Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Blaðsíða 22

Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Blaðsíða 22
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/200922 Þetta er býsna skýrt og ástæðulaust virðist að gera annan greinarmun á um einstök héruð en þjóðlönd eða ríkisheildir. Búseta fólks er aðalatriðið, en tilfinning viðkom- andi, sjálfsskynjun hans, skiptir einnig miklu máli. Því verður eftirleiðis gengið út frá því að búseta og samvitund fólks ráði því til hverra það telst helst. Ef fyrrnefnd hjón telja sig til Vatnsdælinga eru þau Vatnsdælingar, ef þau telja sig Reykvíkinga eru þau Reykvíkingar. Þetta getur virst losaralegt en er það ekki. Þar tek ég undir með banda- ríska félagsfræðingnum Liah Greenfeld (fædd í Sovétríkjunum, menntuð í Ísrael), sem birti yfirgripsmikla greiningu á þjóðernisstefnunni í fimm löndum (Englandi, Frakk- landi, Rússlandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum) árið 1992. Hún segir meðal annars: „Samvitund er skynjun. Hafi tiltekin samvitund enga merkingu í huga ákveðins hóps býr sá hópur ekki yfir viðkomandi samvitund“ (Greenfeld, 1992, bls. 13).9 Þetta er kjarni málsins. Sjálfsskynjun einstaklingsins og samsömun hans með hópn- um ræður hverjum hann tilheyrir. Samvitundin verður til við ákveðnar menningarlegar og oft landfræðilegar aðstæður, gjarnan í nánum samanburði við samvitund annarra hópa. Álit þeirra skiptir máli og hefur sífelld áhrif svo samvitundin tekur jafnan breyt- ingum í samræmi við þróunina allt um kring (Hall, 1992; Macdonald, 1998). Það hvernig fólk skilgreinir sjálft sig er reglulega áhugavert. Allir tilheyra mörg- um hópum en sumir þeirra eru hlutmengi í öðrum, falla undir stærri hóp. Hvamms- tangabúinn er Miðfirðingur um leið og hann er Húnvetningur, Norðlendingur og Íslendingur. En hvað er hann fyrst og hvað svo? Í hvaða röð kemur þessi sjálfsskynjun hans? Rannsóknir af þessu tagi skortir á Íslandi en lítum enn til Skota um útskýringar. Afstaða þeirra til þess hvort þeir telja sig meira skoska eða breska hefur ítrekað verið könnuð og nokkrar niðurstöður slíkra rannsókna má sjá í töflu 1 sem tekur til áranna 1986–2003. Tafla 1 – Þjóðarvitund Skota 1986–2003. Svör við spurningunni „Hvað lýsir því best hvernig þú lítur á sjálfa(n) þig?“ (Brown o.fl., 1998; Bryant, 2006; McCrone, 1998).10 landið er eitt – samfélagið er breitt/breytt 9 Á frummálinu: „Identity is perception. If a particular identity does not mean anything to the po- pulation in question, this population does not have this particular identity.“ 10 Heimildum ber ekki fyllilega saman um orðalag spurningarinnar tilvitnuð ár en merkingarmunur er enginn. Spurningin sem tölurnar sýna svarið við var þessi 1986 og 1997: „We are interested to know how people living in Scotland see themselves in terms of their identity. Which of these statements best describes how you regard yourself?“ Spurningin árið 2003 var þessi: „Some people think of themselves first as British. Others may think of themselves first as Scottish. Which, if any, of the following best describes how you see yourself?“ (Brown o.fl., 1998, bls. 208; Bryant, 2006, bls. 5). 1986 1997 2003 A. Skosk(ur), ekki bresk(ur) 39% 23% 31% B. Meira skosk(ur) en bresk(ur) 30% 38% 34% C. Jafnmikið skosk(ur) og bresk(ur) 19% 27% 22% D. Meira bresk(ur) en skosk(ur) 4% 4% 4% E. Bresk(ur), ekki skosk(ur) 6% 4% 4% F. Ekkert af framangreindu 2% 4% 5% A+B 69% 61% 65% D+E 10% 8% 8%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.