Valsblaðið - 01.05.2007, Side 60
Nýtt upphaf í
Eftin Guðna Olgeirsson
Mennirnir íbrúnni íkörfunni, Robert
Hodgson og Sœvaldur Bjarnason þjálf-
arar.
bolta. I því sambandi er ákaflega ánægju-
legt að búið sé að endurvekja meistara-
flokk kvenna,“ segir Rob. Þótt árangur
karlaliðsins hafi lengi verið undir vænt-
ingum og leiki nú 5. árið í röð í 1. deild
eru Rob og Sævaldur báðir sammála því
að nú séu kjöraðstæður hjá Val til að
verða stórveldi í körfubolta á ný, bæði í
meistaraflokki karla og kvenna. Þeir telja
mikla möguleika á því að meistaraflokk-
ur karla nái því markmiði að vinna sér
sæti í úrvalsdeild á komandi tímabili. I
hópnum séu margir efnilegir ungir leik-
menn, stemninginn góð í hópnum, en það
sem háir liðinu helst sé reynsluleysið.
Þeir segja að góður árangur náist með
vel menntuðum og reynslumiklum þjálf-
urum, duglegum stjórnarmönnum og
starfsmönnum félagsins sem eru tilbúnir
að leggja mikið á sig til að gera veg körf-
unnar sem mestan hjá félaginu. Rob seg-
ir mikilvægt að þjálfarar í körfunni vinni
markvisst saman að uppbyggunni og
hann og Sæbi hafi þegar haldið nokkra
fundi með þjálfurum og lofi það mjög
góðu upp á framhaldið. Að hans mati er
mikilvægt að þjálfarar beri í raun sam-
eiginlega ábyrgð á öllum flokkum, þ.e.
byggi þjálfun og kennslu markvisst upp
frá fyrstu tíð. Þeir leggja mikla áherslu á
góða félagslega umgjörð í kringum liðið
og hópurinn er eins og ein stór Valsfjöl-
skylda sem er tilbúinn að leggja mikið á
sig til að ná árangri.
körfubolta hiá Val
Hver er Robert Hodgson?
Rohert Hodgson og Sævaldur Bjarnason
körfnboltaþjálfarar vilja gera enn belur í körfunni
og laða aö nýja iðkendur
Sævaldur Bjarnason eða Sæbi eins
og hann er jafnan kallaður hefur unn-
ið ötullega að uppbyggingu körfubolt-
ans hjá Val og hefur árum saman þjálfað
ýmsa yngri flokka félagsins með góð-
um árangri og er nú m.a. aðstoðarþjálf-
ari í meistaraflokki karla. Rob Hodgson
er bæði þjálfari meistaraflokks karla og
kvenna hjá Val og jafnframt leikmaður
með meistaraflokki. Þeir gáfu sér góðan
tíma eitt siðkvöld í nóvember til að ræða
um körfuboltann hjá Val og hafa þeir svo
sannarlega trú á bjartri framtíð körfubolt-
ans hjá félaginu.
Valur verði stórveldi í körfubolta
„Ég tel að innan þriggja ára verði Val-
ur með eitt þriggja bestu liða landsins í
meistaraflokki karla og kvenna í körfu-
Rob er fæddur og uppalinn í smábæ í
Suður Dakóta en fluttist ungur til New
York. Hann lék síðan körfubolta í nokkr-
um háskólum í Bandaríkjunum í nokkur
ár. Síðan hefur hann leikið sem atvinnu-
maður í körfubolta í Evrópu í 8 ár. Árið
2004 fluttist hann til íslands, nánar tiltek-
ið til Þorlákshafnar þar sem honum gafst
kostur á að leika körfubolta með Þór Þor-
lákshöfn og þjálfa. Rob lék með liðinu í
4 tímabil, bæði í úrvalsdeild og 1. deild.
„Mér líkar mjög vel að búa á íslandi
og kann vel að meta bæði land og þjóð,
það var gott að búa í Þorlákshöfn en mér
likar einnig vel við að búa í Reykjavík og
tel Island vera í alla staði gott land. Mér
líkar sérstaklega vel við að hafa allt inn-
an seilingar, stutt í alla þjónustu og síðast
60
Valsblaðið 2007