Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Blaðsíða 64

Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Blaðsíða 64
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/200964 „látUm ÞÚsUnd blóm blómstra“ Hafa þarf í brennidepli aukið aðgengi að menntun og tækifærum til mennt-4. unar. (Meijer, Soriano og Watkins, 2003). Eins og fram kemur orðar Evrópumiðstöðin þetta sem stefnumótun í sérkennslu en í umfjöllun hennar er byggt á hugmyndum um menntun án aðgreiningar. Opinber stefna á Íslandi Allt frá setningu grunnskólalaga árið 1974 hefur stefna yfirvalda á Íslandi verið sú að öll börn eigi rétt á skólagöngu í sínum heimaskóla ef þess er nokkur kostur og ekki skuli raðað eftir námsgetu eða flokkað í bekki heldur séu þeir hafðir blandaðir. Við hverja endurskoðun laga um grunnskóla annars vegar og aðalnámskrár grunnskóla hins vegar hafa þessar línur skýrst og frá árinu 1994 hefur Salamanca-yfirlýsingin verið höfð að leiðarljósi. Orðalagið skóli án aðgreiningar kemur þó ekki fyrir í aðal- námskrá grunnskóla fyrr en í nýrri námskrá árið 2006 og í nýjum lögum um grunn- skóla nr. 91/2008. Þar segir í 17. grein: „Nemendur eiga rétt á að komið sé til móts við námsþarfir þeirra í almennum grunnskóla án aðgreiningar, án tillits til líkamlegs eða andlegs atgervis …“ (Lög um grunnskóla, 2008). Þetta hlýtur að mega skilja sem svo að skólinn hagi starfi sínu þannig að öll börn fái kennslu við hæfi. Þá má skilja 13. grein sömu laga á þennan veg, en þar segir: „Allir nemendur grunnskóla eiga rétt á kennslu við sitt hæfi í hvetjandi námsumhverfi í við- eigandi húsnæði sem tekur mið af þörfum þeirra og almennri vellíðan …“ (Lög um grunnskóla, 2008). Í lögunum er lögð áhersla á vinnubrögð og áréttað að skólinn eigi að koma til móts við þarfir allra nemenda, meðal annars með því að gefa þeim tækifæri til að ná náms- markmiðum með mismunandi hætti, og að þeir geti valið viðfangsefni, námsaðferðir og námsgreinar frá upphafi skólagöngu sinnar (Lög um grunnskóla, 2008). Ný aðal- námskrá grunnskóla er á svipuðum nótum og þar er mælt fyrir um að „þess [sé] gætt sérstaklega að allir nemendur fái jöfn tækifæri til náms og eigi þess kost að velja sér viðfangsefni og nálgun í eigin námi“ (Menntamálaráðuneytið, 2006, bls. 11). Sérfræðiþjónustu og stoðkerfi grunnskóla eru gerð skil í 40. grein laganna þar sem fram kemur að stuðningur eigi að vera bæði við nemendur og foreldra en einnig við starfsemi grunnskólans og starfsfólk hans (Lög um grunnskóla, 2008). Sveitarfélög eiga að tryggja að sérfræðiþjónusta sé veitt í skólum og ákveða skipulag hennar. Í 40. og 42. grein segir að forvarnarstarf skuli unnið í skólum með skimunum, athugunum og greiningum þannig að nemendur fái kennslu og stuðning við hæfi frá upphafi skólagöngu sinnar (Lög um grunnskóla, 2008). Í aðalnámskrá grunnskóla kemur fram að skóli án aðgreiningar sé skóli þar sem öllum nemendum er gefinn kostur á að stunda nám, hvort sem um er að ræða fatl- aða eða langveika nemendur, þá sem glíma við sértæka námserfiðleika eða búa yfir sérhæfileikum á ákveðnum sviðum, heyrnarlausa nemendur, nemendur með ann- að móðurmál en íslensku og nemendur sem eru duglegir eða afburða námsmenn (Menntamálaráðuneytið, 2006). Í þessari skilgreiningu er ekkert kveðið á um skipulag skólans eða kennsluhætti, en umfjöllun um það má þó finna víða í aðalnámskrá, bæði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.