið orðið mun öflugra fyrir bragðið. Ég vildi ná í unga stráka úr Kleppsholt- inu. Því miður náði þessi tillaga ekki fram að ganga.“ Valsmenn þakka Jóhannesi Berg- steinssyni ötult og óeigingjarnt starf í gegnum tíðina og er hann vel að þeirri sæmd kominn að vera orðinn heiðurs- félagi í Val. Jón Einksson var sömuleiðis í fyrsta íslandsmeistaraliði Vals í knattspyrnu en hann er Valsmaður ársins í þessu Valsblaði og í viðtali. 55

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.