Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Blaðsíða 38

Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Blaðsíða 38
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/200938 frístUndaheimil i fyrir 6–9 ára börn í reykvískU skólastarfi stofnanir virðast því, í augum „kerfisins“, fyrst og fremst gegna gæsluhlutverki en ekki eiginlegu uppeldis- eða menntahlutverki. Mjög hefur skort á umræðu um gildi og hlutverk frístundaheimila í íslensku skólastarfi sem meðal annars birtist í því að lítið sem ekkert er til af fræðilegu efni um þessar stofnanir á íslensku. Þótt staða frístundaheimila í skólakerfinu, og í allri skóla- og uppeldisumræðu, sé veik og stjórnvöld veiti þeim litla athygli er starfsemi þeirra engu að síður umtals- verð. Mikil eftirspurn er eftir þjónustunni, þó að sveitarfélögum sé ekki skylt lögum samkvæmt að bjóða upp á dagvistun fyrir skólabörn. Haustið 2008 var sótt um pláss á frístundaheimili í Reykjavík fyrir um 51% nemenda 1.– 4. bekkjar. Haustið 2008 var aldursskipting barna á frístundaheimilum eftirfarandi: 46% úr 1. bekk, 33% úr 2. bekk, 18% úr 3. bekk og 3% úr 4. bekk (Steingerður Kristjánsdóttir munnleg heimild, 14. október 2008). Foreldrar sækja um vistun fyrir börn sín og greiða mánaðargjald fyrir þjónustuna samkvæmt fjölda vistunardaga; þeir greiða fyrir um 50% af kostnaði við reksturinn á móti borgarsjóði. Undanfarin ár hafa myndast langir biðlistar á haustin og einstaka börn hafa ekki fengið pláss allt skólaárið (Steingerður Kristjánsdóttir munnleg heimild, 14. október 2008), en börn í 1. bekk hafa forgang um vistun. Um- ræða um frístundaheimili í fjölmiðlum hefur einkum snúist um manneklu og biðlista. Erfitt hefur reynst að fá starfsfólk til starfa þar sem einkum er um að ræða 30–50% hlutastörf og laun eru lág. Flestir starfsmenn eru námsmenn sem eru í hlutastarfi með námi (Soffía Pálsdóttir, 2008). Markmið þessarar greinar er að varpa ljósi á starfsemi reykvískra frístundaheimila í skólakerfinu og greina ástæður þess hve veika stöðu stofnunin virðist hafa í skólakerf- inu. Slík greining er mikilvæg til að unnt sé að benda á sóknarfæri og tækifæri til að vinna að fagþróun starfseminnar. Fjallað er um þrjár meginástæður þess að formlegt hlutverk og markmið frístundaheimila í skólakerfinu er illa skilgreint og óljóst. Í fyrsta lagi verður litið til sögulegrar þróunar frístundaheimila, en sú staðreynd að starfsemin hefur flakkað á milli ólíkra sviða í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar virðist hafa valdið rofi á fagþekkingu starfsmanna. Í annan stað bendir margt til þess að núverandi fyr- irkomulag á samstarfi frístundaheimilis og skóla sé ekki til þess fallið að efla faglegt starf innan heimilanna, m.a. vegna aðstöðuleysis starfseminnar innan skólans og vegna þess að hugmyndafræðileg samvinna skóla og frístundaheimila er mjög lítil. Í þriðja lagi má rökstyðja að lagaleg þróun hafi ekki styrkt stöðu frístundaheimila, heldur má þvert á móti greina ákveðna afturför í þróun laga um starfsemi frístundaheimila. Greinin skiptist í nokkra kafla; fyrst er fjallað um sögulega þróun dagvistunar reyk- vískra skólabarna árin 1971–2008, síðan er fjallað um samstarf við skóla og þróun laga til að varpa ljósi á stöðu þeirra. Þá verður lýst fyrirkomulagi á dagvistun skólabarna í Danmörku, Svíþjóð og Noregi enda tekur íslenskt skólasamfélag í mörgum atriðum mið af skipan mála í nágrannalöndunum. Jafnframt verður greint frá norrænum rann- sóknum á samstarfi skóla og frístundaheimila. Loks eru helstu niðurstöður dregnar saman. Vonast er til að greinin verði framlag til opinberrar umræðu um hlutverk frí- stundaheimila í lífi íslenskra barna og með hvaða hætti þróun slíkra stofnana skuli verða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.