Valsblaðið - 01.05.2007, Qupperneq 35
reynslu í þjálfun sér um 5. flokk kvenna.
Arnar Ragnarsson sér um þjálfun 6. og 7.
flokks kvenna, en Dóróthe Guðjónsdóttir
um 7. flokk karla. Að lokum hefur Osk-
ar Bjarni yfirumsjón með þjálfun yngstu
krakkanna í 8. flokki.
Af þessari upptalningu má sjá að þetta
er einvalalið, reynslumiklir þjálfarar í
bland við unga og ferska þjálfara.
Breytingar á leikmannahopi í
meistaraflokki
Nokkrar breytingar urðu á leikmanna-
hópum meistaraflokka fyrir yfirstandandi
tímabil, þó sérstaklega á kvennaliðinu.
Hjá körlunum hefur Markús Máni tek-
ið sér hlé frá handboltaiðkun vegna anna
í vinnu. Sigurður Eggertsson hélt til Dan-
merkur, en sneri heim nú í byrjun nóv-
embermánaðar og mun leika með liðinu
eftir áramót. Davíð Höskuldsson hætti
handboltaiðkun og Atli Rúnar Stein-
þórsson gekk til liðs við Gróttu. Sigfús
Páll Sigfússon gekk til liðs við Val frá
Fram þegar tfmabilið var farið af stað.
Félagaskiptin tóku sinn tíma af ástæð-
um sem ekki verða tíundaðar hér, en Sig-
fús er mikill fengur fyrir félagið. Auk
hans sneri gamla kempan Finnur
Jóhannsson aftur á Hlíðarenda, en
hann hefur mikla reynslu og þekk-
ingu sem hann miðlar óspart til
yngri leikmanna liðsins.
Breytingar voru þó nokkuð fleiri
kvennamegin. Eins og áður er nefnt varð
Agústa Edda Björnsdóttir, handbolta-
kona ársins 2006, að hætta á miðju tíma-
bili í fyrra þar sem hún átti von á barni.
Það sem gerðist í kjölfarið óraði þó eng-
an fyrir. Arna Grímsdóttir, Sigurlaug
Rúna Rúnarsdóttir, Drffa Skúladóttir,
Alla Gokorian og Lilja Björk Hauksdótt-
ir tilkynntu allar að þær ættu von á bami
þegar líða tók á vorið. Lilja var að vísu
gengin í Hauka en hefur tilheyrt þessum
hópi í langan tíma og er að sjálfsögðu
talin með.
Auk þessara leikmanna leysti stjóm
handknattleiksdeildar Pövlu Skavr-
onkovu, tékkneskan markmann, undan
samningi við félagið.
Til þess að mæta þessari miklu blóð-
töku lykilleikmanna liðsins vom fengn-
ir til félagsins fimm nýir leikmenn. Berg-
lind Iris Hansdóttir, iþróttamaður Vals
árið 2004 og ein besta handboltakona
Islands, kom heim úr atvinnumennsku
frá Danmörku. Kristín Guðmundsdótt-
ir, landsliðskona úr Stjörnunni fylgdi í
kjölfarið og önnur landsliðskona, Dagný
Skúladóttir. Síðast en ekki síst voru
fengnir til félagsins tveir ungverskir leik-
menn, þær Eva Barna og Nora Valovics,
Stefán Karlsson formaður hkd.
Vals, Grímur Sœmundsen formað-
ur Vals og Brynjar Harðarson með
rautt Valsbindi í tilefni aflslands-
meistaratitli íhandbolta 2007.
félagsins, auk þess sem hann aðstoðar
við þjálfun 4. flokks karla.
Jóhannes Lange var ráðinn aðstoð-
arþjálfari meistaraflokks kvenna, en hann
þjálfaði áður 5. flokk karla. Auk þjálf-
arastarfsins hefur Jóhannes sinnt ómet-
anlegu starfi fyrir handknattleiksdeild,
þá sérstaklega í kringum þátttöku okkar
í Meistaradeild Evrópu, en umgjörð Vals
var með þvf móti að eftir var tekið og
hvergi stigið feilspor.
Oskar Bjarni Oskarsson var síðan
einnig ráðinn til að sinna yfirþjálfara- og
uppbyggingarstarfi fyrir handknattleiks-
deild. Kristinn Guðmundsson gerði nýjan
tveggja ára samning um þjálfun 3. og 6.
flokks karla, auk þess sem hann sér um
B-lið meistaraflokks ásamt Heimi Rík-
harðssyni.
Davíð Ólafsson, sem flestum Vals-
mönnum er að góðu kunnur fyrir lipra
takta inn á vellinum, var ráðinn þjálfari
4. flokks kvenna. Ólafur Rafnsson var
ráðinn þjálfari 4. flokks karla, en þess má
geta að hann er bróðir Baldurs Rafnsson-
ar, eða Baldurs „bongó". Arnór Gunnars-
son, hinn eldsnöggi hægri homamaður
þjálfar 5. flokk karla. Bjamey Bjama-
dóttir, sem er komin með töluverða
2fl. karla íhandbolta 2007, Reykjavfkur-, deildar-, bikar- og Islandsmeistarar. Islandsmeistarar 3 ár í röð sem er einstakur árang-
ur. Efri röð frá vinstri: Gauti Arnason, Arnar Arnason, Agiíst Bjarni Guðmundsson, Anton Rúnarsson, Ernir Hrafn Arnarson, Gunn-
ar Harðarson, Kristleifur Guðjónsson, Orri Freyr Gislason, Elvar Friðriksson, Heimir Ríkarðsson þjálfari, Arnór Snœr Oskarsson,
Ymir Gíslason, Oskar Bjarni Oskarsson þjálfari, Sólveig Steinþórsson og Jóhannes Lange. Fremri röð frá vinstri: Agnar Páll Páls-
son, Arnór Gunnarsson, Birkir Marínósson, Ingvar Guðnumdsson, Ingvar Arnason, Einar Gunnarsson, Sveinn Skorri Höskuldsson,
Arnar Ragnarsson, Fannar Þór Friðgeirsson, Jóhann Friðgeirsson og Benedikt Gunnar Oskarsson.
Valsblaðið 2007
35