Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Blaðsíða 68

Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Blaðsíða 68
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/200968 „látUm ÞÚsUnd blóm blómstra“ Sú leið að nota netið sem gagnabrunn við rannsókn sem þessa ryður sér nú til rúms. Bæði er aðferðin fljótleg og hagkvæm en einnig eru gögn á heimasíðum aðgengileg fagfólki og almenningi og því líkleg til að hafa töluverð áhrif. Með því að skoða heimasíður skólanna getum við fengið nokkuð rækilegt yfirlit yfir stefnu og mark- mið margra skóla. Aðferðin gefur okkur tækifæri til að skoða hvernig skólarnir sjálfir lýsa stefnu sinni og vinnubrögðum. Foreldrar og forráðamenn barna geta líka notað þá leið við að afla upplýsinga um stefnu skólanna. Hún er opin og öllum aðgengileg og getur haft mikil áhrif á skilning okkar á samfélaginu, þekkingu og ákvarðanatöku (Hausstäter og Takala, 2008). Þó verður að hafa í huga að upplýsingar sem safnað er á þennan máta varða fyrst og fremst það sem skólarnir segjast gera en ekki endilega það sem þeir svo framkvæma. Stefna og framkvæmd fara ekki alltaf saman. Lögð var áhersla á að afla upplýsinga um stefnu skólanna almennt, um það hvort stefna um skóla án aðgreiningar kemur fram eins og lýst er hér að framan, en einnig stefnu um sérkennslu og sérdeildir því að þetta tengist á einn eða annan hátt. Þættina sem við leituðum að má draga saman í þremur rannsóknarspurningum: Hver er almenn stefna skólans, leiðarljós eða einkunnarorð?1. Hefur skólinn stefnu um skóla án aðgreiningar?2. Hvert er stoðkerfi skólans; sérúrræði og sérkennsla?3. Í ljós kom að skipulag og uppsetning á heimasíðum skólanna er mjög fjölbreytt. Það var ekki alltaf aðgengilegt að finna svör við spurningum okkar og oft þurftum við að opna marga tengla til að finna upplýsingar sem við leituðum að. Iðulega fundum við þær í skjölum sem ætluð eru foreldrum. Við skoðuðum skjöl eins og skólanámskrá, námsvísa, skólastefnu eða sýn skóla, einkunnarorð og upplýsingar til foreldra. Aldur gagnanna var mismunandi og voru sumar skólanámskrár orðnar nokkurra ára gamlar á meðan aðrar eru í mótun. Við greiningu gagna skoðuðum við orðanotkun, lýsingar og áherslur skólanna eins og þær koma fram á heimasíðum þeirra, lýsingar á skipulagi og framkvæmd kennslu, námsmati og samstarfi. Rannsóknin beinist að því að greina stefnuskjölin í ljósi hug- mynda, laga, reglugerða og stefnuyfirlýsinga um menntun og skóla án aðgreiningar. niðurstöður Í þessum kafla gerum við grein fyrir helstu niðurstöðum rannsóknarinnar. Þær eru settar fram í tveimur hlutum og fyrst fjallað um stefnuskrá sveitarfélaga en síðan skól- anna. Stefnuskrár sveitarfélaga Skólastefna þeirra þriggja sveitarfélaga sem birta stefnuna á heimasíðu sinni var skoð- uð með það að markmiði að finna út hvort þau ganga út frá hugmyndum um skóla án aðgreiningar og stefnu menntamálayfirvalda í þeim efnum. Niðurstöður okkar eru þær að í stefnuskrá eins sveitarfélagsins er lýst stefnu um skóla án aðgreiningar þar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.