Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Blaðsíða 21

Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Blaðsíða 21
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/2009 21 Þegar fólk talar um sig sem Skagfirðinga eða Þingeyinga er flestum ljóst hvað við er átt, eða svo virðist við fyrstu sýn. En málið er ekki einfalt. Mér er í fersku minni frá- sögn mágkonu minnar heitinnar, Þorgerðar Sigurðardóttur myndlistarmanns (1945– 2003), af því er hún sat sem unglingur í kennslustund hjá Páli Helga Jónssyni kennara (1908–1990) á Laugum í Reykjadal. Af ástæðum sem nú eru gleymdar bað Páll þá sem væru Þingeyingar að rétta upp hönd. Þorgerður rétti sína hönd umhugsunarlaust upp eins og flestir eða allir aðrir en var snarlega kveðin í kútinn: „Nei, Þorgerður mín, þú ert svo sannarlega ekki Þingeyingur.“ Og höndin seig en eftir sat nagandi spurning: ef ég er ekki Þingeyingur, hvað er ég þá? Nú er of seint að spyrja Pál um það hvað réði skilgreiningu hans á Þingeyingi. Hann var sjálfur af þingeysku bergi í marga ættliði og eftir hann liggja margvísleg verk sem lúta að eflingu og varðveislu þingeyskrar menningar. Hann stóð því föstum fótum í þingeyskri mold er hann úrskurðaði að innfæddur Aðaldælingur af aðfluttu foreldri félli ekki undir skilgreiningu sína á Þingeyingi. Viðhorf þessu lík eru alþekkt og forsendur oft óvissar. Eru fimmtug hjón, fædd og uppalin í Vatnsdal en búsett í Reykjavík til þrjátíu ára, Vatnsdælingar eða Reykvíkingar? Hvort tveggja? Hvað með börn þeirra? Stuart Hall tekur skemmtilegt dæmi úr eigin ranni þegar hann segist hafa sagt við son sinn að hann sé svartur. Nei, svaraði sonurinn, ég er brúnn. Þá benti faðirinn á að hið ytra einkenni, liturinn, sé rangt auðkenni því fólk beri alls konar húðlit: „Spurn- ingin er hvort þú ert menningarlega, sögulega og pólitískt svartur. Og það er það sem þú ert“ (Hall, 1996b, bls. 344–345). Afstaða Páls H. Jónssonar virðist hafa byggst á svipaðri skoðun, uppruna foreldra Þorgerðar sem voru báðir fæddir og uppaldir í Eyjafirði. Búseta þeirra í Þingeyjarsýslu virðist ekki hafa skipt máli. Viðhorf Páls speglar líklega þá skoðun að búseta em- bættismanns, í þessu tilviki sóknarprests og fjölskyldu hans, sé gjarnan tímabundin og því ekki hægt að telja börn hans til innfæddra héraðsbúa, hvað sem sjálfsskynjun viðkomandi einstaklings líður. Þótt barnið teldi sig tilheyra ákveðnum hópi var það utanaðkomandi í huga hans. Upprunaflokkun á þessum grunni er alltaf vanda- og jafnvel varasöm. Það á ekki síst við á tímum örra fólksflutninga héraða og landa í milli. Hvenær hættir Vatnsdæl- ingur að vera Vatnsdælingur og hvenær verður Pólverjinn Íslendingur eða jafnvel Tálknfirðingur? Þessu svara margir með því að líta á búsetuna sem grunnatriði fremur en uppruna blóðsins. Einn þekktasti sérfræðingur um sögu Skotlands, prófessor Thomas C. Smout, segir að það að vera skoskur hvíli fyrst og fremst á sameiginlegri búsetu í Skotlandi en ekki stéttaskiptingu eða litarhætti (Smout, 1994). Undir það skal hiklaust tekið og jafnframt þá skoðun Smouts að „þjóðarvitund byggist á tilvísunum til sameiginlegrar sögu, eða nákvæmar orðað, á almennum hugmyndum um sögu sem öðlast hafa nánast goðsögulegt yfirbragð“ (1994, bls. 108).8 Á Íslandi hefur Guð- mundur Hálfdanarson (2002) sett fram skoðanir sem hvíla á svipuðum grunni. bragi gUðmUndsson 8 Í frumtextanum orðar Smout þetta svo: „National identities are constructed out of references to history, or, more exactly, to received popular ideas about history that achieve mythic status, irre- spective of what modern academic historians perceive to be their actual truth or importance.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.