Valsblaðið - 01.05.2007, Page 18
efnilegir strákar en árangur flokksins var
undir væntingum í íslandsmdtinu, liðið
lék í B- deild og tókst ekki að vinna sæti í
A-deild að nýju, en voru lengi vel í góðri
baráttu um það. Margir úr hópnum eru
ungir og verða reynslunni ríkari á næsta
tímabili en stefnan er sett á að vinna sæti
að nýju í A-deild. Jóhann hefur látið af
störfum sem þjálfari og eru honum þökk-
uð vel unnin störf. Björn Ingi Victorsson
hefur tekið við þjálfun flokksins. Einn
strákur í flokknum hefur verið valinn í
úrtakshóp U19 landsliðsins.
Meistaraflokkur karla sumarið
2007
Leikmannamál
Eftir sterkt tímabil 2006 var tekin sú
ákvörðun að efla og styrkja leikmanna-
hóp meistaraflokks karla fyrir tímabil-
ið 2007 og stefnan sett á sjálfan íslands-
meistaratitillinn sem þótti vel við hæfi
þar sent langt var um liðið síðan hann
vannst síðast. Stjórn knattspyrnudeild-
ar ásamt þjálfara unnu ötullega við að
styrkja leikmannahópinn og nokkr-
ir mjög sterkir leikmenn fengnir til að
ganga til liðs við okkur. Margir leikmenn
vildu koma og þá einkum vegna skýrr-
ar framtíðarsýnar, frábærs þjálfarateym-
is og þeirrar uppbyggingar sem á sér nú
stað að Hlíðarenda.
Komu: Baldur Bett gekk til liðs við
okkur frá FH, Danfel Hjaltason frá Vík-
ingi, Dennis Bo Mortensen frá Köge,
Gunnar Einarsson frá KR, Hafþór Ægir
Vilhjálmsson frá ÍA, Helgi Sigurðsson
frá Fram, Jóhann Helgason frá Grinda-
vík, René Carlsen frá Randers.
Fóru: Jóhann Helgason í Grindavík lán,
Andri ívar Valsson í Fjarðarbyggð lán,
Garðar Jóhannsson í Fredrikstad, Valur
Fannar Gíslason í Fylki, Torfi Geir Hilm-
arsson í Aftureldingu lán, Mattíhas Guð-
mundsson í FH.
Þjálfarateymi
Þjálfari liðsins var sem fyrr Willum Þór
Þórsson en þetta var þriðja árið hans með
liðið og ljóst er að hann hefur skipað sér
á bekk með bestu þjálfurum sem þjálfað
hafa hjá félaginu og hefur hann sett mark
sitt á félagið til framtíðar. Stjórn knatt-
spyrnudeildar og Willum skrifuðu und-
ir framlengingu á samstarfi sem nú gild-
ir til loka tímabils 2009. Aðstoðarþjálfari
meistaraflokks í sumar var Þór Hinriks-
son, Bjarni Sigurðsson var markmanns-
þjálfari liðsins. Friðrik Ellert Jónsson
var sjúkraþjálfari, Björn Zoega læknir og
Halldór Eyþórsson liðsstjóri.
Umgjörð
Leikir liðsins fóru fram á Laugardalsvelli
í surnar og eru starfsmönnum KSI og
Laugardalsvallar færðar sérstaka þakkir
fyrir ánægjulegt og gott samsarf.
Ljóst var að mikið mæddi á þvf fólki
sem kom nærri undirbúningi leikja og
sérstakt álag var á allri umgjörð vegna
þeirrar staðreyndar að ekki var leikið á
heimavelli vegna framkvæmda. Helga og
Edda sáu sem fyrr um veitingar og frá-
bært er að hafa slíkar kraftaverkakon-
ur í félaginu, Orri kom að öllu sem sneri
að skipulagi og uppsetningu heimaleikja
sem hann gerði með stakri prýði og hon-
um til aðstoðar var Gulli og Alli sá um
vallarkynningu.
Árangur í mótum
Meistaraflokkur karla tók þátt í kynning-
armóti Futsal sem haldið var í desember
2006 og í janúar 2007, var þetta fyrsta
íslandsmótið í Futsal. Okkur mönnum
gekk mjög vel og unnu alla sína sex leiki
og eru því íslandsmeistarar í Futsal.
Æfinga- og undirbúningsferð var far-
inn til Tyrklands og þar var æft og leik-
ið við góðar aðstæður í 10 daga. Spilaðir
voru leikir við rússnensk, tyrknensk og
íslensk lið, allir þessir leikir unnust.
Reykjavfkurmótið hófst sem fyrr í jan-
úar og lentum við í öðru sæti í okkar riðli
sem þýddi að við náðum ekki í úrslita-
leikinn en liðið sýndi fi'na takta í þessu
móti og vann m.a. lið Fram 6-1 og lið
Þróttar 5-0. Ljóst var að spennandi tíma-
bil var framundan og liðið feikisterkt.
Lengjubikarinn hófst í mars með leik
gegn FH og strax í þeim leik gátu menn
getið sér til um að þarna færu tvö af
sterkustu liðum landsins. Við enduðum
í öðru sæti í okkar riðli og liðið komst í
úrslit, þar unnum við Keflavík og síðan
lið Víkings. Úrslitaleikurinn var spilaður
á Stjörnuvelli þann 1. maí við FH. Um
hörkuleik var að ræða sem við töpuðum
reyndar 3-2.
Landsbankadeildin hófst hjá okkar
mönnum 13. maí og lékum við þá við lið
Fram sem hafði verið spáð ágætu gengi.
Leiknum lauk 1-1, næst var leikið við
18