Valsblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 42
Halldór, þú ert ekki bara á undan
þinni samtíð... þú ert á undan
þinni framtíð
Halldór Einarsson, Dóri eða Henson
stendur á sextugu. A nýlegri sjálfs-
mynd sem Halldór málaði í tilefni
afmælis síns, lét prenta á geisladisk og
sendi sem boðskort í afmælið er ann-
ar helmingur hans í jakkafötum en
hinn í Valsbúningnum. Vinir Hall-
dórs segja að þar villi hann heldur bet-
ur á sér heimildir því í raun sé Hall-
dór 100% Valsmaður. Hvað sem um
það má segja hefur Halldór verið einn
öflugasti liðsmaður Vals um áratuga
skeið og nánast holdgervingur félags-
ins. Um Halldór verður ekki annað
sagt en hann setji lit á lífið, gleðigjafi
sem hann hcfur ásamt eiginkonu sinni
Esther Magnúsdóttur rekið fyrirtæk-
ið Henson, af mikill þrautseigju, brátt
í fjóra áratugi.
Ég hefílífinu últ mér þrjií prinsipp. Það
fyrsta er að vera alltaf giftur sömu kon-
unni, annað er að vera ætíð Valsmaður
það þriðja er að láta alltaf Steina rakara
á Vesturgötunni klippa mig. Eg hef stað-
ið við þetta allt... nema einu sinni þurfti
ég að láta klippa mig á Englandi. Þá
hringdi ég í Steina ogfékk leyfi.
Faðir minn Einar Halldórsson var Vest-
mannaeyingur, fyrsti landsliðsmaður Eyja-
manna í fótbolta. Hann kom til Reykjavík-
ur til að ganga í Verslunarskólann og
kynntist þar móður minni Sigrúnu Bjama-
dóttur sem ættuð er úr Skaftafellsýslu. Ég
á fjórar systur en sjálfur kom ég í heiminn
þann 23. desember 1947.
Esther
Ég sá nú Esther fyrst að spila handbolta
með Breiðablik upp í Valsheimili. Mér
leist náttúrulega svakalega vel á þessa
stelpu. Svo hitti ég hana í Glaumbæ og
allt small saman. Þetta gerðist nú á því
herrans ári 1966. Esther á stóran þátt
í Henson og hefur stutt mig í gegnum
þykkt og þunnt. Þetta er svona team-
work hjá okkur. Ég hef náttúrulega flot-
ið á því að fjölskyldan hefur alltaf stutt
mig. Krakkarnir Einar Bjarni, tölvunar-
fræðingur og Bergþóra hafa alla tíð kom-
ið að fyrirtækinu.
Að verða Vaismaður
Ég er alinn upp í KR-hverfinu á hom-
42
Valsblaðið 2007
Mynd: Guðni Karl