Valsblaðið - 01.05.1992, Qupperneq 52

Valsblaðið - 01.05.1992, Qupperneq 52
í MINNINGU LÁTINNA VALSMANNA Bragi Kristjánsson Fæddur: 27. ágúst 1921 Dáinn:: 4. september 1992 Með fráfalli Braga Kristjánssonar er horfinn á bak við móðuna miklu einn af traustustu og dyggustu Valsmönnum í gegnum tíðina. A þeim árum, þegar Bragi ólst upp, voru margir ungir drengir í KFUM sem gengu í raðir Valsmanna og var Bragi þar engin undantekning. Einnig kom til, að faðir hans Kristján Helgason var mikill Vals-maður og er hans minnst enn þann dag í dag af eldri leikmönnum Vals í knatt-spynru. Sem unglinguriðkaði Bragi knattspymu og lék með yngri flokkum félagsins en það átti ekki fyrir honum að liggja að hasla sér völl í knattspyrnunni. Aftur á móti sótti hann mikið völlinn alla tíð og fylgdist grannt með árangri Vals í knattspymunni. Bragi var í fjölda ára virkur í félagsstarfinu og tók þátt í uppbyggingu Vals að Hlíðar- enda. Hann var í Hlíðarendanefnd, Iþrótta- húsnefnd og formaður V allar- og ræktunar- nefndar félagsins. Stuttu eftir stofnun Fulltrúaráðs Vals varð hann meðlimur í ráðinu og var traustur og virkur í störfum ráðsins alla tíð. Bragi lét sér ekki nægja ýmiss störf við uppbyggingu Vals að Hlíðarenda, því snemma lagði hann sitt af mörkum til íþróttahreyfingarinnar. Arið 1951 varhann kjörinn í stjórn Frjálsíþróttasambands Islands og varð ári síðar formaður þess. Stuttu síðar var hann kjörinn í stjórn Olympíunefndar Islands. Þessi íþróttasamtök voru þá í mótun og kom það í hlut Braga ásamt öðrum að móta framtíðarstefnu Olympíunefndar. Auk þess sem mikil og aukin umsvif voru að verða í íþróttum á alþjóðavettvangi. Bragi tók virkan þátt í þessari stefnu- mótun. Hann var formaður Olympíu- nefndar á árunum 1954 til 1962 og í stjóm nefndarinnar fram til ársins 1989 eða í 28 ár samfellt. Enda þótt Bragi hafi um margra áratuga skeið lagt sitt af mörkum til íþrótta- hreyfingarinar í landinu, var hann fyrst og fremst Valsmaður í hjarta sínu. Það stóð aldrei á honum að leggja hönd á plóginn fyrir Val, þegar til hans var leitað. Við Valsmenn munum ávallt minnast Braga, sem eins af traustustu og dyggustu stoðum Vals. Eftirlifandi eiginkonu Braga, Steinunni Svavarsdóttur og fjölskyldu eru fluttar innilegar samúðarkveðjur okkar Valsmanna. Þórður Þorkelsson s Agúst Eiríksson Fæddur. 19.08.1909 Dáinn. 22.04.1992 X Við Valsmenn viljum ininnast góðs félaga og vinar, „Gústa í Hörpu”, eins og hann var oftast nefndur á meðal okkar. Agúst ólst upp í Austurbænum, ekki fjarri aðsetri KFUM, enda gerðist hann félagi þar mjög ungur að árum. í KFUM komst Agúst í kynni við knattspymuna og um leið margan Valsmanninn, sem varð til þess að hann gerðist strax á unga aldri aðdáandi og stuðningsmaður Vals. Það lá ekki fyrir Agústi að leika knattspyrnu en þeim mun meira fylgdist hann með æf- ingumog kappleikjum allraflokkafélags- ins. Agúst var fastagestur á vellinum, eins og sagt er, og á Hlíðarenda var hann svo að segja heimagangur um árabil. Hann var fljótur að koma auga á unga og efnilega knattspymumenn, fylgdist með þroska þeirra og frama á æfingum og á knattspymuvellinum og hvatti þá óspart til dáða. Þegar Ágúst kom af vellinum mátti sjá það á svip hans hvort Valur hefði unnið eða tapað. Hann brosti breitt þegar leikur vannst en var þungur á brúnina ef leikur tapaðist og sparaði þá stundu ekki stóru orðin. Ágúst átti sæti í Fulltrúaráði Vals um árabil. Þar var hann mjög virkur, sótti manna best fundi, var tillögugóður og ávallt reiðubúinn að taka til hendi þegar á þurfti að halda. I félagi eins og Val hefur í gegnum tíðina verið mikið um alls konar fjáröflun. 52 Valsblaðið |
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.