Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Qupperneq 5

Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Qupperneq 5
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/2009 5 frá ritstjóra Í tímaritinu Uppeldi og menntun er nú sem áður lögð áhersla á að birta ritrýndar fræði- legar eða rannsóknatengdar greinar á sviði uppeldis- og menntamála, að kynna og fjalla um nýjar bækur á fræðasviðinu og að birta viðhorf fræðimanna og reyndra skólamanna til ýmissa mála er snerta uppeldi og menntun. Gæðaviðmið Uppeldis og menntunar og kröfur til höfunda eru sambærileg við við- mið erlendra rannsóknartímarita á sviði menntunar, enda hefur tímaritið Uppeldi og menntun verið skráð á lista ERIH (European Reference Index for the Humanities) yfir rannsóknarrit í flokknum menntarannsóknir eins og fram hefur komið í fyrra hefti. Fleiri skráningar tímaritsins í erlenda gagnagrunna eru fyrirhugaðar og í því skyni hefur verið aukið við upplýsingar á ensku í tímaritinu, m.a. um höfunda og greinaheiti á ensku. Gæðaviðmið tímaritsins og ofangreindar breytingar koma fram í leiðbeining- um fyrir greinahöfunda aftast í heftinu. Að þessu sinni eru birtar í tímaritinu fjórar fræðilegar greinar. Bragi Guðmundsson fjallar í grein sinni um nokkur grunnhugtök til greiningar og skilnings á þeirri fjöl- breytni sem íslenskt samfélag býr yfir nú á dögum og um samvitund Íslendinga og undirstöður hennar. Kolbrún Þ. Pálsdóttir fjallar um þróun frístundaheimila í Reykja- vík og löggjafar um frístundaheimili, m.a. með samanburði við Norðurlönd. Hafdís Guðjónsdóttir og Jóhanna Karlsdóttir fjalla í grein sinni um stefnumörkun um skóla án aðgreiningar hjá sveitarfélögum og grunnskólum á Íslandi. Aðalbjörg María Ólafs- dóttir fjallar í sinni grein um notkun tölvu- og upplýsingatækni í kennslu sex mynd- listarkennara í grunnskólum með hliðsjón af áherslum og markmiðum í aðalnámskrá grunnskóla. Ný lög um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla voru samþykkt árið 2008. Í þessu hefti lýsa þrír sérfræðingar á sviði menntamála skoðun sinni á lögunum og áhrifum þeirra. Hildur Skarphéðinsdóttir fjallar um nýmæli í leikskólalögunum um húsnæði og barnafjölda, foreldrastamstarf, mat á leikskólastarfi og tengsl leikskóla og grunnskóla. Gunnar E. Finnbogason fjallar um tvennt það sem ný grunnskólalög leggja sérstaklega áherslu á, aukin áhrif foreldra og aðkomu þeirra að skólastarfinu og ný ákvæði um réttindi nemenda í grunnskólanum. Gestur Guðmundsson fjallar um ný framhaldsskólalög, skort á vandaðri umræðu skólamanna og fræðimanna um almenn námsmarkmið og menntunarhlutverk framhaldsskólanna, og skort á rann- sóknum. Ritnefnd þakkar þeim fjölmörgu sem komu að útgáfu þessa heftis fyrir ánægjulegt samstarf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.