Valsblaðið - 01.05.1992, Side 50

Valsblaðið - 01.05.1992, Side 50
úr liðinu. Hann vareitthvað seinn fyrir og fór inn í salinn þar sent hinn almenni borgari átti að fara inn. Þarna stóð hann ásamtþúsundum Rússa og reyndi að skima eftir okkur en án árangurs. Við hinir höfðum hins vegar farið þeim megin sem erlendir ferðamenn áttu að fara og tókum ekkert eftir því að Láka karlinn vantaði. Við fórum bara upp í okkar vél en Þorlákur var enn að leita. S vo fór flugvélin í loftið og eftir skamma stund fylltist vélin allt í einu af hvítum reyk, svo miklum að ekki sást í næstu sætaröð. Viðurðum stjaifir afhræðslu og kófsvitnuðum, héldum að nú væri komið að því, að þetta væri okkar síðasta. Þá kom í ljós að þetta var kælikerfið í flugvélinni. Liðið var bara að senda ferska gufu inn í farþegarýmið til að hressa far- þegana! Svo þegarvið lentum máttum við ekki hreyfa okkur fyrr en öll flugáhöfnin var komin frá borði! Eftir að við komust út úr flugvélinni komust við að því að far- þegamir þurftu sjálfir að losa farangurinn út úr flugvélinni! Við stukkum því tveir upp í farangurrýmið á flugvélinni og hand- lönguðum töskumar niður! Nú voru menn famir að sakna Láka eitthvað og varð uppi fótur og fit þegar það uppgötvaðist að við höfðum gleymt Þorláka í Moskvu. Af Láka var það að frétta að hann gat komið sér aftur á hótelið og náð sambandi við túlkinn sem við höfðunt. Það kom í ljós að nokkrir dagar væru í næsta flug til Sochi þannig að það var ákveðið að hann skildi fara akandi þá ferð sem við flugum. Eftir 16 tíma ferð í gamalli rússneskri rútu Spilað í spænsku 1. deildinni. “Þar er barist upp á líf og dauða í hverjum leik.” 5^^lsb!að!^TI Einn af fjölmörgum landsleikjum Geirs. Hér hlær hann að vörninni og skorar! komst hann loks til áfangastaðar en átti erfitt með að sitja nokkra daga á eftir!” Geir hefur verið með íslenska landsliðinu frá því 1984 en þá var verið að æfa fyrir Ólympíuleikana íLos Angeles. Því miður komst hann ekki þann 14 manna hóp sem var valinn til ferðarinnar en hann hefur samt sem áður komist á tvenna Ólympíu- leika, Seoul 1988ogSpán 1992. „Maður á aldrei eftir að gleyma Ólympiuleikunum nú í ár þar sem við vorum svo nálægt því að vinna til verðlauna. Þrátt fyrir góðan árangur, er maður svekktur yfir að hafa ekki klárað dæmið til enda, fyrst við vorum komnir svona langt.” — Hvemig var að koma inn í landsliðið 1984? „Það var ekki mikið mál að koma inn í hópinn þar sem þetta vom allt hinir indælustu strákar. Þessi hópur var saman nokkuð sleitulaust allt til 1988-1990. Þetta var kröftugur hópur og móralsklega alveg 100%. Sá besti og samstilltasti hópur sem ég hef verið með í.” Geiri segir þetta mjög innilega, hugsar dreymandi um liðna tíma og maður finnur að hann saknar þeirra pínulítið. En hvemig er að vera í landsliðinu í dag? „Þetta er öðruvísi í dag þar sem nú er ég eldri leikmaður og á miðla reynslu til yngri leikmanna. Mér finnst yngri strákamir vera óstýrlátari í dag en þegar ég var á þessum aldri. Það erekki sami aginn fyrir að fara og þegar Bogdan var og hét. Þorbergur leyfir hlutunum að rúlla meira, er ekki eins stífur og Bogdan og finnst mér það mjög- gott. En aginn mætti stundum vera meiri. Við stefnum hátt á HM í Svíþjóð á næsta ári. Mönnum finnst það bara eðlilegt fram- hald eftir góðan árangur á Ólympíu- leikunum í sumar. Síðan eigum við að stefna á sigur á HM 1995 sem verður haldið hér á landi. Við verðum á heimavelli og verðum því að stefna hátt, enda emm við með gríðarlegt magn af góðum ungum strákum sem geta gert góða hluti ef haldið er rétt á spöðunum.” Þar sem Geira finnst svo gaman að segja sögur leyfum við honum að segja eina létta landsliðsferðasögu. „Þetta gerðist í Tékkóslavíu 1988, í borg sem ég man ekki lengur nafnið á. Þegar við komum að gististaðnum þar sem við áttum að dvelja, rukum við strax inn í herbergi með töskurnar. Ekki leist okkur á herbergin þar sem 8 kojur voru í hverju herbergi. Við opnuðum glugga á herberginu og litum út en við trúðum varla því sem við sáum. Þarna í næsta nágrenni voru menn með skóflur og utan um vinstri fótlegginn voru þeirmeð blýkúlu með keðju! Okkur hafði verið plantað í fangabúðir! Einnig er minnisstætt úr þessari ferð að hátt upp á vegg íherbergjunum varfesturgamaldags útvarps-kassi og úr þessum kassa glumdi rödd á tékknesku allan daginn. Það var hægt að lækka aðeins í henni en það var ekki hægt að slökkva algjörlega. Við vissum ekkert hvað við áttum að gera þar til við fengum Þorbjöm Jensson rafvirkja til að aftengja hátalarann. Menn fóru náttúrlega að taka myndir af

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.