Valsblaðið - 01.05.1992, Side 36

Valsblaðið - 01.05.1992, Side 36
ÁRSSKÝRSLA HANDKNATTLEIKSDEILDAR VALS 1992 MARGIR LJOSIR PUNKTAR í STARFINU Valdimar Grímsson var einn af máttarstólpum liðsins, eins og undanfarin ár. Hann var einn af fáuni leiknönnum Vals sem sluppu við meiriháttar meiðsl. Kæru Valsmenn og Valskonur! Það verður því miður að viðurkennast að síðastakeppnistímabil varekki eins og við Hlíðarenda-verjar erum vanir að upplifa. Þó voru einstaka ljósir punktar innan um, svo þetta var ekki alvont, þegar á heildina er litið. En það er náttúrlega ekki niðurstaða sem við sættum okkur við hér að HI íðarenda. I okkar hugum er það toppurinn eða ekki neitt. Ef við byrjum á yngri flokkum þá var, eins og búist var við, 2. flokkur karla með allt sittáhreinu. Þeirsigruðu undiröruggri stjóm Tedda Guðfinns., allt sem hægt var að sigra. íslandsmeistaratitil, Bikar- meistaratitil og Reykjavíkurmeistaratitil. Mjög svoglæsilegurendiráferliflokksins, sem byrjuðu í 5. flokki. Og er sá ferill Ólafur Stefánsson, einn af ungu strákunum sem eru að taka við í meistarflokknum í handbolta. vægast sagt ein sigurganga. Nú spreyta þessir piltar sig með meistaraflokki og em þegar farnir að storka gömlu refunum. Flokkurinn fór eina ferðina enn til T eramo á Italíu, en það gekk ekki eins vel og árið áður. En ferðin var, sem viðbúið var, mikil ævintýraferð og hefur heyrst að fáeinir séu nú að kynna sér reglugerðir tryggingar- stofnunarríkisins! 3. flokkur karla undir handleiðslu íslenskufræðingsins Michael Akbachev og Egils Sigurðssonar vargrátlega nálægt því að vinna bæði Islands- og bikar- meistaratitil, en í hreinum úrslitaleikjum við höfuðfjendur okkar í Hafnarfirði, FH, töpuðum við í báðum úslitum með eipu marki. ífyrratilvikieftirtværframlengingar og í því seinna eftir tvær framlengingar og bráðabana. Flokkurinn náði sérþó í Reykja- víkurmeistaratitil og mega sáttir við una. Það er þó hið augljósasta mál að'þessi flokkur, sem spilar sem 2. flokkurnúverandi tímabil er geysiöflugur og mikið af efni- legum strákum erbrátt fara að banka á dyr meistaraflokks. Erþaðsamdómaálitmanna að vinnubrögð þau sem Michael Acbachev hefur verið að innnleiða í unglingaþjálfun 36 Valsblaðið

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.