Valsblaðið - 01.05.2007, Side 93
hafa fengið Friðriksbikarinn? Aukin
kvenhylli, og var ekki á það bætandi. En
annars hvetur þetta mig bara til að gera
enn betur og halda áfram á sömu braut.
Hvað einkennir góðan þjálfara? Metn-
aðarfullur, vill að leikmenn sínir verði
betri og betri og gefur sig allan í að
hjálpa þeim við það, veit alltaf hvað hann
ætlar að gera á hverri einustu æfingu.
Hver stofnaði Val og hvenær? Sr. Frið-
rik Friðriksson 11. maí, 1911.
Ungir Valsarar
Fótbolti op
langskemmtilegastur
Magnús Örn Þdrsson er 16 ára og æfir fotbolta með
2. flokki og er handhafi Friörikshikarsins
Magnús Örn er nýkominn í 2. flokk og
hefur æft með Val síðan hann var 5 ára.
Hann segir að allir í fjölskyldunni séu
Valsarar þannig að það hafi ekkert ann-
að komið til greina og einnig bjó hann í
hverfinu. Honum finnst stuðningur frá
foreldrum mjög mikilvægur og segist
hafa verið mjög heppinn með það. Þau
fylgist mikið með sér og benda honum á
hvað hann mætti bæta í hverjum leik.
Hvernig gekk ykkur í sumar? Okkur
gekk bara frekar vel, urðum Reykjavík-
urmeistarar, duttum út í undanúrslitum í
bikarnum og vorum ofarlega í riðlinum
okkar í íslandsmótinu. Fórum einnig til
Noregs að keppa þar á Norway Cup og
gekk það mjög vel, duttum út í 16 liða
úrslitum sem var bara mjög góður árang-
ur.
Fyrirmyndir úr boltanum? Sigurbjöm
Hreiðarsson var alltaf fyrirmyndin þeg-
ar ég var yngri enda ekta Valsari. Jamie
Carragher hjá Liverpool er líka fyr-
irmynd mín enda frábær leikmaður í frá-
bæru liði.
Hvað þarf til að ná langt í fótbolta eða
íþróttum almennt? Sýna sjálfsaga og
einbeitingu á hverri einustu æfingu og
alltaf að einbeita sér að markmiðum sín-
um. Ég þarf helst að vinna að mínum eig-
in markmiðum og vinna stíft í þeim.
Hvers vegna fótbolti? Fótbolti er ein-
faldlega langskemmtilegasta íþróttin,
bæði til að spila og horfa á. Hef einnig
æft handbolta.
Hverjir eru framtíðardraumar þínir í
fótbolta og líflnu almennt? Verða far-
sæll með meistaraflokki Vals, fara út í
atvinnumennsku og spila landsleiki fyr-
ir ísland.
Þekktur Valsari í fjölskyldu þinni?
Magnús Blöndal heitinn, sem Maggabik-
arinn (í handboltanum) er nefndur eft-
ir. Var farsæll yngri flokka þjálfari hér á
árum áður.
Hvaða þýðingu hefur það fyrir þig að
Valsmenn - bestu Óskir um gleðileg jol og farsælt nýtt ár
Páll Ragnarsson Sveinbjörn Þór Ottesen
Pétur Georg Guðmundsson Þorbjörn Jensson
Pétur Þór Gunnlaugsson Þórður Sigurðsson
Sigurður Gunnarsson Þorsteinn Guðbjörn Ólafs
Sigursteinn Gunnarsson Valdimar Grímsson
Stefán Hallgrímsson Valdimar 1 Þórarinsson
Stefán Karlsson Viking Björgunarbúnaður ehf
Steinn Lárusson Ægir Ólason
Svanhvít Helga Rúnarsdóttir Örn Kjærnested
Valsblaðið 2007
93