Valsblaðið - 01.05.2007, Qupperneq 72
Þjálfaraglens. Teddi, Freysi og Beta
í góðum gír.
artíma. Þrátt fyrir þetta tap átti lið-
ið hreint út sagt frábæran leik og án efa
einn besta leik tímabilsins.
Valur - Wezemal
Annar leikur liðsins var á móti heima-
stúlkunum Wezemal. Sá leikur gekk
mjög vel og fór hann 4-0 okkur í hag en
staðan var 0-0 í hálfleik. Kata fyrirliði
kom okkur síðan yfir með skallamarki
á 59. mínútu og eftir það opnuðust allar
flóðgáttir. Margrét Lára skoraði þrennu á
69., 75. og 80. mínútu og hefði sigurinn
alveg eins getað orðið stærri.
Innbrot á hótelið
A meðan á leiknum stóð var brotist inn
á gríðarlega ffna hótelið okkar og ýmsu
stolið þ.á m. fartölvum, símum og veskj-
um. Þetta varð allt hið svakalegasta mál
og fóru margar stelpur úr liðinu í rann-
sóknarlögguleik. Það eina sem fannst á
endanum voru ýmis íslensk kort, bóka-
safns-, líkamsræktarkort ofl. sem höfðu
verið í einu veskinu út á miðri götu í
Brússel en þjófunum hefur greinilega
ekki litist nægilega vel á allan vaming-
inn.
Misheppnuð verslunarferð
Eftir Wezemal leikinn fengum við tveggja
daga frí þannig að liðið skellti sér í versl-
unarferð í borginni. Okkur til lítillar kæti
var maraþonhlaup í bænum þannig að all-
ar helstu búðir voru lokaðar. Leiðsögu-
maðurinn okkar sagði þá frá öðrum fínum
verslunarstað og fór því rútan með okkur
þangað. Eftir 40 mínútna keyrslu var eft-
irvæntingin orðin óbærileg og allar komn-
ar upp með veskin tilbúnar að strauja kort-
in. Þvílík vonbrigði sem við urðum fyrir,
til að gera langa sögu stutta þá var þetta
hreint út sagt SKELFILEGT og eina sem
var keypt vom eyrnabönd og gerviköngu-
lær (sem vom notaðar til að hræða þjálf-
arann sem hefur einstaklega mikla fóbíu).
I sárabætur var rútan fengin til að keyra
okkur á McDonalds og urðu því leikmenn
í fyrsta skiptið saddir í allri ferðinni.
Valur - Everton
Sfðasti leikur okkar var á móti Ever-
ton og var hann vægast sagt slakur. Við
byrjuðum leikinn illa og vorum heppn-
ar að fá ekki á okkur mark strax þegar
Everton brenndi af vítaspyrnu. Þær kom-
ust síðan yfir eftir hornspyrnu og staðan
var 1-0 í hálfleik. Seinni hálfleikur byrj-
aði eiginlega verr en sá fyrri og á tveggja
mínútna kafla 53. og 55. mínútu bætti
Everton við tveimur mörkum og staðan
orðin 3-0. Þá vöknuðum við til lífsins og
Kata skoraði skallamark eftir góða send-
ingu Pálu inn á teig. Eftir að staðan var
orðin 3-1 vorum við allt í öllu í leikn-
um og hefðum hæglega getað jafnað. Við
vorum meðvitaðar um að tap með tveim-
ur mörkum hefði getað fleytt okkur áfram
í 8 liða úrslitin að þvi gefnu að Frankfurt
myndi sigra arfaslakt lið Wezemal. Því
miður sást það á leik okkar og töpuðum
við leiknum með tveimur mörkum.
Sorglegur endir í Evrópukeppninni
Eftir leikinn horfðum við vongóð-
ar á nýkrýnda heimsmeistarana í Frank-
furt eiga sinn skelfilegasta leik sem sög-
ur fara af, en það var varla hægt að kalla
þetta fótboltaleik. Bæði lið vissu að jafnt-
efli myndi koma þeim í 8 liða úrslitin og
jafntefli varð því niðurstaðan og við út úr
keppninni.
Sorglegur endir á annars góðri ferð og
má segja að lélegasta lið riðilsins, Weze-
mal hafi komist áfram ásamt Frank-
furt, en svona er víst fótboltinn. Stefnan
á næsta ári er að sjálfsögðu að gera bet-
ur en í ár.
Tímabilið var heilt yfir virkilega gott.
íslandsmeistaratitillinn var hápunktur
sumarsins en við ætluðum okkur samt
stærri hluti í Evrópukeppninni, það verð-
ur því að bíða til næsta árs!
Takk fyrir gott knattspyrnusumar.
Guðbjörg Gunnarsdóttir
meistaraflokki kvenna
72
Valsblaðið 2007