Valsblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 29
ar. Snorri vill þó ekki gera mikið úr
prakkarastrikunum.
„Það sem er mikilvægast í svona hópi er
að eyða miklum tíma saman. Hafa pizzu-
kvöld og hittast utan boltans og bardúsa
eitthvað saman. Hvernig menn vilja svo
útfæra það er mönnum í sjálfsvald sett.
Það skilar sér á vellinum ef menn eru
Ifka vinir utan vallar."
21 árs gamall tók Snorri Steinn stökk-
ið og hélt utan í atvinnumennsku.
Hann gerði samning við þýska liðið
Grosswallstadt til tveggja ára sumarið
2003 og fór svo þaðan til Minden árið
2005. Hann segir að þetta hafi ver-
ið réttur tími til að halda utan, jafn-
vel þótt hann hafl ekki verið einhver
yfirburðamaður hér heima í mörg ár
á undan.
„Auðvitað var það hár veggur að klífa að
fara í þýsku deildina og ég hljóp harka-
lega á hann. Það skipti þó miklu máli að
fara til rétts félags og Grosswallstadt var
rétt lið fyrir mig. Þetta er góður kiúbbur
og vel staðið að málunum. Svo reyndist
Peter Meisinger, þjálfari liðsins, mér vel.
Hann sýndi mér mikið traust jafnvel þótt
ég væri ekki alltaf að spila eins og eng-
ill. Ég vildi auka ábyrgð mína í landslið-
inu og ég taldi að möguleikar mínir væru
betri ef ég væri að spila í Þýskalandi."
Snorri Steinn bætir við að hann
hafi líka verið vel undirbúinn und-
ir atvinnumennskuna úr Val því hann
hafi stefnt að þessu frá því í 6. flokki
og hlotið góða skóiun að Hlíðarenda.
Auk þess hafði hann þegar tekið þátt
í einu stórmóti með iandsliðinu, HM
í Portúgal 2003, þótt hann hafi ekki
spilað neitt.
„Það hjálpaði mér mikið að koma ungur
inn í landsliðið. Guðmundur Guðmunds-
son hafði þessa stefnu að velja alltaf
nokkra framtíðarmenn í hópinn, aðallega
til að vera battar á æfingum. Þar fékk
maður þó að æfa með leikmönnum á borð
við Dag Sigurðsson, Patrek Jóhannesson,
Ólaf Stefánsson og Guðmund Hrafn-
kelsson. Maður þarf að vera úr steini til
læra ekkert af slíkri reynslu og það hjálp-
aði mér tvímælalaust að fá að vera fluga
á vegg á þessum tima. Ég sá aðallega
um að bera boltana og tölvugræjumar en
þetta fór allt í reynslubankann."
Margt vatn hefur runnið til sjávar síð-
an og Snorri Steinn er núna einn af
burðarásum landsliðsins. Mörgum er
Snorri Steinn í landsleik við Spánverja, 2007.
í fersku minni mörkin 15 sem hann
skoraði í háspennuleiknum við Dani
á HM í janúar síðastliðnum. Ljóst er
að forráðamönnum dönsku meist-
aranna, GOG/Svendborg, fannst mik-
ið til frammistöðu hans koma því hann
samdi við liðið til þriggja ára skömmu
eftir HM.
„Eftir fyrra árið í Minden setti ég mér
það markmið að komast í lið sem væri í
toppbaráttunni í sinni deild, því botnbar-
áttan sem ég stóð í í Minden er afar lýj-
andi. Það skipti ekki öllu máli í hvaða
landi það væri því ég vildi einfaldlega
takast á við það að vera í titilbaráttu og
pressuna sem því fylgir. Mér leist vel á
tilboðið frá GOG og sló til þótt það hafi
verið ákveðin áhætta að fara úr sterkustu
deild heims. Svo þróaðist það þannig að
ég er að spila í Meistaradeildinni og við
erum komnir áfram í milliriðlana þar.
Ég sé alls ekki eftir því að hafa farið frá
Þýskalandi."
Snorri Steinn stefnir þó enn að því að
komast að hjá toppliði á Spáni eða í
Þýskalandi.
„Það hefur ekkert breyst varðandi mín
framtíðarplön. Ég stefni alltaf hærra en
eins og staðan er í dag líður mér mjög
vel í Danmörku og er ekki á leið héð-
an næstu 3 árin en hvað gerist eftir það
er óljóst núna. Svo langar mig að vinna
medalíu með landsliðinu. Við erum með
sterkan hóp ef allir eru heilir og við erum
nógu sterkir núna til að ná árangri ef allt
gengur upp hjá okkur.“
Aðspurður um hvaða ráð hann hafi
fyrir unga Valsmenn sem stefna á topp-
inn stendur ekki á svari hjá Snorra.
„Æfa meira en hinir. Þetta er ráð sem
pabbi gaf mér fyrir langa löngu og ég
hef farið eftir því og veit að aðrir leik-
menn sem hafa náð langt fylgja þessari
einföldu reglu. Hafa hausinn vandlega
skrúfaðan á axlirnar og missa ekki sjón-
ar á takmarkinu.“
Að lokum spurðum við Snorra hvort
einhver öfund hafi gert vart við sig í
garð Markúsar Mána Michaelssonar
sem lyfti íslandsbikarnum í vor sem
fyrirliði Vals en þeir félagar léku sam-
an upp alla yngri flokkana hjá Val og
með meistaraflokki í mörg ár?
„Nei, ekki öfund. Það svíður samt sárt að
hafa misst af titlinum á sínum tíma og ég
er sennilega einn fárra uppalinna Vals-
manna sem hafa aldrei orðið íslands-
meistarar. Það sveið samt jafn mikið
hjá Markúsi á sínum tíma að verða ekki
meistari og ég gleðst innilega með hon-
um og öðrum leikmönnum að hafa náð
titlinum í vor. Ég var í beinu sambandi
við Ásvelli á meðan á leiknum stóð í vor
og náði svo bikarafhendingunni á netinu.
Ég er þó ekkert að brenna inni á tíma og
draumurinn er að koma heim og landa
þeim stóra, helst sem spilandi þjálf-
ari. Það verður þó að bíða um sinn en
umsókn minni um þjálfarastarfið er samt
hér komið formlega á framfæri.“
Við þökkum Snorra Steini kærlega
fyrir spjallið og óskum honum og hans
stækkandi fjölskyldu alls hins besta í
framtíðinni.
Valsblaðið 2007
29