Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1890, Qupperneq 56
54
milli hins ýmsa lundarlags. J>ví er sagt lijer að fram-
an, að sælir sjeu þeir kennarar, sem ekki íinna eitt
lundernið öðru ríkara hjá lærisveinum sínuin. Starf
þeirra er að þessu leyti þegar hálf unnið, þar sem
lundin lijá slíkum hörnum þegar er blönduð að nokkru
leyti, en aðrir kennarar hafa við að stríða börn með
óblandaðri lund; en það er miklu meiri erfiðleikum
bundið.
Hver lund sem er, hefur sína kosti og lesti. Lest-
ina verður að bæta, en kostina að örfa, og lagafæra.
Sterkustu eða skærustu litirnir eru ekki ávallt hinir
þægilegustu. Glaðlyndur maður getur verið þægilegur í
umgengni; en ef hann er sí og æ að gera að gamni
sínn, verður hann óþolandi. Oss þykir ekki óviðkunn-
anlegt að sjá alvarlega menn, en ef þeir eru sí-þnrir
alvarlegirog þegjandalegir, þá leiðast oss þeir. |>egar
vjer töluðum um hið ýmsa lundarlag barna, urðum
vjer því jafnan að rninna á, liversu fara skal með
náttúru þeirra, og hafa áhrif á hana: deyfa lrið sang-
vinska, halda aptur af hinu kóleriska, hvetja hið melan-
kólska og vekja hið flegmatiska barn.
Aður en kennarinn fer að mýkja lund barnsins,
eða breyta henni, verður hann að ganga úr skugga um
það, að hve nriklu leyti lundarlagið er meðfætt, og að
hve miklu leyti það er svo orðið af ytri áhrifum. Ef
ytri atvik hafa skapað lundina, þarf ekki annað en
breyta þeim.
Opt er líkamleg veiklun orsök til hins eða þessa
lundarlags. þannig er eins og áður er sagt, melankólí
hjá börnum optast komin af líkainlegri veiklun. J>eg-
ar svo stendur á, verður kennarinn auðvitað að leita
ráða læknis, og getur ekkert gert án hans hjálpar.
Eins má ekki til annars ætlast en að börn sjeu melan-
kólsk, ef mikla sorg ber þeim að höndum, eða ef þau