Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Blaðsíða 65

Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Blaðsíða 65
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/2009 65 hafdís gUðJónsdóttir, Jóhanna karlsdóttir almenna hlutanum en einnig einstökum hlutum hennar. Jafnrétti til náms er grund- vallarviðmið í stefnu yfirvalda og samkvæmt því eiga allir nemendur rétt á að fá nám og kennslu við hæfi í skóla þar sem þeir fá tækifæri til að þroska hæfileika sína. Jafn- rétti merkir hér „ekki endilega sömu úrræði fyrir alla heldur sambærileg og jafngild tækifæri“ (Menntamálaráðuneytið, 2006, bls. 8). Einnig kemur fram að skólum beri að hafa að leiðarljósi fjölbreytta kennsluhætti, viðfangsefni að vali nemenda og heilbrigt félagslíf. Þeir þurfi að laga starfið að nem- endum sínum og gefa þeim kost á viðfangsefnum sem henta námsgetu þeirra og færni (Menntamálaráðuneytið, 2006). skóli án aðgrEiningar Í umræðum um hugmyndir um skóla án aðgreiningar höfum við ítrekað heyrt að þær séu góðra gjalda verðar en óframkvæmanlegar. Því er haldið fram að þetta sé fyrst og fremst hugmyndafræði fræðimanna sem rannsaka fyrirbærið eða hugmyndir stjórnenda, sem geti vísað í fallegar hugsjónir eða sýn á skólastarf á hátíðarstundum en hafi lítið með raunveruleika skólanna að gera (Brantlinger, 2004; Erna Árnadóttir, 1996). Orðið hugmyndafræði er í þessu samhengi notað í neikvæðri merkingu þeirra sem vinna gegn skóla án aðgreiningar (Brantlinger, 2004). Hugmyndafræði skóla án aðgreiningar sækir styrk sinn í sýn og von um betri skóla fyrir alla. Erfiðleikar við framkvæmd stafa ef til vill af því að skilgreiningar og túlkun á hugmyndafræðinni sem býr að baki eru mismunandi. Einnig geta þeir stafað af skorti á samræðum, bæði þeirra sem hafa vald eða aðstæður til að breyta og ekki síður meðal kennara og for- eldra (Allan, 2004). Hugmyndir um skóla án aðgreiningar tengjast mannréttindamálum og eru byggð- ar á gildum réttlætis og mannréttinda. Þær taka tillit til margbreytileika og virkrar þátttöku allra. Markmiðið er að draga úr aðgreiningu sem útilokar minnihlutahópa eða flokkar manneskjur eftir kyni, þjóðfélagsstöðu, fötlun, þjóðerni, fjölskyldubak- grunni eða námslegri færni (Booth, Nes og Strømstad, 2003; Florian, 2005). Nám án aðgreiningar snýst ekki eingöngu um staðsetningu námsins, þótt halda mætti það af íslenska hugtakinu, heldur einnig um skipulag, framkvæmd og árangur nemenda (Erna Árnadóttir, 1996; Loreman, Deppeler og Harvey, 2005). Hugað er að því hvernig hægt er að kenna fjölbreyttum nemendahópi þannig að allir fái náms- og félagslegar þarfir sínar uppfylltar. Byggt er á styrkleika nemenda, vináttu og virðingu um leið og kröfur aðalnámskrár eru hafðar í huga. Náms- og kennsluhættir eru sveigjan- legir og miða að því að koma til móts við fjölbreyttan nemendahóp þar sem boðið er upp á nám við hæfi hvers og eins og tekið tillit til áhuga, skilnings, þekkingar og hæfni nemenda (Ainscow, 2007; Booth og Ainscow, 1998; Guðjónsdóttir, Cacciattolo, Dakich, Davis, Kelly og Dalmau, 2007; Hafdís Guðjónsdóttir, 2000). Nemendur fá tækifæri til að velja viðfangsefni og að læra saman. Námsmat er fjölbreytt og byggist á því að skoða stöðu, framfarir og árangur um leið og ferlið sem hver nemandi fer í gegnum í námi sínu er metið (Rothstein-Fisch og Trumbull, 2008). Við skipulagningu náms án aðgreiningar er hugað markvisst að því að draga úr þeim hindrunum sem standa í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.