Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Blaðsíða 118
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/2009118
le iðbe in ingar
Nota skal íslenskar gæsalappir. •
Á forsíðu skal koma fram heiti greinar og nafn höfundar. •
Á eftir forsíðu skal vera u.þ.b. 100–150 orða útdráttur á íslensku.•
Á þriðju síðu handrits eða við upphaf greinarinnar sjálfrar skal heiti greinarinnar •
einnig koma fram, án nafns höfundar.
Heiti greinarinnar á ensku og u.þ.b. 600 orða útdráttur á ensku skal vera á eftir •
heimildaskrá.
Myndir og töflur skulu vera með sem einföldustu sniði og á sérsíðum aftast í •
handriti en merkt við í handritinu hvar þær skulu staðsettar (t.d. tafla 1 hér).
Upplýsingar um höfunda á íslensku og ensku skulu fylgja handriti, u.þ.b. 50 orð •
á hvoru máli. Þar skal koma fram staða og menntun höfundar ásamt rannsóknar-
sviði og netfangi.
Greinar skulu vera vel yfirfarnar með tilliti til málfars og framsetningar.•
Viðmiðanir við ritrýningu
Greinarhöfundum er bent á að við ritrýningu greina er einnig lögð áhersla á eftirfar-
andi þætti:
Útdráttur sé í samræmi við innihald.•
Titill greinar sé lýsandi.•
Uppbygging greinarinnar sé skilmerkileg.•
Efnistökum, tilgangi og mikilvægi viðfangsefnisins sé lýst í inngangi.•
Grein sé gerð fyrir fræðilegu samhengi og nýjustu rannsóknum, mikilvægi rann-•
sóknarefnisins, tilgangi rannsóknar, rannsóknarspurningum, rannsóknarsniði,
rannsóknaraðferðum og úrvinnslu gagna.
Yfirlitsgreinar byggi á víðtækri skoðun á fræðilegum skrifum og rannsóknum á •
viðkomandi efni.
Niðurstöður séu settar skýrt fram, studdar gögnum og rannsóknarspurning-•
unum svarað.
Ályktanir séu studdar gögnunum og fræðilegri umræðu.•
Greinin bæti við skilning og þekkingu á sviðinu og leggi af mörkum til rann-•
sókna, starfsvettvangsins eða stefnumörkunar á sviði uppeldis- og mennta-
mála.
Vandað sé til frágangs og málfars.•