Valsblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 46
:S*
Neyðarkall frá formanni, körfubolti
og Kjötskrokkar
Svo kom neyðarkall. Það vantaði for-
mann körfuknattleiksdeildar Vals. Körfu-
boltinn var í einhverri kreppu. Berg-
ur Guðnason var formaður Vals og bað
mig um að taka þetta að mér. Ég var
líka á fullu í meistaraflokksráði knatt-
spyrnudeildar og með mikinn rekstur
í mínu fyrirtæki. Reynsla mín er sú að
þeir sem hafa mikið að gera koma mestu
í framkvæmd. Ég fékk stráka úr fótbolt-
anum með mér í þetta, Bjarna Bjarna.,
Grím, Helga Magg., Baldvin Jóns., Lalla
Ögmunds. og fleiri. Þetta gekk alveg
óhemju vel. Ég var formaður þrjú tíma-
bil. Annað tímabilið var afburða ár, við
unnum öll fjögur mótin sem keppt var í.
Ég hef alltaf reynt í störfum mínum
að koma með nýjungar, mér finnst gam-
an að svoleiðis brölti, brydda upp á ein-
hverju. Þetta fylgir mér svolítið að reyna
gera hlutina öðruvisi en aðrir. Ég er til
dæmis sá fyrsti hér á landi sem notaði
spjöld með númerum leikmanna þegar
leikmönnum er skipt útaf í leikjum. Ég
var liðsstjóri meistaraflokks eftir að ég
hætti að spila og fannst ekkert sniðugt að
vera að öskra inn á völlinn hver ætti að
koma útaf. Ég fékk mér bara spjöld og
skrifaði á þau númer leikmanna. Auðvit-
að hafði ég séð þetta einhvers staðar en
var sá fyrsti hér á landi.
Þegar ég var formaður körfuknattleiks-
deildarinar vildi ég auðvitað fá fólk á
körfuboltaleikina. Við vildum hafa eitt-
hvað sniðugt í gangi í hálfleik. Úr varð
að við vorum með hittnikeppni. Ahorf-
endur áttu að reyna að hitta í körfuna
frá miðju. Sá sem hitti fékk kjötskrokk.
Kjötskrokkurinn var á statífi merktu
Kjötmiðstöðinni hans Hrafns Bachmanns
og var dreginn fram á gólfið í hálfleik.
Reyndar ekki alltaf sami kjötskrokk-
urinn. Svo var það að Valur átti að spila
bikarúrslitaleik við KR í Laugardalshöll-
inni. Við Baldvin Jónsson fórum til fund-
ar við Helga Agústsson núverandi sendi-
herra og Einar Bollason. Ég stakk upp á
því við þá að hafa kjötskrokkakeppnina
í hálfleik og fannst þeim það hið besta
mál. Sem og ég segi þetta, mundi ég eftir
því að skrokkurinn frá síðasta leik, sem
ekki hafði gengið út, hafði gleymst úti í
bíl. Einhverjir dagar höfðu liðið. Það var
auðvitað hávetur svo kannski ekki stór-
hætta á ferðum en ég keyrði í ofboði með
skrokkinn inn í Kjötmiðstöð til Krumma
og hljóp með hann niður á skrifstofu.
Krummi tók þessum tíðindum með hægð
og sagði; blessaður Dóri minn, ekkert
mál, ég nota hann bara í hakkið.
Ég hafði samt ekki körfuboltann í mér.
Fyrir mér vakti auðvitað að gera félaginu
gagn.
Maður verður að alast upp í íþróttinni.
Einu sinni ætlaði ég í fullri alvöru að
reyna að koma Jóni Páli, sterkasta manni
heims í ameríska fótboltann, Jón hafði
sjálfur á því áhuga. Jón Páll var nefni-
lega mikill íþróttamaður, ekki bara sterk-
ur. Ég talaði um þetta við John Elway úr
Denver Broncos, einn frægasta ruðning-
skappa allra tíma, sem ég kynntist vegna
starfa minna fyrir Henson sport USA.
John sagði bara þvert nei því þú dettur
ekkert inní svona íþrótt þótt þú sért sterk-
ur og fljótur að hlaupa. Þú þarft að skilja
íþróttina frá öllum hliðum.
Herrakvöld, KSÍ-klúbburinn og
heiðurskross KSI
Það er engin spurning að ég er upphafs-
maður að þessum herrakvöldum eins og
þau eru í dag. Ég var að hugsa um fjár-
öflunarleið fyrir körfuna þegar ég fékk
þessa hugmynd. Kalla saman gamla
félaga til að skemmta sér eitt kvöld og
afla um leið peninga. Þetta gekk svo
vel að ég hvatti önnur félög til að fara
út í þetta því ég hef alla tíð verið í mikl-
um tengslum við fjölmörg félög. Þetta
var árið 1982 þá var fyrsta herrakvöld-
ið haldið í sal í Síðumúla og var það nú
kannski ekki til eftirbreytni en skilaði
samt góðum tekjum.
Ég er upphafsmaður að KSÍ-klúbbnum
sennilega 1983 eða 1984. Upphaflega sá
ég þetta sem fjárhagslegan stuðning við
KSÍ. Þetta gekk í nokkur ár og lagðist
svo útaf. Þórir Jónsson og Hörður Hilm-
arsson endurreistu síðan klúbbinn. Þessi
hópur kemur svo saman í tengslum við
landsleiki. Ég hef verið formaður býsna
lengi en aðrir formenn hafa verið Sveinn
Jónsson KR og Ríkharður Jónsson frá
Akranesi. í sumar hlaut ég æðsta heið-
ursmerki KSÍ, heiðurskrossinn fyrir störf
að knattspymumálum. Það fannst mér
gríðarlegur heiður.
Landsliðið og íslensk knattspyrna
Ég hef mikinn áhuga á landsliðinu og
skoðanir á því hvernig íþróttin á að þró-
ast. Nú er til dæmis nýbúið að ráða Ola
Jó og Pétur sem landsliðsþjálfara. Við
styðjum að sjálfsögðu við bakið á þeim.
Vonandi gengur þeim vel. Mín skoðun er
hins vegar sú að þegar næst verði hug-
að að ráðningu landsliðsþjálfara sleppi
stjórn KSÍ ekki því tækifæri, að hlusta
að minnsta kosti eftir hverjir úti í hin-
um stóra heimi væru tilbúnir að taka að
sér starfið. Mér finnst skrýtið hvemig við
förum úr einum öfgunum í aðra ef litið er
til þjálfaramála. Stundum hafa allir þjálf-
arar í efstu deild verið útlendingar og
stundum allir íslendingar. Þessi heimur
hefur gjörbreyst. Það er eins og við get-
um ekki farið einhvem meðalveg í þessu.
Við verðum að hafa víðsýnið til að líta
í kringum okkur. Hér fara sömu þjálf-
aramir nokkuð skipulega á milli sömu
liðanna.
Á þessum ámm ljúka margir alþjóða
stjörnuleikmenn ferlinum, moldríkir
menn. Margir þeirra vilja halda áfram að
starfa í íþróttinni þótt þeir þurfi svo sem
46
Valsblaðið 2007