Valsblaðið - 01.05.1991, Side 61

Valsblaðið - 01.05.1991, Side 61
„Það er nú eðlilegur gangur lífsins að menn falli frá þegar þeir komast á efri árin,“ segir Jón Eiríksson heiðursfélagi í Val. „Þróunin hefur alltaf verið fram á við. Það er nú yfirleitt tröppugangur í öllum sköpuðum hlutum. Stundum sækist ferð- in hratt en stundum hægt. Ég tel þó að Valur hafi alltaf verið á uppleið og hefur staðið framarlega í mörgum íþróttagrein- um. Ég held að Valur verði að teljast með einu af meiriháttar íþróttafélögum lands- ins.“ — Áttirðu ekki son í Val og nú barna- börn? „Jú mikið rétt. Sonur minn, Siggi, lék með meistaraflokki Vals í knattspyrn- unni á árunum 1965-’75, en hann leikur nú með Old-Boys. Hann á þrjá syni sem hafa verið meira og minna í fótbolta og handbolta í Val. Það virðist því erfast að einhverju leyti að fara í Val. Ég fylgist reglulega með því hvernig strákunum gengur og samgleðst þeim innilega þegar þeir koma til mín með verðlaunapeninga eftir árangursríka keppni. — Minnisstæðast? Það er nú svo margt sem maður hefur upplifað minnistætt í gegnum tíðina í Val. íslandsmeistaratitillinn var náttúrlega ógleymanlegur og einnig hafði ég mjög gaman af utanlandsferðinni til Danmerk- ur. Annars er ég alltaf að upplifa eitthvað minnisstætt með Val — nú síðast bikar- meistaratitlinn sem liðið vann síðastliðið sumar. BRÆÐURNIR JÓN OG ÓLAFUR SIGURÐSSYNIR MINNISSTÆÐIR Það er mér minnisstætt hvað liðið var einstaklega vel samstillt og einnig eru eft- irminnilegir margir Valsmenn sem ég hef átt samskipti við, þá sérstaklega þeir bræður Jón og Ólafur Sigurðssynir. Þetta voru öndvegis menn sem unnu gríðarlega vel fyrir félagið. Þeim er öðrum fremur, að þakka að Valur er orðið að stórveldi í íslenskum íþróttaheimi. Til dæmis var Ólafur frumkvöðull þess að Hlíðarendi var keyptur og það segir sig sjálft að það þarf stórhuga menn til að ráðast í annað eins þrekvirki.'1 — Eru sáttur við stjórnir Vals? „Ég er nokkuð sáttur við þær stjórnir sem starfað hafa í gegnum tíðina og þar með talin núverandi stjórn félagsins. Þetta er orðið allt svo umfangsmikið núna og er eiginlega orðið „business“ að reka íþróttafélag ef vel á að vera. Flest félögin eru til dæmis komin með fram- kvæmdastjóra sem sjá um daglegan rekst- ur félaganna, þó svo að stjórnir þeirra eigi alltaf síðasta orðið. íþróttahugsjónin er þó alltaf númer eitt og er það vel.“ — Fylgist þú með íþróttafólki Vals í kappleikjum? „Ég geri það nú yfirleitt. Ég fer á flesta Valsleiki sem ég kemst á og einnig fer ég að sjá aðra meiriháttar leiki sem fara fram hér, svo sem úrslitaleiki í bikarkeppnum og landsleiki.“ — Er einhver draumur sem þú gekkst með í maganum á þínum yngri árum fyrir hönd félagsins, sem þú hefur séð rætast? „Nei, ég átti mér engan sérstakan draum á þessum árum annan en þann að maður vonaði alltaf að Valur væri á toppnum og stæði sig sem best í þeim leikjum sem liðið lék í.“ MINN DRAUMUR ER AÐ VAL GANGI VEL — Áttu þér einhvern draum fyrir hönd Vals? „Minn draumur fyrir hönd félagsins er að því eigi eftir að ganga sem best um ókomna framtíð áíþróttavöllunum. Þetta er félag sem mér þykir vænt um og mér myndi til dæmis svíða það mjög í augum sæi ég liðið falla milli deilda,“ segir Jón með bros á vör. Staða Valsmanna í fyrstu deildinni íknattspyrnu olli mörgum Vals- mönnum vonbrigðum síðastliðið sumar. „Það er töluverður munur að vera í fyrstu deildinni og annarri. Það er einmitt eitt þeirra atriða sem gerir lið að stór- klúbbum og sker þá frá þeim liðum sem minni eru að þau halda oftast sætum sín- um í fyrstu deildinni. Þegar ég kveð Jón sé ég hann fyrir mér í anda á knattspyrnuvellinum á fyrri helmingi aldarinnar. Þar hefur verið á ferðinni mikill maður — útherji sem hef- ur verið áræðinn á knattspyrnuvellinum — útherji sem síðar varð að framherja í stjórnarliði Vals og hefur ávallt borið hag félagsins fyrir brjósti. Hér fer maður sem unnir sínu félagi og vill því vel, maður sem hefur skilað ómetanlegu starfi fyrir félagið innan vallar sem utan. Það eru einmitt svona menn sem segja stoltir með blik í augum: „Ég er Valsmaður.“. 61

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.