Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Blaðsíða 62

Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Blaðsíða 62
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/200962 „látUm ÞÚsUnd blóm blómstra“ því að skoða stefnuskjöl fjölmennustu sveitarfélaga landsins á heimasíðum þeirra og í greiningu gagna á heimasíðum 68 grunnskóla hér á landi. Markmið greinarinnar er að fjalla um stöðu menntunar án aðgreiningar í stefnu sveitarfélaga og grunnskóla út frá alþjóðlegum samþykktum, íslenskum lögum um grunnskóla og aðalnámskrá grunn- skóla. Kannað er hvernig stefna skóla um menntun án aðgreiningar birtist í stefnu- skjölum sveitarfélaga og skóla og hvernig skólar ætla að framfylgja stefnu yfirvalda og alþjóðlegum samþykktum í þessum efnum. Með þessu viljum við vekja athygli á stöðu þessara mála hér á landi og hvetja til umræðu um málaflokkinn. Greinin hefst á umfjöllun um alþjóðlegar samþykktir og áhrif þeirra á stefnumótun skólamála á Íslandi í nýsamþykktum lögum og aðalnámskrá grunnskóla. Þá er fjallað um hugtakið skóli án aðgreiningar eins og það birtist í innlendum og erlendum fræðum og rannsóknum. Aðferðin við rannsóknina er útskýrð og greint er frá niðurstöðum athugunar á heimasíðum sveitarfélaga og skóla og þær ræddar í ljósi nýrra rannsókna á þessu sviði. alþjóðlEgar samþykktir og íslEnsk stEfnumótun Skóli fyrir alla eða skóli án aðgreiningar (e. inclusive school), þar sem allir nemend- ur fá náms- og félagslegum þörfum sínum mætt í almenna skólakerfinu, er dæmi um skólastefnu sem hefur haft áhrif á skólastarf í löndum víða um heim síðustu ár. Í þessum kafla drögum við saman það helsta úr alþjóðlegum samþykktum, íslenskum lögum, reglugerðum og aðalnámskrá grunnskóla. Stefna og samþykktir Sameinuðu þjóðanna Árið 1994 komu saman, í borginni Salamanca á Spáni, fulltrúar 92 ríkisstjórna og 25 alþjóðlegra samtaka á ráðstefnu um menntun nemenda með sérþarfir. Á ráðstefnunni var samþykkt yfirlýsing um jöfn tækifæri til menntunar fyrir alla og mikilvægi þess að sú menntun fari fram innan almenna skólakerfisins. Í yfirlýsingunni var lögð áhersla á að skólar ættu að taka við öllum börnum, hver sem líkamleg, félagsleg eða námsleg staða þeirra væri. Skorað var á stjórnvöld allra landa að „leiða í lög eða taka upp sem yfirlýsta stefnu þá meginreglu að öll börn sæki almenna skóla nema knýjandi ástæður séu til annars …“ (Menntamálaráðuneytið, 1995, 3. grein). Áréttað var að börn eru ólík hvað varðar áhuga, hæfileika og þarfir og taka þarf mið af því við skipulag kennslu. Lagt var til að menntakerfi hvers lands yrði bætt svo að það gæti sinnt öllum börnum án sérstakrar aðgreiningar (Menntamálaráðuneytið, 1995). Yfirlýsingunni fylgdi rammaáætlun sem skyldi vera almennur leiðarvísir um aðgerðir í málefnum nemenda með sérþarfir. Þar var bent á að þeir tækju mestum framförum og lærðu best ef þeir fengju réttan stuðning og tækifæri til að læra með öðrum (Menntamálaráðuneytið, 1995). Salamanca-yfirlýsingin, sem nú er orðin 15 ára gömul, hefur haft áhrif á lagasetn- ingu og reglugerðir stjórnvalda víða um heim í þá veru að börn og ungmenni með sérþarfir eigi að mennta án aðgreiningar og út frá því skipulagi sem flest börn búa við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.