Valsblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 53
Ný íþróttamannvirki Knattspyrnufélags-
ins Vals að Hlíðarenda í Reykjavík munu
bera nafn Vodafone samkvæmt samningi.
Vodafone verður einn af aðalstyrktarað-
ilum Vals næstu fimm árin og Valur mun
beina öllum sínum viðskiptum á sviði
Vodafone til fyrirtækisins.
Ný íþróttamannvirki Vals eru ein þau
glæsilegustu á landinu. Framkvæmdir
hafa staðið yfir frá árinu 2004 en þá var
gamla íþróttahúsið rifið til að rýma fyr-
ir Vodafonehöllinni. Höllin er 2.200 fer-
metrar að gólffleti og uppfyllir allar
kröfur um aðbúnað íþróttafólks og áhorf-
enda. Þá er Vodafonehöllin sérstaklega
útbúin til ráðstefnu-, sýninga- og veislu-
halds. Vodafonevöllurinn liggur sam-
hliða Vodafonehöllinni og raunar er ein
hlið hennar nýtt undir stúku fyrir knatt-
spyrnuvöllinn. Völlurinn er upphitaður
og með vökvunarkerfi.
Valur er sigursælasta íþróttafélag lands-
ins þegar tekið er tillit til íslands- og bik-
armeistaratitla í meistaraflokki karla og
kvenna í þremur vinsælustu íþróttagrein-
unum, handknattleik, körfuknattleik og
knattspymu. Valur er félag með ríka hefð
fyrir ábyrgð, metnaði, lífsgleði og heil-
brigði. Valur býður upp á framúrskarandi
íþróttauppeldi sem styrkir sjálfsmynd
og heilbrigt líferni bama og ungmenna.
Félagið gefur afreksfólki bestu mögulegu
forsendur til að þroska og þróa hæfileika
sína og með uppbyggingu nýrra mann-
virkja á Hlíðarenda gefst Valsfólki á öll-
um aldri tækifæri til að rækta enn frekar
tengsl sin við félagið og aðra Valsmenn.
Vodafone á Islandi er fjarskiptafyr-
irtæki í eigu Teymis hf. sem skráð er í
Kauphöll íslands. Starfsmenn Vodafone
em um 350 talsins og þjónusta viðskipta-
vini á heimilum og hjá fyrirtækjum um
land allt með farsíma, síma, nettengingar
og sjónvarp. GSM dreifikerfi Vodafone
nær til 98% landsmanna og með sam-
starfi við Vodafone Group, eitt öflugasta
Ýmsir forystumenn Vals og
heiöursfélagar á vígsludegi nýrra
mannvirkja 25. ágúst 2007. Frá vinstri:
Lárus Hólm, Bergur Guðnason.Pe'tur
Sveinbjarnarsson, Sigurður Ólafsson,
Jóhannes Bergsteinsson, Þórður
Þorkelsson, Grímur Sœmundsen, Reynir
Vignir, Jón Gunnar Zoéga, Halldór
Einarsson, Hörður Gunnarsson og
Brynjar Harðarsson.
fjarskiptafyrirtæki í heimi, er viðskipta-
vinum Vodafone tryggð örugg farsíma-
þjónusta um allan heim.
Valsblaðið 2007
53