Valsblaðið - 01.05.2007, Page 44

Valsblaðið - 01.05.2007, Page 44
Sjálfsmyndin semfór á afinœlisdiskinn. Ragnarsson, Bergsveinn Alfonsson, Sig- urjón Gíslason og Bergsteinn Magn- ússon. í framlínunni voru Hermann, Ing- var Elfsson, Reynir Jónsson, Gunnsteinn Skúlason og Smári Jónsson bróðir Reyn- is. Þetta lið hélt svo áfram. Þá voru menn ekkert að fara í önnur félög. Sá eini sem var líklegur til að fara var Hemmi en hann hefði þá bara farið í atvinnu- mennsku til útlanda. Það var enginn annar á leið í atvinnumennsku og menn hugsuðu ekkert út í svoleiðis. Alls ekki. Þetta var bara gaman og verðlaunin voru Evrópuferðirnar. Ég veit ekki hvað ég hefði tekið til bragðs ef ég hefði ekki komist í meist- araflokksliðið. Það hefði verið mjög erf- itt fyrir mig að fara í annað félag. Mað- ur vildi vera í meistaraflokki Vals. Það sem dreif mig áfram var nú bara það að mér fannst mjög gaman að spila fótbolta og félagsskapurinn var frábær. Ég var svo sem ekkert ósáttur löngu síðar þegar ég komst ekki lengur í meistaraflokk. Þá spilaði ég bara með fyrsta flokki og hafði gaman af því. Það var miklu afslapp- aðra og við náðum okkur vel á strik þar, unnum mót sem Valur hafði ekki unn- ið í fjölda ára. Við Lárus Ögmundsson spiluðum gjarnan á miðjunni og Hemmi kallaði okkur síamstvíburana. Svo fór maður fram í hornin og potaði inn einu og einu marki. Ferillinn í meistaraflokki er því tólf ár frá 1966 til 1978. Glaumbær oy forréttindi Við fengum okkar forréttindi út úr þessu þótt þau séu nú ekki mikil miðað við það Kollegar í tónlist og fótbolta. Henson og Rod Stewart. sem gerist í dag. Einar Bjömsson sem var mikill og harður Valsmaður starfaði við það að hafa eftirlit með vínveitingahús- um í Reykjavík á þessum árum. Þá var Glaumbær aðal skemmtistaðurinn. Ein- ar þurfti því vegna starfa sinna að hafa eftirlit með Glaumbæ. Þar mynduðust alltaf miklar raðir og gat verið erfitt að komast inn. Þá var gott að eiga að Valsmanninn Einar Bjöms- son í eftirlitinu því hann tók okkur strák- ana, stundum aftast úr röðinni og fór með okkur fram fyrir alla og beint inn ... og þá emm við að tala um hundrað metra langa biðröð. Þetta voru nú laun knattspyrnu- manna, Evrópuferðimar, félagsskapurinn og svona hlutir eins og að komast auð- veldlega inn í Glaumbæ. „Say sopry"- Benfica-leikirnin Það er engin spurning að það sem stend- ur uppúr er þetta ótrúlega ævintýri þegar Benfica kom 1968. Það skapaðist þvílrk stemning á Islandi fyrir þessum leik. Það var nú sennilega þessi magnaði leikmað- ur Eusébio sem olli þessu fjaðrafoki. Þá kom til íslands í fyrsta skipti súperstjama í fótbolta. Það hefði verið hægt að selja miklu fleiri miða. Þótt völlurinn hefði tekið tuttugu og fimmþúsund manns hefði völlurinn fyllst. Það voru átjánþús- und þrjúhundmð og níu sem keyptu sig inn, það var alls staðar fólk. Þetta var ótrúlegt, jafnvel haustblíðan átti sinn þátt í að það myndaðist mögnuð stemning. Leikmennirnir og þeir sem stóðu liðinu næst voru mjög duglegir að auglýsa upp leikinn. Við settum plaköt á alla ljósa- staura, þá voru ljósastaurarnir tréstaurar svo auðvelt var að negla í þá. Liðið und- irbjó sig ekkert sérstaklega fyrir þennan leik umfram aðra leiki. Þetta var afar ein- falt, ekkert vesen. Við vomm heldur ekk- ert stressaðir. Þetta var fyrst og fremst feikilega gaman. Stemningin í búnings- klefanum var mikil og alveg magnað að hlaupa út á alveg kjaftfullan völlinn. Leikurinn sjálfur var í raun frekar rólegur, engin keyrsla. Þeir tóku þessu frekar létt. Palli Ragnars var settur á Eusébio og elti hann hvert sem hann fór. Það breytti ekki því að ég lenti auðvitað í kappanum, hann var gríðarleg flinkur og fljótur. Einhvern tímann þegar ég tæklaði hann sagði hann við mig „say sorry“ það var vandalaust af minni hálfu. Þá fannst honum tæklingin eitthvað ósanngjörn. Síðan fengum við til tevatnsins í leikn- um úti í Portúgal. Það var gríðarlegt ævintýri að koma þarna. Þá var allt gefið í botn og þessi atvinnumannatrix notuð óspart. Gott dæmi um það var að Simo- es kantmaður þeirra var að undirbúa fyr- irgjöf, ég dekkaði hins vegar Torres, sem var nú hálfgerður gíraffi, svo hávaxinn var hann. Rétt áður en Simoes gefur fyr- ir þá fæ ég þetta líka olnbogaskot í mag- ann, þannig að þegar Torres skallar bolt- ann í netið þá er ég að einbeita mér að ná andanum. Svo stigu þeir á ristina á manni og notuðu ýmis brögð sem við áhuga- menn frá íslandi kunnum engin svör við. Eiginlega var þessi leikur nokkrum núm- erum of stór fyrir okkur. Félagið hagnaðist um stórfé á þessu. Það fékk enginn krónu fyrir störf sín og það sem ef til vill er miklu merkilegra, það ætlaðist enginn til þess. íslandsmeistarap 1966 í rugby- búningum Fyrir utan leikina við Benfica var íslandsmeistaratitilinn 1966 eftirminni- legur. Valsmenn urðu þá Islandsmeist- arar í knattspymu eftir æsispennandi úrslitaleiki við Keflavík. Um átta þúsund 44 Valsblaðið 2007
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.