Valsblaðið - 01.05.1992, Page 8

Valsblaðið - 01.05.1992, Page 8
Bjarni Bjarnason við fjósið og félagsheimilið í bakgrunn, en húsin voru gerð upp í stjórnartíð hans. HVER ER VALSMAÐURINN „STENDIPAKKAR- SKULD VBÐ VAL” Bjarni Bjarnason fyrrum varaformaður Vals og stjómarmaður í körfu- og knattspymudeildum Texti: Antony Karl Gregory Bjami Bjamason er nafn sem margir Valsmenn kannast við enda hefur hann verið viðloðandi félagið í langan tíma. Fyrir utan það að hafa spilað knattspymu með Val upp alla yngri flokkana þá hefur hann setið í stjórn knattspyrnu- og körfuboltadeildunum ásamt því að hafa setið í aðalstjóm félagsins. Valsblaðið varði einni kvöldstund með Bjama ekki alls fyrir löngu og spjallaði m.a. við hann um barnæskuna, stjórnarsetu hans og framtíð félagsins. Það var greinilegt að Bjarni hafði mjög gaman af að rifja upp atburði fortíðarinnar þar sem hann ljómaði allur við frásögnina. „Ég er fæddur 1948 á Snorrabrautinni en fly st síðan 5 ára gamall á Miklubrautina og bý þar alveg þar til ég yfirgef föðurhúsin og giftist Emilíu Ólafsdóttur 1972. Það má því segja að ég hafi verið hinn dæmigerði Hlíðarbúi.” Greinilegt er að Bjami talar með stolti um að hafa verið Hlíðarbúi, hvemig ætli hafi verið að alast upp í Hlíðunum á þessum tíma? „Það var hreint út sagt stórkostlegt að vera bam í Hlíðunum á þessum árum. Það voru margir krakkar í hverfinu og mörg svæði þar sem við gátum leikið okkur daginn út og inn óáreitt. Við vorum hreinlega alltaf úti að leika okkur í alls kyns leikjum. Á haustin og vetuma vom það eltingar- og skylmingarleikir sem áttu hug okkar allra en á sumrin komst ekki mikið annað að en knattspyrna því knattspyman var manns líf og yndi á þessum tíma. Til marks um hvað fót- boltinn átti stóran hlut í mér má geta þess að þegar það átti að senda mig í sveit, eins og eldri bræður mína, þá gat ég ekki hugsað mér að fara vegna þess að ég var byrjaður að æfa fótbolta og vildi ekki missa af kappleikjum sumarsins. Það var því ekki um annað að ræða en að setjá upp skeifu og fella nokkur tár og það nægði til þess að ég fékk að vera í bænum! En eftir að ég varð fullorðinn hefur mér ekki

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.