Valsblaðið - 01.05.2007, Qupperneq 87

Valsblaðið - 01.05.2007, Qupperneq 87
Eftir Guðna Olgeirsson Stund milli stríða á Rey Cup sumarið 2007. Lea Sifað hvíia lúin bein en sœl með upp- skeruna. urmótinu (Símamdtinu) í 4. flokki og ónefndur íþróttafréttamaður kom og stóð með myndavél við hliðina á markinu og sagði aftur og aftur „það er að koma mark hérna, þessi fer að fá mark á sig“. Ég var þá markmaður og truflaðist að sjálfsögðu og Blikarnir skoruðu mark, unnu leikinn og mótið. Ég hef verið fúl út í fréttamanninn alveg síðan þá. Svo eru náttúrulega fullt af fleiri eft- irminnilegum atvikum, t.d. vítaspyrn- an sem við fengum aldrei á Pæjumótinu í Eyjum. Held að það sé enn hægt að finna reiðiathugasemdi frá mér á heimasíðu mótsins eftir þennan leik. Var langt því frá að vera sátt. Við strunsuðum upp í hús eftir leikinn og ætluðum að láta spila leik- inn aftur, þar sem FH stelpa greip bolt- ann inn í teig en dómarinn sá það ekki og neitaði að gera eitthvað í málunum." Hvernig stóð á þvi að þú fórst að þjálfa hjá Val? „Ég er að sjálfsögðu upp- alin Valsari og gæti ekki ímyndað mér að þjálfa annars staðar. Valur er einstakt félag, andinn þar er allt annar enn hjá öðrum félögum, held að allir sem koma úr öðrum félögum finni það. Það tek- ur ekki langan tíma að verða Valsari en þú ert heillengi að losa þig undan því. Beta er fyrirmynd mín og hefur verið það lengi. Hún þjálfaði okkar árgang frá 6. fl. upp í 3. fl., og eru þjálfunaraðferð- ir mínar byggðar upp á því sem ég lærði hjá henni. Freysi er einnig topp þjálfari en ég lærði mikið af honum þegar ég var með honum með 4. flokkinn í fyrra. Topp þjálfarar bæði tvö.“ Góð liðsheild skiptir bllu máli Hvernig aðferðum beitir þií sem þjálf- ari til að búa til liðsheild og skapa góð- an fe'lagsanda? „Við hittumst mikið utan æfinga, lágmark einu sinni í mán- uði með pizzuparty, bíóferð, keilu eða annað. Svo vinnum við líka með liðs- heildina á æfingum. Ég tel að góð liðs- heild skipti öliu máli þegar kemur að því að ná árangri. Foreldrar þurfa einnig að taka virkan þátt og héldum við foreldra- grill um mitt sumar til að kynnast for- eldrunum betur og fá þá til að hittast. Þetta heppnaðist alveg einstaklega vel og var toppmæting á Pæjumót á Siglufirði en árangurinn af samheldnum foreldra- hópi leynir sér ekki þegar kemur að því að styðja stelpurnar og hjálpa til á mót- um. Það skiptir stelpurnar miklu máli að foreldrarnir komi að horfa á og hvetja stelpurnar." Skipulögð ípróttaiðkun er góð turvörn Er íþóttaiðkun góð forvörn? „Það sem skiptir mestu er að þjálfarinn sé góð fyr- irmynd, við getum komið inn á ýmis efni sem foreldrarnir eiga erfitt með að ræða. Svo skiptir liðsheild og samheldni mikiu máli. Ég vil að stelpurnar finni að þær geti treyst þjálfurunum sínum, og séu óhræddar við að ræða málin. Rannsókn- ir hafa sýnt að íþróttaiðkun skiptir miklu máli sem forvörn, í hópíþróttum eins og fótbolta á að mínu mati að leggja mikla áherslu á félagslega þáttinn, með því haldast böm lengur í iþróttinni og mun minni líkur eru á að þau leiðist út í eitt- hvað vesen, t.d. eins og vímuefnaneyslu. Astæða þess að engin okkar stelpnanna sem voru með mér að æfa eru í veseni í dag tel ég vera hve þjálfunin var góð og hve vel var haldið utan um okkur. Einn- ig hafa rannsóknir sýnt að böm í iþrótt- um ná almennt betri námsárangri en börn sem stunda ekki íþróttir. Ef sá hópur sem byrjaði í 6. flokki er enn þegar komið er í 2. og meistaraflokk þá er góðum árangri náð. Ég tel einnig að aukin umfjöllun um íþróttir, líkt og Sýn gerði í sumar með því að sýna frá öllum helstu mótunum skipti gríðarlegu máli, það eykur áhugann og hvata til að bæta sig.“ 87
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.