Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Blaðsíða 5
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/2009 5
frá ritstjóra
Í tímaritinu Uppeldi og menntun er nú sem áður lögð áhersla á að birta ritrýndar fræði-
legar eða rannsóknatengdar greinar á sviði uppeldis- og menntamála, að kynna og
fjalla um nýjar bækur á fræðasviðinu og að birta viðhorf fræðimanna og reyndra
skólamanna til ýmissa mála er snerta uppeldi og menntun.
Gæðaviðmið Uppeldis og menntunar og kröfur til höfunda eru sambærileg við við-
mið erlendra rannsóknartímarita á sviði menntunar, enda hefur tímaritið Uppeldi og
menntun verið skráð á lista ERIH (European Reference Index for the Humanities) yfir
rannsóknarrit í flokknum menntarannsóknir eins og fram hefur komið í fyrra hefti.
Fleiri skráningar tímaritsins í erlenda gagnagrunna eru fyrirhugaðar og í því skyni
hefur verið aukið við upplýsingar á ensku í tímaritinu, m.a. um höfunda og greinaheiti
á ensku. Gæðaviðmið tímaritsins og ofangreindar breytingar koma fram í leiðbeining-
um fyrir greinahöfunda aftast í heftinu.
Að þessu sinni eru birtar í tímaritinu fjórar fræðilegar greinar. Bragi Guðmundsson
fjallar í grein sinni um nokkur grunnhugtök til greiningar og skilnings á þeirri fjöl-
breytni sem íslenskt samfélag býr yfir nú á dögum og um samvitund Íslendinga og
undirstöður hennar. Kolbrún Þ. Pálsdóttir fjallar um þróun frístundaheimila í Reykja-
vík og löggjafar um frístundaheimili, m.a. með samanburði við Norðurlönd. Hafdís
Guðjónsdóttir og Jóhanna Karlsdóttir fjalla í grein sinni um stefnumörkun um skóla
án aðgreiningar hjá sveitarfélögum og grunnskólum á Íslandi. Aðalbjörg María Ólafs-
dóttir fjallar í sinni grein um notkun tölvu- og upplýsingatækni í kennslu sex mynd-
listarkennara í grunnskólum með hliðsjón af áherslum og markmiðum í aðalnámskrá
grunnskóla.
Ný lög um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla voru samþykkt árið 2008. Í
þessu hefti lýsa þrír sérfræðingar á sviði menntamála skoðun sinni á lögunum og
áhrifum þeirra. Hildur Skarphéðinsdóttir fjallar um nýmæli í leikskólalögunum um
húsnæði og barnafjölda, foreldrastamstarf, mat á leikskólastarfi og tengsl leikskóla
og grunnskóla. Gunnar E. Finnbogason fjallar um tvennt það sem ný grunnskólalög
leggja sérstaklega áherslu á, aukin áhrif foreldra og aðkomu þeirra að skólastarfinu
og ný ákvæði um réttindi nemenda í grunnskólanum. Gestur Guðmundsson fjallar
um ný framhaldsskólalög, skort á vandaðri umræðu skólamanna og fræðimanna um
almenn námsmarkmið og menntunarhlutverk framhaldsskólanna, og skort á rann-
sóknum.
Ritnefnd þakkar þeim fjölmörgu sem komu að
útgáfu þessa heftis fyrir ánægjulegt samstarf.