Valsblaðið - 01.05.2007, Page 8
Grímur Sœmundsen formaður Vals tekur við
lyklum að nýjum mannvirkjum á vígsludaginn
25. ágúst afPe'tri Stefánssyni formanni bygg-
inganefndar.
Helgi Sigurðsson besti leikmaður meist-
araflokks karla í knattspyrnu hjá Val
2007 og besti leikmaður Landsbanka-
deildar karla 2007 með íslandsmeistara-
bikarinn frammi fyrir kröftugum stuðn-
ingsmönnum eftir œsilega lokaumferð.
Að venju var íþróttamaður Vals valinn
á gamlársdag. Margrét Lára Viðarsdóttir
framherji í meistaraflokki kvenna í knatt-
spyrnu fékk heiðurstitilinn „íþróttamaður
Vals árið 2006“ en hún átti stórglæsilegt
tímabil með Valsliðinu sem varð íslands-
meistari í fyrra eins og í ár.
Aðalstjórn Vals gerði á síðasta ári víð-
tækan samning við Frjálsa fjárfestinga-
bankann um auglýsingar Frjálsa á öllum
keppnisbúningum allra kappliða félags-
ins. Er Frjálsi nú einn aðalstyrkt'araðila
félagsins.
Aðalstjórn félagsins gerði einnig sl.
vetur samning við símafyrirtækið Voda-
fone um að nrannvirki félagsins að Hlíð-
arenda myndu bera nafn fyrirtækisins -
Vodafonehöllin og Vodafonevöllurinn að
Hlíðarenda. Þetta er gert að erlendri fyr-
irmynd. Báðir þessir tímamótasamning-
ar færa Val verulegar tekjur til rekstrar.
Þetta var eingöngu kleift vegna glæsi-
legrar uppbyggingar að Hlíðarenda ann-
ars vegar og hins vegar vegna þeirrar
sterku afreksímyndar sem Knattspymu-
félagið Valur var áður þekkt fyrir og hef-
ur nú endurheimt svo um munar.
Er við hæfi að nota það tækifæri sem
hér gefst til að þakka forráðamönnum
þessara tveggja fyrirtækja fyrir framsýni
og gott samstarf sem vonandi á eftir að
reynast öllum heilladrjúgt.
hafa verið nýtt til uppbyggingar þeirra
íþróttamannvirkja sem félagið nýtur nú.
Eitt af síðustu embættisverkum Vil-
hjálms Þ. Vilhjálmssonar, borgarstjóra,
nú í haust var að skrifa undir nýtt þrí-
hliða samkomulag Vals, Valsmanna hf
og Reykjavíkurborgar um aukinn bygg-
ingarrétt á Hlíðarendareit, en andvirði
hans nýtist til enn frekari uppbyggingar á
félagssvæði Vals.
Því að við Valsmenn erum alls ekki
hættir. Nú er í undirbúningi bygging
knatthúss og annarrar stúku fyrir keppn-
isleikvanginn, sem mun taka 1800 manns
í sæti en hún verður tengd knatthúsinu
með sama hætti og nýja stúkan er tengd
íþróttahúsinu. Þegar þessu verður lokið
verður til leikvangur með sæti fyrir rúm-
lega 3000 manns. Sannkölluð Valsgryfja.
Undir knatthúsinu verður bflastæðakjall-
ari með yfir 300 bflastæðum. Þá verð-
ur byggður óupphitaður gervigrasvöllur
á mörkum lóðar okkar og Landsspítala.
Hann verður tekinn í notkun haustið 2008
en knatthúsið haustið 2009.
Hefðbundið starf
Frammistaða afreksflokka
okkar var slík á árinu að
það fer í bækurnar sem eitt
mesta og glæsilegasta sigurár
félagsins frá upphafi. Meist-
araflokkur karla í handknatt-
leik varð íslandsmeistari sl.
vor og meistaraflokkur karla
og kvenna í knattspyrnu urðu
báðir íslandsmeistarar nú í
haust. Það er sannarlega búið
að vera ánægjulegt að vera
Valsmaður á því ári sem nú
er að líða. Má segja að sig-
urganga utan vallar sem inn-
an hafi verið nær samfelld.
Sverrir Traustason hinn síungi húsvörður (
Valsheimilinu sti'gur á fyrstu þökuna sem lögð
var á nýjan keppnisvöll félagsins sumarið 2007.
Valsfáninn blaktir við hún hjá ungum og efni-
legum iðkendum og stefnt er að mikilli fjolg-
un iðkenda hjáfélaginu.