Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Blaðsíða 13

Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Blaðsíða 13
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/2009 13 Af mörgum áhrifamiklum höfundum í þjóðernisumræðu síðustu ára skulu aðeins tilgreindir þrír: enski félagsmannfræðingurinn Ernest Gellner, írsk-bandaríski stjórn- málafræðingurinn Benedict Anderson og enski félagsfræðingurinn Anthony D. Smith. Gellner og Anderson sendu báðir frá sér bækur árið 1983 sem sættu drjúgum tíðind- um og mörkuðu í reynd upphaf þess sem kallað hefur verið módernismi í seinni tíma umræðu um uppruna og eðli þjóðernis. Þeir halda því báðir fram að þjóðir séu hug- arfóstur manna sem byggi á sameiginlegum siðvenjum. Með orðum Gellners: „Tveir menn eru af sömu þjóð ef og aðeins ef þeir deila sömu menningu. … Tveir menn eru af sömu þjóð ef og aðeins ef þeir viðurkenna hvor annan af þeirri sömu þjóð. … Þjóðir eru hugarfóstur sannfæringar manna, hollustu þeirra og samstöðu“ (Gellner, 1983, bls. 7).2 Og með orðum Andersons: „þjóð er ímyndað pólitískt samfélag“ (Anderson, 1983, bls. 6).3 Skrif Gellners og Andersons vöktu mikil viðbrögð og leystu þjóðernisumræðu á margan hátt úr læðingi, erlendis sem hérlendis. Viðhlæjendur hafa verið margir en öflugastur gagnrýnenda er áðurnefndur Smith sem telur upp nokkur skilyrði þess að unnt sé að tala um þjóð. Að hans mati þarf slíkur mannsöfnuður að eiga sér sögulegt heimaland, sameiginlegar goðsagnir og minningar, sameiginlega menningu, deila sameiginlegum réttindum og skyldum og búa við sameiginlegt hagkerfi (Smith, 1991). Á Íslandi hafa margir látið þessa umræðu til sín taka og þar hafa farið fremstir tveir sagnfræðiprófessorar við Háskóla Íslands. Það eru þeir Guðmundur Hálfdanarson, sem hefur orðið helsti kyndilberi módernismans í íslenskri sagnfræði, og Gunnar Karlsson, sem hefur haldið sig meira við hefðbundnari skilgreiningar á þjóð og þjóð- erni, jafnhliða því að þróa þær áfram. Hér verða skoðanaskipti þeirra félaga ekki rak- in, aðeins skulu gripnar upp fáeinar tilvitnanir. Þannig sagði Guðmundur árið 1996 að hann teldi útilokað annað en að líta á þjóðina sem félagslega ímyndun, og þá alls ekki í neikvæðri merkingu þess orðs, heldur sem dæmi um ímyndunarafl mannsins og hæfileika hans til frjórrar sköpunar. … Með þessu er ég ekki að afneita mikilvægi íslenskrar menning- ar fyrir sjálfsvitund landsmanna, heldur aðeins að draga fram að samband hennar við pólitískt skipulag á Íslandi er hvorki sjálfsagt né endanlega ákvarðað (1996, bls. 29). Í neðanmálsgrein segist Guðmundur taka undir með Benedict Anderson í fyrri hluta ívitnunarinnar, enda er orðanotkun þeirra tveggja nánast sú hin sama. Í einkar mód- ernískum ályktunarorðum segir Guðmundur að ekki sé „ólíklegt að á sama hátt og bragi gUðmUndsson 2 Í heild er tilvitnaður texti svohljóðandi: 1. Two men are of the same nation if and only if they share the same culture, where culture in turn means a system of ideas and signs and associations and ways of behaving and communicating. 2. Two men are of the same nation if and only if they recognize each other as belonging to the same nation. In other words, nations make the man; nations are the artefacts of men’s convictions and loyalties and solidarities. 3 Í heild er tilvitnaður texti svohljóðandi: In an anthropological spirit, then, I propose the following definition of the nation: it is an imagined political community – and imagined as both inherently limited and sovereign.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.