Valsblaðið - 01.05.2007, Side 16
Starfið er margt
varð því miður ekki eins og vænst var og
strákarnir náðu ekki að komast í A-deild
á ný, eins og stefnt var að. Flokkurinn
náði hins vegar frábærum árangri í bikar-
keppninni og lék þar til undanúrslita.
Nokkur stígandi var í árangri 4. fl. karla
á íslandsmótinu en það verður að segjast
eins og er að árangur varð ekki eins og
vænst var hjá flokknum, þrátt fyrir öflugt
starf og vel skipulagt foreldrastarf. Þessi
flokkur aðstoðaði á heimaleikjum meist-
araflokks karla og eru strákunum færð-
ar bestu þakkir fyrir skemmtilega sam-
vinnu við framkvæmd heimaleikjanna.
5. flokkur drengja var ekki eins fámenn-
ur og undanfarin tvö ár og varð árang-
ur hans þokkalegur á Islandsmótinu.
Nokkur stígandi var í starfi flokksins og
árangri. Mikil og áberandi framför varð
hjá iðkendum í 6. flokki undir stjórn
Agnars Kristinssonar. Strákunum gekk
mjög vel á Shellmótinu í Eyjum og einn-
ig á íslandsmótinu, en þar endaði A- lið-
ið í 3. sæti á mótinu og var hársbreidd frá
því að leika til úrslita um titilinn. C-lið 6.
flokks endaði í 2. sæti á Islandsmótinu.
Rómað var hversu foreldrastarf í þessum
flokki var öflugt. Þá varð einnig mikil
framför iðkenda í 7. flokki sem var fjöl-
mennur eins og 6. flokkur. Báðir flokk-
ar hafa talið um og yfir 50 iðkendur hvor
um sig. Takist félaginu að lágmarka og
koma í veg fyrir óeðlilegt brottfall í 3.-
5. fl. drengja er ljóst að framtíðin er björt
á Hlíðarenda.
Stúlknaflokkar
Hvað varðar stúlknaflokka félagsins má
í heildina segja að þar hafi uppskeran
verið betri en hjá drengjaflokkunum enn
eitt árið og stóðu flest allir flokkar und-
ir væntingum og vel það. Að öllum öðr-
um flokkum ólöstuðum er árangur 6. fl.
kvenna þó sá besti sem um getur á starfs-
Baldur bongó Rafnsson og Guðni
Olgeirsson ritstjóri Valsblaðsins.
ið góð og er verðmæt fyrir allt ungling-
astarf á vegum félagsins. Eins og áður
hefur verið erfitt að uppfylla kröfur bank-
ans um virkni á reikningum iðkenda og
því hafa færri krónur skilað sér til starfs-
ins en á upphafsárunum.
Uppskeruhátiðinni var slitið með
fjöldasöng viðstaddra undir sterkum for-
sögn Halldórs Einarssonar, Henson, sem
var sérstaklega mættur á hátíðina til að
leiða þar lokaathöfnina sem var fjölda-
söngur og að sjálfsögu hið eina sanna
Valslag, Valsmenn le'ttir í lund, sem
glumdi um hina glæsilegu Vodafonehöll.
Friðriksbikar, Lollabikar og dómara-
verðlaun
Á uppskeruhátíð yngri flokka Vals 2007
var Friðriksbikarinn veittur í fjórða sinn.
Gerð hefur áður verið grein fyrir til-
urð þessarar verðlaunaveitingar. Gefandi
Friðriksbikarsins er Kaupþing banki við
Hlemm. Viðurkenningin er að sjálfsögðu
kennd við Sr. Friðrik Friðriksson og hana
veitti í ár Þorsteinn Ólafs útibússtjóri
bankans sem vann að því með ungling-
aráði að koma á þessari árlegu viðurkenn-
ingu. Við þetta tækifæri veitti Þorsteinn
Ólafs unglingaráði styrk að upphæð 100
þúsund krónur sem varið skyldi til ungl-
ingastarfs og sagði Þorsteinn gjöfina
táknræna fyrir samstarf bankans og yngri
flokka Vals á undanförnum árum. Það
samstarf hefur verið mjög mikilvægt fyr-
ir félagið. Friðriksbikarar Kaupþings eru
veglegur farandbikar og annar eignabik-
ar sem veittir eru árlega til eins iðkanda í
3. flokki karla og eins iðkanda í 3. flokki
kvenna, sem þykja skara fram úr í félags-
þroska innan vallar sem utan. I ár hlutu
viðurkenninguna þau Guðlaug Rut Þórs-
dóttir og Magnús Örn Þórsson. Unglinga-
ráð færir Þorsteini Ólafs og Kaupþing
banka sérstakar þakkir við aðkomuna að
þessum verðlaunum og fyrir styrkveit-
inguna í ár.
Á liðnu starfsári hlaut Katrín Gylfa-
dóttir Lollabikarinn svonefnda sem er
veittur árlega á hátíðinni og kenndur er
við Ellert heitinn Sölvason, eða Lolla í
Val. Katrín er leikmaður 4. fl. kvenna.
Viðurkenninguna dómari ársins 2007
hlaut Rúnar Sigurðsson.
Þátttaka í mótum
Valur tók þátt að venju í öllum hefð-
bundnum mótum á vegum KSI og KRR
auk ýmissa annarra helgarmóta sem
haldin voru á starfsárinu vítt og breitt um
landið. Árangur í flestum flokkum var
góður og oft framúrskarandi. Á Reykja-
víkurmótunum í vor náði félagið áður
óþekktum árangri heilt yfir til margra
ára, þar sem 3. og 6. flokkur karla urðu
Reykjavíkurmeistarar, og 3., 4., 5. og 6.
flokkur kvenna urðu Reykjavíkurmeist-
arar. Sannarlega góður vitnisburður því
starfi sem unnið er á vegum félagsins.
Drengjaflokkar
Árangur 3. flokks karla á íslandsmótinu
16
Valsblaðið 2007