Valsblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 65

Valsblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 65
Valsfjölskyldan ----- — ... mmmmmmmmmmmmmmmmmmmt Brynjar llarðarsun unttur leikmaður hjá Val sem hér brýst í uettn hjá Geir Hallsteinssyni ott Áma Árnasyni FII skuraAi sitturmark Vals í Itarkvóldi rétt lyrir lelkslok. Ijilsm. Kmlllu. Valur sigraði í leik mikilla mistaka mál barna sinna. Þau sýna íþróttaiðkun þeirra áhuga en finnst að börnin eigi að hafa ákveðið frelsi í íþróttum og finna sig þar á eigin forsendum. Foreldrar megi ekki vera með óraunhæfar vænt- ingar um árangur í íþróttum, aðalatriðið sé að bömin njóti þess að vera í íþrótt- um og því félagsstarfi sem fylgir. For- eldrar verði að gæta þess að hvetja fyrst og fremst liðið áfram, en ekki bara eigin böm sérstaklega. Þau segjast hins veg- ar ekki sérstaklega tekið að sér að vera í leiðtogahlutverki í foreldraráðum, en hafi frekar verið reiðubúin að hjálpa til þegar þess gerist þörf. Brynjar og Guðrún eiga tvö börn sam- an sem búa í foreldrahúsum, en þau eiga eldri börn sem flutt era að heiman. Dav- íð spilaði bæði handbolta og fótbolta með yngri flokkunum. Hjalti og Hjört- ur bjuggu í Hafnarfirði og spiluðu með FH. Þeir eru nú allir við háskólanám erlendis, Davíð og Hjalti í Danmörku og Hjörtur í Bandaríkunum. Bjarki Brynj- arsson spilar fótbolta með 2. flokki Vals og gengur vel og Harpa Brynjarsdóttir er nú í 5. fl. í handbolta en spilaði einn- ig fótbolta og varð m.a. Islandsmeist- ari fyrir nokkrum áram með 6. flokki. Aðalástæðan að hún hætti í fótbolta var að bekkjarfélagarnir hennar voru flestir í handbolta og henni gengur betur í hand- boltanum. Hún segist vera ánægð í hand- boltanum. En hver er bessi Brynjar Harðarson? Hver er Valsmaðurinn? „Ég flutti í Hlíðarnar 1965, þá bara 4 ára. í föðurfjölskyldu voru miklir Valsarar sem höfðu spilað með meistaraflokki, Sigurhans Hjartarson og Hreinn Hjart- arson, bræður pabba. Fótboltinn átti hug minn allan og ég átti í raun bara eitt leik- fang sem var bolti. Það má segja að ég hafi alist upp í orðsins fyllstu merkingu á Hliðarenda. Ég var þar öllum stundum, meira held ég en nokkur annar af minni kynslóð. Ég veit ekki um marga á mín- um aldri sem hafa haft eins sterkar ræt- ur þarna. Ég sá nánast hverja einustu meistaraflokksæfingu, bæði í handbolta og fótbolta í mörg ár. Ég var hvergi ann- ars staðar á sumrin og fór sjaldnast heim fyrr en meistaraflokkurinn var búinn að æfa. Ástríða mín á félaginu er því mjög rík. Ég tengdist mörgum af „gömlu“ mönnum eins og Sigurði Olafs og fleiri sem þá störfuðu gjaman sem húsverðir í Dcemigerð mynd afBrynjari frá u.þ.b. 1980. Valsheimilnu. Þeir þurftu oft að hringja í foreldra mína og láta sækja mig seint á kvöldin til að losna við mig af svæðinu. Ég var bara smá strákur þegar ég horfði á flest allar æfingar hjá Mulningsvél- inni. Það var því sérkennilegt að vera allt í einu farinn að spila með þessum köpp- um. Krakkarnir í Val komu alls staðar að, bæði úr Kópavogi, Breiðholtinu og víð- ar. Þetta var langt í frá eingöngu úr Hlíð- unum. Það var bara æft í mesta lagi tvis- var til þrisvar í viku. Fyrstu þjálfararnir mínir í fótbolta voru Þórir heitinn Jóns- son og Hörður Hilmarsson. Hörður seg- ir alltaf „sonur sæll“ þegar við hittumst. Síðan þjálfaði Robbi Jóns. mig í mörg ár í fótboltanum. Ég held að ég hafi verið sá eini úr öllum árgangnum í Hlíðaskóla sem fór alla leið í íþróttum. Ég spilaði bæði fótbolta og handbolta alla yngri flokkana, en ég varð aldrei íslandsmeist- ari með þeim. Kjaminn var aldrei nægi- lega sterkur í samnburði við þá geysilega sterku árganga sem vora rétt á undan og eftir mér. Ég var stundum með þremur flokkum á sama tíma í handboltanum. Ég spilaði bara einn úrslitaleik í yngri flokk, en það var í 4. flokki í handbolta og mér er það alltaf minnisstætt vegna þess að það vantaði þrjá mjög góða leikmenn í liðið því þeir voru að fermast þennan dag. Því var ekkert breytt í þá daga.Við spiluðum við Fram og þá var aðalleik- maður þeirra Sigurður Einarsson stjórn- arformaður Kaupþings. Við töpuðum. Ég sé enn eftir því að hafa hætt í fót- bolta í 3. flokki og valið handbolta. Það var kannski bara að handboltinn var að mörgu leyti vinsælli og aðstaðan var bara þannig að það var stutt tímabil í fótbolt- anum og svo var handbolti allan vet- urinn. Valur var ekki með sterkt lið í mínum árgangi hvorki í handbolta né fót- bolta og einhvern veginn þá heillaðist ég bara af handboltanum, en ég held að ég hefði alveg haft jafnmikla möguleika í fótboltanum,“ segir Brynjar. Handboltaástríða „Ég hafði gífurlega gaman af handbolt- anum og á þessum tíma var vegur hand- boltans mjög mikill. Maður fór í alla Valsblaðið 2007 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.