Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Blaðsíða 90
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/200990
„Þetta er spennandi... og gefUr mikla mögUleika“
Notkun tækninnar í kennslustofunni
Til að greina notkun tölvu- og upplýsingatækni í kennslu hefur verið hannað grein-
ingarlíkan, Computer Practice Framework (CPF), og er líkaninu ætlað að greina hve
mikið tölvur eru notaðar í kennslu, í hvaða tilgangi og hvernig þegar upplýsinga -
tæknin er notuð sem námstæki (Twining, 2002). Handhægt virðist vera að nota þetta
greiningartæki til að greina hvernig notkun tækninnar er háttað í mynd listar kennslu
samkvæmt lýsingum þeirra sex kennara sem tóku þátt í rannsókn inni.
Ef skoðuð eru áhrif innleiðingar upplýsinga- og samskiptatækni í myndlistar-
kennslu með hliðsjón af greiningarviðmiðum Twining (2002) um notkun tækninnar
í kennslu kemur ekki beinlínis fram í niðurstöðum rannsóknarinnar hve langan tíma
tölvan er í notkun í kennslustundum hjá kennurunum sex, en sá tími er ekki langur.
Nemendur virðast ekki fá markvissa þjálfun í notkun tækninnar þannig að það styðji
alla þætti námsins. Tölvur eru hvorki notaðar markvisst til að efla færni nemenda né
sem námstæki í myndlistarkennslunni. Tveir kennaranna nefna þó vaxandi notkun
tölva í hönnunarvinnu verkefna og þróun hugmynda en aðrir virðast nota tæknina
eingöngu sem aukaverkefni og oft þegar öðrum viðfangsefnum er lokið, aðallega til
að vinna verkefni á Netinu, sem notuð eru til að skerpa á ýmsum þekkingar atriðum
myndlistar. Tölvur eru því lítillega notaðar til að styðja við nám. En ekki verður séð
að tölvur hafi verið markvisst notaðar sem verkfæri til náms í myndlistar kennslunni,
hvorki til útvíkkunar eða umbreytingar á námi.
Það verður því ekki séð að notkun tölvu- og upplýsingatækni hafi haft veigamikil
áhrif á innihald kennslunnar eða aðferðir því að áherslur virðast vera þær sömu hvort
sem notaðar eru tölvur eða ekki við lausn viðfangsefna, ef marka má niðurstöður. Það
kemur heldur ekki fram hvort verkefni þar sem tölvur eru notaðar krefjast notkunar
tækninnar eða hvort allt eins er hægt að nota önnur verkfæri við lausn þeirra með
sama árangri. Þó nefnir einn kennaranna að verkefni sem áður var unnið með hefð-
bundnum aðferðum myndlistar hafi öðlast meira gildi þegar tölvur voru notaðar við
þróun hugmynda. Kennararnir sögðust líta á tölvur sem eitt verkfærið enn, í viðbót
við þau sem fyrir voru, blýant, pensil og fleiri áhöld. Það kom því nokkuð á óvart í
niðurstöðum rannsóknar innar að aðeins tveir myndlistar kennarar af sex höfðu lagt
fyrir nemendur að teikna myndir í tölvu. Annar sagði enn fremur að það litla sem
nemendur teiknuðu í tölvum hjá sér væri í gegnum Listavef Námsgagnastofnunar
(Námsgagnastofnun, 2003a). Slíkt hið sama má segja varðandi listasögu kennslu, nem-
endur notuðu ekki tæknina í kennslustundum.
Kennararnir hafa ekki lagt til hliðar þær kynningar og kennslugögn sem þeir áttu
fyrir á glærum og nota þau jöfnum höndum, svo og þær bækur sem til eru í skólanum.
En það kom fram í viðtölunum að listasögukennsla hafi átt nokkuð undir högg að
sækja vegna þess hve erfitt hafi verið að afla efnis til kennslunnar. Með tölvu- og upp-
lýsingatækni hafi sú aðstaða breyst mjög til batnaðar. Þetta styðja aðrar rannsóknir á
notkun upplýsingatækni í listasögukennslu (Dobbs, 1998; Macko, 1997). Kennararnir
segja auðveldara núna að finna efni til að nota um erlenda listamenn, listastefnur og
hvaðeina sem tengist kennslunni, en það gildi auðvitað eingöngu um erlent efni þar
sem íslenskt efni er að mestu bundið höfundarrétti. Möguleikar til upplýsinga öflunar