Valsblaðið - 01.05.1992, Qupperneq 31

Valsblaðið - 01.05.1992, Qupperneq 31
IÞROTTIR OG ÁFENGISNAUTN Ur gömluVals- blaði 1940 Iþróttahreyfingin og bindindishreyfingin - þessar voldugu menningarhreyfingar nútímans, eru tvær greinar á sama stofni. Stefna beggja og höfuðtakmark er að auka heilbrigði, þrek og þroska þjóðanna, að vfkja frá þeim því, er dregur úr krafti þeirra til að lifa sönnu menningarlífi. Einn versti Þrándur í Götu allrar menn- ingarviðleitni eráfengisnautnin. Húneyði- leggur verðmætar gáfur og krafta, breytir hinum geðprúðustu mönnum í glannalega öskrandi ofstopa og gerir hina þróttmestu menn að skríðandi læpum og lyddum. Áfengið er hin mikla andstæða íþróttanna og hættulegasti fjandi íþróttamannanna. Áður fyrrr var það álitið, að áfengið gæti verið kraftaukandi og nauðsynlegt „inn- legg“ til snöggra átaka. Á þeim forsendum var það byggt, að fylla veðreiðatruntur undir lokasprettinn, á sömu forsendum voru íþróttamenn áður fyrr hvattir til að fá sér „snaps” áður en til úrslitaátaka kæmi í harðri keppni. En nú er öld snúin í þessum efnum. Nú er það samdóma álit allra hugsandi manna og heilsufræðinga um heim allan, að áfengi og íþróttir geti aldrei undir neinum kringumstæðum átt nokkra samleið, og að hver sá maður, sem vill ná nokkrum árangri í íþróttagrein sinni, verður að láta áfengið eiga sig. íþróttaþjálfunogkeppnikrefstekki aðeins kraftanna, sem vöðvarnir framleiða, heldur og ljósrar hugsunar og öruggrar dóm- greindar. Þetta á við íknattspyrnu, tennis, hockey, skíða- og skautahlaupum o.s.frv. Hinn minnsti skammtur áfengis dregur úr ljósri hugsun, ruglar dómgreindina og torveldar íþróttamanninum að ná hinum besta mögulega árangri, hvort sem er í keppni eða þjálfun. Ungur og efnilegur íþróttamaður hafði þjálfað sig vel og dyggilega til þátttöku í stóru íþróttamóti. Möguleikar hans til að ná góðum árangri voru miklir, svo miklir, að aðrir þátttakendur voru vissir um að hann myndi hljóta 1. verðlaun. En hann hlaut ekki 1. verðlaun, heldur 3. Hvers vegna? Vegna þess, sögðu félagar hans, að kvöldinu fyrir mótið hafði hann verið við skál, þ.e. margra vikna þjálf- unartími eyðilagður á einni kvöld- stund. Þetta er því miður ekki einsdæmi. Hversu oft er það ekki, að áfengisglasið verðurofjarlíþróttamannsins,-eyðileggur margra vikna, jafnvel mánaða starf hans og gerir hann á úrslitastundu ófæran til þess að framkvæma einmitt það, sem hann ætlaði sér, og allt hans mikla starf miðaði að? Værum við staddir einhversstaðar úti fyrir Norðurlandi.sólbjartan sumardag um síldveiðitímann, sæjum síldina, þennan glæsilega gullfisk, sem hefir meiri áhrif á stjórnmál og fjárhag þjóðarinnar en flest annað, vaðaþar í stórum torfum, og sæjum sfidarskipin ausa henni upp stjórnborðs- megin, en jafnhliða væri henni mokað út bakborðsmegin, - mundum við ekki verða hissa, já, falla í stafi yfir heimsku mann- anna, að fara þannig með verðmætin? Á því er engin vafi. Og það væri líka frámunalega heimskulegt, að fara þannig að ráði sínu. En þið, áfengisneytendur meðal íþrótta- manna, hvað gerið þið? Með þjálfun ykkar og þátttöku í íþróttum innbyrgið þið hreysti, kraft og kjark. En með áfengisneyslu ykkar mokið þið þessum verðmætum, sem þið hafið öðlast, útaftur. Hafiðþiðathugaðþað? Sfldiner dýrmæt. En dýrmætasta eign hverrar þjóðar eru hraustir og stæltir þjóðfélags- þegnar. Og það er hlutverk íþróttahreyf- ingarinnar, að skapaþá. En hver áfengis- neytandi íþróttamaðurersvikari viðstefnu og tilgang íþróttanna, sjálfan sig og þjóð sína. Þess vegna, burt með áfengið úr íþrótta- hreyfingunni. íþróttamenn eiga að standa í fylkingar- brjósti þess heilbrigða íslenska æskulýðs, sem útrýma vill öllu áfengi úr íslensku þjóðlífi og ann sér engrar hvfldar fyrr en það er framkvæmt. Einar Björnsson. Við skulum vona að þessir keppnismenn hafi tekið orð Einars alvarlega Valsblaðið 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.