Valsblaðið - 01.05.1991, Page 58

Valsblaðið - 01.05.1991, Page 58
Stoltur faðir op afi með Sigga Jóns., syni sínum, og þremiir sonarsonum. Þeir eru Jón Freyr 19 ára, Astvaldur og Valtýr — sá yngsti. fylgist með Val og vona að liðinu gangi sem best. Ég hef verið í fulltrúaráði Vals allt frá því það var stofnað — það þarf nefnilega meira heidur en orðin tóm að slíta sig frá félaginu og þú sérð það að mér hefur ekki tekist það enn! Þarna hitti ég yngri og eldri félaga. Þetta gefur mér enn mikið og heldur mér í stöðugu sambandi við félagið.“ — En af hverju varð knattspýrna fyrir valinu hjá þér en ekki einhver önnur íþróttagrein? „Ætli það hafi ekki verið af þeirri ein- földu ástæðu að ég hafði mun meiri áhuga fyrir sparkinu, heldur en því sem tengdist öðrum íþróttagreinum. Ég var svo að segja einungis í knatt- spyrnunni ef frá er talin leikfimi, sem ég stundaði um hríð hjá Armanni." TOPPURINN ÞEGAR VIÐ URÐUM ÍSLANDSMEISTARAR — Hver var toppurinn á knattspyrnu- ferlinum? „Toppurinn hjá okkur var þegar við urðum Islandsmeistarar, árið 1930, þegar Valur varð íslandsmeistari í fyrsta skipti. Ég lék hægri útherjastöðu í Islandsmeist- araliðinu. Ætli megi ekki líkja því við hægri kantmann nú til dags.“ — Hvernig tilfinning er það að verða íslandsmeistari? „Það var náttúrlega mikil gleði að ná þessum árangri, sem stefnt hafði verið að ljóst og leynt. Það má segja að gangan í átt til Islandsmeistaratitilsins hafi byrjað í öðrum flokki en margir þeirra sem voru í þeim flokki með mér skipuðu síðan 1. flokkinn sem varð íslandsmeistari." KOM EKKI TIL ÞINGVALLA FYRR EN UM TVÍTUGT — Hvernig var með utanferðir íþróttaliða á þessum árum? „Það var nú ekki mikið um ferðir út fyrir landsteinana í þá tíð. í fyrstu utan- landsferð mína fór ég árið 1929, þegar ég fór með úrvalsliði Reykjavíkur til Fær- eyja. Ég fór síðan aftur árið 1931, þegar Valsmenn fóru til Danmerkur þar sem urðum að kosta ferðirnar að öllu leyti sjálfir. Við leituðum ýmissa leiða til fjár- öflunar. Meðal annars gaf séra Friðrik Friðriksson okkur útgáfurétt bókarinnar „Keppinautar" sem kom út árið sem við fórum til Danmerkur. Við fengum prýði- legar sölutekjur fyrir bókina og hjálpaði það okkur rnikið. A þessum tíma gerði maður það nú ekki víðreist og sem dæmi þess má nefna að ég kom ekki á Þingvelli fyrr en ég var í kringum tvítugt." Danmerkurfari Vals árið 1931. „Á þessuni tíma gerði niaður það nú ekki víðreist og sem dæmi þess má nefna að ég kom ekki á Þingvelli fyrr en ég var í kringum tvít- ugt.“ Búningsaðstaðan var ekki upp á marga fiska á þessum árum. Hér sjást vaskir sveinar hafa fataskipti í búningsklefa náttúrunnar. við öttum kappi við fjögur dönsk lið inn- an vébanda K.F.U.M. í Danmörku. Ég var formaður Vals á þessum tíma en ég vil samt ekki þakka mér einum það að við fórum utan. Þar lögðust allir á eitt enda hefði ekkert annað dugað." — Var ekki mikið þrekvirki að legga í utanlandsferð með íþróttalið á þessum árum? „Það var erfitt að mörgu leyti því við SAKNA GÓÐRA TÍMA OG GÓÐRAFÉLAGA — Nú eruð þið einungis tveir eftir úr liðinu sem varð Islandsmeistari árið 1930, Jóhannes Bergsteinsson og þú. Saknarðu þessara fyrrum keppnisfélaga þinna? „Það er nú eðlilegur gangur lífsins að menn falli frá, þegar þeir komast á efri ár. Auðvitað saknar maður þessa tíma. Við 58

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.