Valsblaðið - 01.05.2007, Page 18

Valsblaðið - 01.05.2007, Page 18
 efnilegir strákar en árangur flokksins var undir væntingum í íslandsmdtinu, liðið lék í B- deild og tókst ekki að vinna sæti í A-deild að nýju, en voru lengi vel í góðri baráttu um það. Margir úr hópnum eru ungir og verða reynslunni ríkari á næsta tímabili en stefnan er sett á að vinna sæti að nýju í A-deild. Jóhann hefur látið af störfum sem þjálfari og eru honum þökk- uð vel unnin störf. Björn Ingi Victorsson hefur tekið við þjálfun flokksins. Einn strákur í flokknum hefur verið valinn í úrtakshóp U19 landsliðsins. Meistaraflokkur karla sumarið 2007 Leikmannamál Eftir sterkt tímabil 2006 var tekin sú ákvörðun að efla og styrkja leikmanna- hóp meistaraflokks karla fyrir tímabil- ið 2007 og stefnan sett á sjálfan íslands- meistaratitillinn sem þótti vel við hæfi þar sent langt var um liðið síðan hann vannst síðast. Stjórn knattspyrnudeild- ar ásamt þjálfara unnu ötullega við að styrkja leikmannahópinn og nokkr- ir mjög sterkir leikmenn fengnir til að ganga til liðs við okkur. Margir leikmenn vildu koma og þá einkum vegna skýrr- ar framtíðarsýnar, frábærs þjálfarateym- is og þeirrar uppbyggingar sem á sér nú stað að Hlíðarenda. Komu: Baldur Bett gekk til liðs við okkur frá FH, Danfel Hjaltason frá Vík- ingi, Dennis Bo Mortensen frá Köge, Gunnar Einarsson frá KR, Hafþór Ægir Vilhjálmsson frá ÍA, Helgi Sigurðsson frá Fram, Jóhann Helgason frá Grinda- vík, René Carlsen frá Randers. Fóru: Jóhann Helgason í Grindavík lán, Andri ívar Valsson í Fjarðarbyggð lán, Garðar Jóhannsson í Fredrikstad, Valur Fannar Gíslason í Fylki, Torfi Geir Hilm- arsson í Aftureldingu lán, Mattíhas Guð- mundsson í FH. Þjálfarateymi Þjálfari liðsins var sem fyrr Willum Þór Þórsson en þetta var þriðja árið hans með liðið og ljóst er að hann hefur skipað sér á bekk með bestu þjálfurum sem þjálfað hafa hjá félaginu og hefur hann sett mark sitt á félagið til framtíðar. Stjórn knatt- spyrnudeildar og Willum skrifuðu und- ir framlengingu á samstarfi sem nú gild- ir til loka tímabils 2009. Aðstoðarþjálfari meistaraflokks í sumar var Þór Hinriks- son, Bjarni Sigurðsson var markmanns- þjálfari liðsins. Friðrik Ellert Jónsson var sjúkraþjálfari, Björn Zoega læknir og Halldór Eyþórsson liðsstjóri. Umgjörð Leikir liðsins fóru fram á Laugardalsvelli í surnar og eru starfsmönnum KSI og Laugardalsvallar færðar sérstaka þakkir fyrir ánægjulegt og gott samsarf. Ljóst var að mikið mæddi á þvf fólki sem kom nærri undirbúningi leikja og sérstakt álag var á allri umgjörð vegna þeirrar staðreyndar að ekki var leikið á heimavelli vegna framkvæmda. Helga og Edda sáu sem fyrr um veitingar og frá- bært er að hafa slíkar kraftaverkakon- ur í félaginu, Orri kom að öllu sem sneri að skipulagi og uppsetningu heimaleikja sem hann gerði með stakri prýði og hon- um til aðstoðar var Gulli og Alli sá um vallarkynningu. Árangur í mótum Meistaraflokkur karla tók þátt í kynning- armóti Futsal sem haldið var í desember 2006 og í janúar 2007, var þetta fyrsta íslandsmótið í Futsal. Okkur mönnum gekk mjög vel og unnu alla sína sex leiki og eru því íslandsmeistarar í Futsal. Æfinga- og undirbúningsferð var far- inn til Tyrklands og þar var æft og leik- ið við góðar aðstæður í 10 daga. Spilaðir voru leikir við rússnensk, tyrknensk og íslensk lið, allir þessir leikir unnust. Reykjavfkurmótið hófst sem fyrr í jan- úar og lentum við í öðru sæti í okkar riðli sem þýddi að við náðum ekki í úrslita- leikinn en liðið sýndi fi'na takta í þessu móti og vann m.a. lið Fram 6-1 og lið Þróttar 5-0. Ljóst var að spennandi tíma- bil var framundan og liðið feikisterkt. Lengjubikarinn hófst í mars með leik gegn FH og strax í þeim leik gátu menn getið sér til um að þarna færu tvö af sterkustu liðum landsins. Við enduðum í öðru sæti í okkar riðli og liðið komst í úrslit, þar unnum við Keflavík og síðan lið Víkings. Úrslitaleikurinn var spilaður á Stjörnuvelli þann 1. maí við FH. Um hörkuleik var að ræða sem við töpuðum reyndar 3-2. Landsbankadeildin hófst hjá okkar mönnum 13. maí og lékum við þá við lið Fram sem hafði verið spáð ágætu gengi. Leiknum lauk 1-1, næst var leikið við 18
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.