Valsblaðið - 01.05.2007, Síða 92
■MMR
MM
Fæðingardagur og ár: 1. apríl 1985.
Nám: Á eftir að klára framhaldsskólann.
Kærasti: Pétur Þór.
Hvað ætlar þú að verða: Svo mikið,
ekki enn ekki búin að ákveða mig.
Hafa foreldrar þínir stutt þig í körfu-
boltanum: Já, alltaf.
Hvað gætir þú aldrei hugsað þér að
verða: Forseti Bandaríkjanna.
Af hverju körfubolti: Það var ekkert um
annað að velja þegar ég var lítil og bjó á
Patreksfirði.
Af hverju Valur: Hópákvörðun, og sé
alls ekki eftir því.
Eftirminnilegast úr boltanum: Sárt tap
í unglingaflokki þegar við rétt töpuðum
úrslitaleik.
Mestu vonbrigði þessa timabils: Slök
Framtíðarfólk
Væri helður að klæðast
landsliðstreyjunni
Berglind K. Ingvarsdóltlr er 22 ára og leiknr
hörfubnlta með meistaraflokki
byrjun okkar, en það á eftir að snúast við.
Koma titlar í hús í vetur: Einn kom-
inn, Reykjavíkurmeistarar, fleiri vonandi
á leiðinni.
Skemmtilegustu mistök: Þegar ég skor-
aði í vitlausa körfu eftir uppkast í ungl-
ingaflokki, mjög fyndið.
Mesta prakkarastrik: Tengist körfunni
ekkert, en við vinkonurnar vorum á dans-
námskeiði þegar ég var yngri og ákváð-
um að fela okkur inn á klósetti þegar allt
var búið. Svo fóru danskennararnir og
læstu öllu auðvitað og við fastar þarna
inni á húsinu langt fram á nótt, það var
svo ekkert rosa gaman man ég.
Athyglisverðasti Ieikmaður í meistara-
flokki kvenna i körfu hjá Val: Tinna.
Besti körfuknattleiksmaður heims: Er
og verður alltaf Michael Jordan.
Mottó: Gera mitt besta í öllu sem ég tek
mér fyrir hendur.
Leyndasti draumur: Flytja út og spila
körfu.
Við hvaða aðstæður líður þér best:
Heima eftir vel heppnaðan dag.
Hvaða setningu notarðu oftast: Ertu
ekki að grínast?
Skemmtulegustu gallarnir: Hvað ég er
lítil.
Hvað er það fallegasta sem hefur ver-
ið sagt við þig: Þú ert þess virði að berj-
ast fyrir.
Fullkomið laugardagskvöld: Heima
með fullan poka af nammi, góða spólu,
upp í sófa og hafa ofsa kósý.
Hvaða flík þykir þér vænst um: Nýju
peysuna sem Pétur gaf mér og náttslopp-
inn minn.
Besti körfuboltamaður sögunnar á
Islandi: Anna María og Jón Arnór.
Fyrirmynd þín í körfubolta: Jordan og
Tony Parker.
Landsliðsdraumar þínir í körfubolta:
Það væri heiður að fá að klæðast lands-
Iiðstreyjunni.
DALVEGUR 18. 201 KÓPAVOGUR S. 534-8800, 534-8818
JAKOB LlNDAL OG KRISTJÁN ÁSGEIRSSON ARKITEKTAR FAl
arkitektar ehf.
ALARK
mÁ