Valsblaðið - 01.05.2007, Qupperneq 34
Heimir Ríkharðsson aðstoðarþjálfari, Markús Máni
Michaelsson og Oskar Bjarni Oskarsson þjálfari stoltir
með Islandsmeistarabikarinn íhandbolta 2007.
teljast viðunandi miðað við aðstöðuleys-
ið. Foreldrar og aðstandendur iðkenda
héldu áfram að sýna þolinmæði og skiln-
ing, auk þess sem þjálfarar yngri flokka
stóðu sig mjög vel. Uppskeruhátíð yngri
flokka var haldin í Laugardalshöll í maí
2007, þar sem meistaraflokksleikmenn
komu og heilsuðu upp á yngri iðkendur.
Viðurkenningar voru að sjálfsögðu veitt-
ar, eins og sjá má síðar í skýrslunni.
Góður árangur yngri flokka
an grunn og umgjörðin enn glæsilegri
með tilkomu nýrra veltiskilta. Lokaleik-
ur okkar í Laugardalshöll var eftirminni-
legur, fullt hús í mikilvægum leik gegn
Stjörnunni, ógleymanleg stemning og
mikilvægur liður í meistaratitli síðasta
tímabils.
Meistaraflokkur karla
Islandsmeistarar
Það er einmitt íslandsmeistaratitill meist-
araflokks karla sem stendur upp úr þeg-
ar síðasta tímabil er rifjað upp. Strákarn-
ir voru í toppbaráttunni allan tímann og
síðustu leikirnir eru eftirminnilegir. Áður
var minnst á heimaleik við Stjörnuna,
sem vannst á glæsilegan hátt fyrir fullu
húsi áhorfenda. Eftir þann leik kom hins
vegar tapleikur á móti HK, sem þýddi
að baráttan um titilinn yrði milli þess-
ara tveggja liða. Þar sem Laugardals-
höllin var upptekin í aprflmánuði, þurfti
að færa tvo síðustu heimaleiki liðsins út
á Seltjarnarnes. Sá fyrri var gegn Fram,
eftirminnilegur leikur sem vannst með
10 marka mun, 29-19, en sá seinni var
gegn IR og vannst öruggur sigur á Breið-
hyltingum. Fyrir lokaumferðina voru
Valur og HK jöfn að stigum, en við fyrir
ofan á innbyrðis viðureignum. Þetta var
hins vegar engan veginn búið, lokaleik-
urinn var við Hauka í Hafnarfirði, en HK
menn fóru norður á Akureyri. Strákarn-
ir sýndu mikinn vilja og lönduðu glæsi-
legum sigri í Hafnarfirði, 31-33, á með-
an Kópavogsbúar náðu aðeins í eitt stig
fyrir norðan. Titillinn var í hús eftir allt
of langa bið og honum var vel fagnað.
Meistaraflokkur kvenna
Stelpurnar náðu því miður ekki að fylgja
því eftir að vera á toppnum í janúar eft-
ir glæsilegan sigur á Stjörnunni í Garða-
bæ. í febrúar fataðist liðinu flugið, datt út
úr bikarkeppni fyrir Haukum á Ásvöllum
og byrjaði að tapa stigum í deildarkeppn-
inni. Niðurstaðan í deildinni varð 3. sæt-
ið, sem voru nokkur vonbrigði miðað við
hversu vel liðið lék á tímabili. Hins veg-
ar var það liðinu nokkuð áfall að missa
Ágústu Eddu Björnsdóttur í febrúarmán-
uði, en þá kom í ljós að hún bar bam
undir belti. Það átti reyndar eftir að setja
öðrum leikmönnum liðsins ótrúlegt for-
dæmi, eins og síðar verður vikið að. Þess
má geta að Ágústa Edda var valin hand-
boltakona ársins 2006, glæsileg íþrótta-
kona sem er félaginu til sóma.
I deildarbikarkeppni fjögurra efstu liða
féllu stelpurnar út gegn Gróttu, þar sem
heimaleikur liðsins var spilaður í Selja-
skóla. Strákarnir féllu út fyrir Stjörn-
unni, en þeir leikir komu beint í kjölfarið
á sigri liðsins í íslandsmótinu.
Á lokahófi HSÍ bar það hæst að Óskar
Bjarni Óskarsson var valinn þjálfari árs-
ins, auk þess sem Markús Máni var val-
inn besti leikmaður DHL deildarinnar.
Yngri flokkarnir
Kristinn Guðmundsson var yfirþjálf-
ari deildarinnar tímabilið 2006-2007 og
stóð sig með prýði við erfiðar aðstæður. I
samráði við íþróttafulltrúa tókst að halda
utan um flokkana sem voru eins og áður
segir dreifðir a ýmsa skóla. Iðkendafjöldi
stóð í stað milli tímabila, sem verður að
Yngri flokkar félagsins stóðu sig vel síð-
astliðið tímabil, en t.d. náði 4. flokk-
ur karla í undanúrslit íslandsmótsins.
Árangur 2. flokks karla stendur þó upp
úr. Þeir urðu bikarmeistarar með því að
leggja Hauka í úrslitaleik, 32-27, í leik
sem var jafn framan af en Valsmenn sigu
fram úr á lokasprettinum. Þá varð liðið
Islandsmeistari eftir 30-22 sigur á Aft-
ureldingu, en þess ber að getá að þetta
er þriðja árið í röð sem 2. flokkur karla
landar íslandsmeistaratitli, sem er ein-
stakt afrek og ber vott um bjarta framtíð
handboltans á Hliðarenda. Kvennameg-
in ber að minnast sérstaklega á frammi-
stöðu 5. flokks kvenna, sem náði góðum
árangri undir stjórn Bjarneyjar Bjarna-
dóttur og voru í möguleika á íslands-
meistaratitlinum á tímabili. Eldra ár
þess flokks gekk síðan upp í 4. flokk og
standa sig mjög vel þar undir stjórn Dav-
íðs Ólafssonar, en þær spila í efstu deild
og eru næsta kynslóð handboltakvenna í
Val.
Gott þjálfarateymi
Það er ekki ofsögum sagt þegar haldið
er fram að Valur hafi fremstu handknatt-
leiksþjálfara landsins á sínum snærum.
Fyrir yfirstandandi tímabil voru end-
urnýjaðir samningar við Ágúst Jóhanns-
son, meistaraflokksþjálfara kvenna, og
Óskar Bjarna Óskarsson, meistaraflokks-
þjálfara karla. Heimir Ríkarðsson end-
urnýjaði samning sinn til tveggja ára,
en þessi ótrúlega sigursæli þjálfari held-
ur utan um 2. flokk félagsins auk þess
að aðstoða Óskar Bjarna. Karl Guðni
Erlingsson fór í nýtt hlutverk, en hann
sinnir séræfingum fyrir meistaraflokka
34
Valsblaðið 2007