Valsblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 105
Ungir Valsarar
Þarf metnað, vilja og
aukaæfingar fll ai ná langt
Ásdís Vídalín leikur handbolta meö 4. flokki
Ásdís er 14 ára gömul og hefur æft í 7
ár með Val sem er liðið í hverfinu henn-
ar og hún fór með vinkonu sinni að æfa
handbolta. Hún hefur fengið mjög góðan
stuðning frá foreldrum sínum sem henni
finnst skipta miklu máli. Henni finnst
gott að vita að stutt er við bakið á henni.
Hvernig gengur ykkur? Okkur gekk
mjög vel á síðasta tímabili, við vor-
um í 2. sæti í Rykjavíkurmótinu, unn-
um eitt íslandsmót og vorum 2. - 3. sæti
á íslandsmóti og í 3. og 4. sæti í deild-
armótunum, lentum að lokum í 3. sæti
yfir íslandsmótið og enduðum tímabil-
ið á að vinna Húsavíkurmótið í a-lið-
um og b-liðið lenti í 3.sæti. Síðan var ég
og tvær aðrar úr Val valdar í Reykjavík-
urliðið fyrir Alþjóðleikanna sem Reykja-
víkurliðið vann.
Skemmtileg atvik úr boitanum? Fyndin
atvik á Partille Cup 2006, eins og fyrsta
daginn vorum við í liðinu að labba um
hverfið og gengum fram hjá leikvangn-
um og fullt af ljóskösturum og ein segir
„Vá! Sjáið þið rússíbanann" og við litum
við og hlógum og hlógum.
Fyrirmynd úr boltanum? Eins og
Olafur Stefánsson og Einar Hólmgeirs-
son, þeir eru örvhentir eins og ég og í
skyttu og eru mjög góðir.
Hvað þarf til að ná langt í handbolta
eða íþróttum? Það þarf metnað, vilja og
aukaæfingar til að ná langt. Ég þarf að
hugsa meira í viljann. Ég þarf að bæta
ýmislegt.
Hvers vegna handbolti? Ég veit það
ekki. Eins og ég sagði var vinkona mfn
að fara í handbolta og ég fór með henni
og leist bara fjandi vel á. Ég hef prófað
fótbolta, eða þrjár æfingar en entist ekki
þar, prófaði fjálsar, nokkrar sumaræfing-
ar og hætti. Svo ég ákvað að halda mig
bara í handboltanum.
Hverjir eru þínir framtíðardraum-
ar í handbolta og lífinu almennt? Mig
langar að komast langt, fara kannski út
að spila en hver veit hvað gerist. Annars
langar mig bara að lifa góðu lífi.
Er einhver þekktur Valsari í fjölskyldu
þinni? Já eða ég held að hann sé eitthvað
þekktur og það er Jón Halldórson eða
Nonni eins og hann er kallaður.
Hver stofnaði Val og hvenær? Séra
Friðrik Friðriksson 11. maí árið 1911.
Maður veit þetta.
Kringlukráin er lifandi veitingahús og þar er áhersla lögð á notalegt umhverfi, faglega
þjónustu og góðan mat. Matseðillinn okkar er í senn einstakur og íjölbreyttur.
Á honum eru vandaðir réttir við allra hæfi sem framreiddir eru úr besta fáanlega hráefni
hverju sinni. Girnileg salöt, bökur, pastaréttir, fiskiréttir og safaríkar steikur,
ásamt ekta ítölskum pizzum, hamborgurum, samlokum og fl.
Einnig höfum við upp á að bjóða gott úrval léttvína.
Tilboðsmatseðill fyrir leikhúsgesti
Hópamatseðill • Sér salur fyrir hópa
Fjölbreyttur sérréttamatseðill
Lifandi tónlist föstudags- og laugardagskvöld
með bestu hliómsveitum landsins. www.kringlukrain.is
Matsölustaour við öll tækifæri