Valsblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 72

Valsblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 72
Þjálfaraglens. Teddi, Freysi og Beta í góðum gír. artíma. Þrátt fyrir þetta tap átti lið- ið hreint út sagt frábæran leik og án efa einn besta leik tímabilsins. Valur - Wezemal Annar leikur liðsins var á móti heima- stúlkunum Wezemal. Sá leikur gekk mjög vel og fór hann 4-0 okkur í hag en staðan var 0-0 í hálfleik. Kata fyrirliði kom okkur síðan yfir með skallamarki á 59. mínútu og eftir það opnuðust allar flóðgáttir. Margrét Lára skoraði þrennu á 69., 75. og 80. mínútu og hefði sigurinn alveg eins getað orðið stærri. Innbrot á hótelið A meðan á leiknum stóð var brotist inn á gríðarlega ffna hótelið okkar og ýmsu stolið þ.á m. fartölvum, símum og veskj- um. Þetta varð allt hið svakalegasta mál og fóru margar stelpur úr liðinu í rann- sóknarlögguleik. Það eina sem fannst á endanum voru ýmis íslensk kort, bóka- safns-, líkamsræktarkort ofl. sem höfðu verið í einu veskinu út á miðri götu í Brússel en þjófunum hefur greinilega ekki litist nægilega vel á allan vaming- inn. Misheppnuð verslunarferð Eftir Wezemal leikinn fengum við tveggja daga frí þannig að liðið skellti sér í versl- unarferð í borginni. Okkur til lítillar kæti var maraþonhlaup í bænum þannig að all- ar helstu búðir voru lokaðar. Leiðsögu- maðurinn okkar sagði þá frá öðrum fínum verslunarstað og fór því rútan með okkur þangað. Eftir 40 mínútna keyrslu var eft- irvæntingin orðin óbærileg og allar komn- ar upp með veskin tilbúnar að strauja kort- in. Þvílík vonbrigði sem við urðum fyrir, til að gera langa sögu stutta þá var þetta hreint út sagt SKELFILEGT og eina sem var keypt vom eyrnabönd og gerviköngu- lær (sem vom notaðar til að hræða þjálf- arann sem hefur einstaklega mikla fóbíu). I sárabætur var rútan fengin til að keyra okkur á McDonalds og urðu því leikmenn í fyrsta skiptið saddir í allri ferðinni. Valur - Everton Sfðasti leikur okkar var á móti Ever- ton og var hann vægast sagt slakur. Við byrjuðum leikinn illa og vorum heppn- ar að fá ekki á okkur mark strax þegar Everton brenndi af vítaspyrnu. Þær kom- ust síðan yfir eftir hornspyrnu og staðan var 1-0 í hálfleik. Seinni hálfleikur byrj- aði eiginlega verr en sá fyrri og á tveggja mínútna kafla 53. og 55. mínútu bætti Everton við tveimur mörkum og staðan orðin 3-0. Þá vöknuðum við til lífsins og Kata skoraði skallamark eftir góða send- ingu Pálu inn á teig. Eftir að staðan var orðin 3-1 vorum við allt í öllu í leikn- um og hefðum hæglega getað jafnað. Við vorum meðvitaðar um að tap með tveim- ur mörkum hefði getað fleytt okkur áfram í 8 liða úrslitin að þvi gefnu að Frankfurt myndi sigra arfaslakt lið Wezemal. Því miður sást það á leik okkar og töpuðum við leiknum með tveimur mörkum. Sorglegur endir í Evrópukeppninni Eftir leikinn horfðum við vongóð- ar á nýkrýnda heimsmeistarana í Frank- furt eiga sinn skelfilegasta leik sem sög- ur fara af, en það var varla hægt að kalla þetta fótboltaleik. Bæði lið vissu að jafnt- efli myndi koma þeim í 8 liða úrslitin og jafntefli varð því niðurstaðan og við út úr keppninni. Sorglegur endir á annars góðri ferð og má segja að lélegasta lið riðilsins, Weze- mal hafi komist áfram ásamt Frank- furt, en svona er víst fótboltinn. Stefnan á næsta ári er að sjálfsögðu að gera bet- ur en í ár. Tímabilið var heilt yfir virkilega gott. íslandsmeistaratitillinn var hápunktur sumarsins en við ætluðum okkur samt stærri hluti í Evrópukeppninni, það verð- ur því að bíða til næsta árs! Takk fyrir gott knattspyrnusumar. Guðbjörg Gunnarsdóttir meistaraflokki kvenna 72 Valsblaðið 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.